Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 40
Tromp þingnefndarinnar Það sem einna þyngst vegur í málflutningi þingnefndarinnar gegn NCI og Dr. De Vita er gagn- rýni sem beinist að ráðningu ákveðins vísindamanns sem nefndin telur ekki uppfylla nauð- synleg skilyrði. Hér er um að ræða samning sem NCI gerði við Dr. Marc J. Strauss um ákveðnar krabbameinsrannsóknir og hafði NCI veitt honum 910 þúsund doll- ara styrk í mars 1980, 21 mánuði eftir að Strauss hafði sagt af sér sem prófessor við Boston Univer- sity School of Medicine. Dr. Strauss hafði verið kærður vegna gruns um að hann hefði falsað skýrslur, breytt sjúkraskrá til hlið- sjónar við skýrslu um lyfjarann- sóknir og gert tilraunir á sjúkling- um án þess að samþykki þeirra væri áður fengið. En í augum nefndarinnar var það þó sýnu alvarlegra, að De Vita hafði vitað um þetta mál en ekki séð ástæðu til þess að láta þá samstarfsmenn sína vita um það sem mátu hæfni Dr. Strauss í sambandi við styrkveitinguna. Dr. De Vita hefur svarað þessum ásökunum með því að benda á að á sínum tíma hafi ekki verið um annað að ræða en ósannaðar ákærur á Dr. Strauss og því ekki verið ástæða til þess að láta slíkt hafa áhrif á stöðu hans sem styrk- þega. Annars er þetta Strauss mál þegar orðið sérstakt og miklu meira mál í Bandaríkjunum og ekki ástæða til að fara nánar út í það hér. Þingnefndin hefur lagt hart að Dr. De Vita að afturkalla þann hluta styrksins til Dr. Strauss, sem enn er ógreiddur en á því eru þó talin ýmis tormerki, a.m.k. á meðan sekt Dr. Strauss hefur ekki verið sönnuð. Svo virðist sem af ýmsu sé að taka Af öðrum málum sem þing- nefndin krefst skýringa á eru meðal annars þessi: National Cancer Institute haföi greitt Eppley Institute í Nebraska fyrir rannsókn á efnum sem valdið gætu krabbameini. Síðar kom í Ijós að stofnunin í Nebraska hafði skrifað reikning sem var einni milljón dollara of hár. Þrátt fyrir til- raunir hefur NCI ekki tekist enn að fá þessa peninga endurgreidda. Nefndin er ekki sátt við vinnu- aðferð NCI í sambandi við verkefni sem stofnunin hafði samið um við Alþjóðlega krabbameinsrann- sóknastofnun í Lyons í Frakklandi. Tildrögin voru þau, að frá stofn- uninni í Frakklandi hafði komið vísindamaður í heimsókn til NCI og hafði hann unnið með bandarísku vísindamönnunum að skipulagi rannsókna sem stofnunin í Lyons skyldi annast fyrir NCI, en NCI átti að sjálfsögðu að borga brúsann. Hér var um að ræða rannsókn á áhrifum lággeislunar (low-level radíation) sem krabbameinsvaka. Síðar kom í Ijós að þessi sami vís- indamaður átti að stjórna rann- sókninni í Lyons. Þarna fannst nefndinni annarlega að verki staðið og lítt hirt um að tryggja af- rakstur skattpeninga bandarískra borgara. Þá hafði nefndin vitneskju um að ákveðinn vísindamaður, Dr. Franco Muggia, hafði komist yfir upplýsingar hjá NCI, sem fara átti með sem trúnaðarmál en þær voru varðandi synjun á umsókn þessa sama manns um starfsstyrk. Eftir að hafa komist í þessi skjöl mun Dr. Muggia hafa gert tilraun til þess að breyta verklýsingu sinni í því skyni að krækja fyrir þau atriði sem ollu því að umsókn hans var ekki álitin styrkhæf. Dr. Muggia mun síðar hafa viðurkennt að framkoma sín hafi verið ,,mistök“. Nefndarmenn voru einnig sam- mála um að þar sem verulegum fjárhæðum hefði verið varið til einstakra rannsóknaverkefna, verkefna sem unnin væru af öðr- um stofnunum og fyrirtækjum, væri engan veginn um nægilegt eftirlit að ræða. Sem dæmi var nefnt að NCI hefði greitt fyrirtæk- inu Tracor-Jitco í Rockville, Mary- land, 65 milljónir dollara 1976 fyrir rannsókn á efnum sem hugsan- lega gætu valdið krabbameini. Nefndin hélt því fram að NCI hefði ekki haft neitt eftirlit meö gangi rannsóknarinnar nema bréf- og símleiðis. Dr. De Vita mótmælti þessu og síðar hefur komiö fram í viðtali sem tímaritið New Scientist átti við einn þeirra vísindamanna hjá NCI, sem annast eftirlit með rannsóknaraðilum, að hann hefði heimsótt Tracor-Jitco einu sinni í viku síðan 1976. Dr. De Vita upp- lýsti nefndina um að NCI hefði heimsótt rannsóknaaðila eða styrkþega skipulega á síðasta ári. eða sem næmi því að 58% rann- sóknaraðila hefðu verið heimsóttir til eftirlits á árinu 1980. Þegar nefndaryfirheyrslunum yfir Dr. De Vita lauk má segja að fjölmiðlum í Bandaríkjunum hafi verið séð fyrir efni á forsíðurnar í heila viku. Bent var á að flest þeirra atriða sem þingnefndin tók fyrir og gagnrýndi hefðu verið gömul og þekkt og furðulegt að hún skyldi ekki hafa eitthvað ferskara í poka- horninu þegartil kastanna kom. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.