Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 45
og þaö sé að halda sýningu, hvort heldur þaö er í dansi, á stefnumóti, við kaffidrykkju. Þetta er sýning að því leyti að sá feimni ímyndar sér að aðrir viðstaddir séu sífellt að dæma frammistöðu hans. Skýringarnar í mörgum tilfellum er að finna í uppeldinu þegar barninu er talin trú um að álit eins eða annars byggist á því hve vel hann hafi staðið sig. „Mömmu þykir ekki vænt um þig ef þú gerir þetta ekki." ,,Pabbi verður ekki hrifinn af þér ef þú kemst ekki í íþróttalið skólans." Mönnum er hampað — eða þeir eru niður- lægðir— allt eftir því hvort þeir ná einhverju sölutakmarki, komast í háskóla, hvort þeir bera af öðrum í útliti, o.s.frv. Þetta er verðmætamat sem verður að breyta, því ef ást og við- urkenning byggjast á sýningu af einu eða öðru tagi, verður afleið- ingin sú að fjöldi manna verður aldrei eðlilegur í viðurvist annarra — sem dæma þá. Og breytingin verður að byrja heima hjá foreldrunum. Þeir ættu að láta barnið finna að þeir elski það burtséð frá því hvort það nær einhverju æskilegu marki. Barnið ætti aldrei að fá það á tilfinning- una að verðmæti þess sjálfs og til- vera sé háð duttlungafullu mati þjóðfélagsins. Þjóðfélagið verður líka að breyta afstöðu sinni til fullorðinna. Það ætti að vera öllum Ijóst að mann- eskjan hefur gildi burtséð frá því hvort einhverju ákveðnu sölu- marki var náð, hver bankainn- stæðan er eða hvernig útlitið er. Feimni fylgir oft í kjölfar minnkandi sjálfsálits og vantrausts á sjálfum sérog öðrum. Samvinna og gagn- kvæmt traust eru þeir eiginleikar sem koma eiga í stað harðsvírugr- ar samkeppni meðal manna og flokkadrátta sem gera nágranna að óvinum. Það hjálpar líka ef feimna fólkið sjálft er ákveðið í því að yfirstíga feimnina og leggur í það sama átak og þarf til að sigrast á öðrum óvana eins og t.d. ofáti eða reyk- ingum. Að yfirstíga feimni á vinnustað Margir feimnir menn sýna gjör- ólíkan persónuleika eftir því hvort þeir eru á opinberum vettvangi eða heima fyrir. Hinn „opinberi persónuleiki" er eins og þeir sýna sig öðrum, t.d. á vinnustað, og á þetta við um menn í viðskipta- heiminum, leikara, blaðamenn, o. s. frv., en ..prívatpersónuleikan- um" halda þeir leyndum. Og þeir gæta þess að halda þessum tveimur persónuleikum aðskildum í stað þess að samræma þá. Þannig nýtur prívatpersónuleikinn ekki þess þegar hinum opinbera persónuleika er hrósað. Þeim finnst þeir einskis nýtir þótt allir hrósi þeim og hugsa eitthvað á þessa leið? ,,Þetta hrós á ekki við mig sjálfan. Það er ætlað leikar- anum, og það er aðeins hlutverk sem ég leik." Það er mjög mikilvægt að fá þessa menn til að samræma þessa tvo persónuleika sína, og það verður ekki betur gert en með því að hjálpa þeim til að auka sjálfs- virðingu þeirra. Við hvetjum þá t.d. til að láta af neikvæðum hugleið- ingum um sjálfa sig, hæfileika sína og útlit, og einbeita sér heldur að því að leiðrétta það sem þeim finnst að. Rannsóknir okkar benda til þess að áhrif feiminna manna á vinnu- stað eru minni en hinna sem ófeimnir eru. Þeir eru yfirleitt óánægðari og starfsandinn nei- kvæðari. Óánægjan stafar skiljanlega af því að þeim finnst að þeir fái ekki viðurkenningu fyrir störf sín, að fram hjá þeim sé gengið við út- hlutun starfsverðlauna og við stöðuhækkanir, að minni líkur séu á því að þeir geti vakið athygli yfir- manna sinna á því hvað þeir eru að gera en starfsfélagar þeirra sem eru ófeimnir. Ótilhvattir blanda þeir ekki geði við starfsfélaga í kaffi- eða matarhléi á vinnustað né taka þeir þátt í félagslífi utan vinnutíma. Það eru minni líkur á því að þeir leiti ráða yfirmanns í sambandi við vandamál — persónulegt eða á vinnustað. Þessu hljóta yfirmenn að hafa tekið eftir og vita að feimnir starfs- menn haldasig meira útaf fyrirsig, taka ekki áhættur og láta lítið á sér bera. í stórum fyrirtækjum er hætta á að lítið sé tekið eftir þeim. Ekki svo að skilja að látið sé sem þeir séu ekki til, heldur er einfald- lega ekki tekið eftir því hvað þeir hafast að, og ef þeir rækja starf sitt vel halda þeir því ekki á lofti. En þeir vilja að eftir því sé tekið. Þeir vilja standa sig vel og jafnvel betur en aðrir — en þeir vilja ekki taka áhættur. Þessar andstæður eru m.a. eðli feimninnar. Það sem yfirmennirnir verða fyrst og fremst að gera sér Ijóst er að þeir þurfa að fara öðru vísi að feimnum starfsmönnum sínum en öðrum. Þeir geta t.d. ekki sagt: ,,Mín skrifstofa er öllum opin, og þú ert velkominn hvenær sem er." Þeir ættu að vita að feimnu starfs- mennirnir gera það ekki. Yfirmenn í fyrirtækjum ættu að gera sér grein fyrir því að fjórir af hverjum 10 starfsmönnum sem hjá þeim vinna eru feimnir og það er þeirra að reyna að brjóta niður hina sálrænu hindrun sem er allt að því óyfirstíganleg þeim sem eru feimnir. Þeir ættu að gera allt til að draga úr ótta feiminna starfs- manna við að ganga á fund þeirra, gera samfundi þeirra óformlegri og forðast að setja ofan í við þá í annarra viðurvist. Þetta á líka við um hrós og ráðleggingar. Allt kemur þetta best til skila þegar talað er við viðkomandi starfs- menn eina — augliti til auglitis. Yfirmenn ættu líka að láta sig varða starfsmenn sem fylgja ekki öðrum í matar- og kaffihléum, heldur neyta matar síns einir sér. Ástæðan getur verið að þeir séu ónógir sjálfum sér og óhamingju- samir. Starfið og umhverfið gegna stóru hlutverki í félagslífi fólks. Hvort tveggja á að vera uppspretta jákvæðrar reynslu manna en ekki orsök félagslegs ótta. Þetta merkir ekki að vinnustað- urinn eigi að vera einhvers konar leikvöllur, en það er staðreynd að fólk vinnur betur ef það finnur að það á heima í því félagslega um- hverfi sem vinnustaður er. Og það er skylda stjórnenda fyrirtækja að stuðla að því að svo megi verða meðal feiminna jafnt sem ófeim- inna starfsmanna. Það er ekki að- eins starfsmönnunum fyrir bestu heldur fyrirtækinu sjálfu, því þannig aukast vinnuafköstin, vel- gengnin vex og starfsandinn batnar. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.