Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 47
Kópavogur, bærinn sem bíður athafnamannanna: Helstu embættismenn Kópavogskaupstaðar, frá vinstri: Kristján Guðmundsson félagsmálastjóri, Björn Þorsteins- son bæjarritari, Karl Árnason forstöðumaður Vélamið- stöðvar (SVK), Sigurður Björnsson bæjarverkfræðingur, aftar er Skúli Norðdahl skipuiagsarkitekt, svo Guðmundur Oddsson formaður bæjarráðs, Karl M. Kristjánsson fjár- mála- og hagsýslustjóri, Bjarni Þór Jónsson bæjarstjóri og standandi er Guðjón Magnússon skólafulltrúi. Miðbærinn verður verslunarmiðstöð Reykjarvíkursvæðisins Aðalskipulag Kópavogs er unn- ið út frá tveim megin forsendum. Önnur er sú að atvinnutækifæri sé í bænum fyrir hvern vinnufæran ibúa, í þeim tilgangi að bærinn verði ekki svefnbær fyrir ná- grannabyggðirnar. Hin er að séð verði fyrir þörfum íbúanna hvað verslun og þjónustu varðar. At- vinnutækifærin verða fyrst og fremst í iðnaði og verslun, en til greina kemur einnig að byggð verði upp einhver útgerð, þótt hún verði tæpast í stórum stíl. Iðnaðarhverfin í aðalskipulagi, sem gert varfyrir Reykjavík 1962, var ráð fyrir því gert að bæjarmörk skuli fylgja aðalbrautum. í framhaldi af því komst iðnaóarsvæðið austast í Kópavoginum undir Kópavog, þar sem mörkin færðust austur að Reykjanesbrautinni. Þetta svæði, sem nú er fullbyggt er um 23 hekt- arar að stærð. Þar hefur verið geysilega hröð uppbygging og eftirspurn eftir lóðum þar var mikil, enda hefur hverfið byggst upp á örfáum árum. Áður en uppbygging þessa hverfis hófst, var stefnt á að Smárahvammssvæðið yrði næst fyrir í uppbyggingu sem iðnaðar- hverfi. Þar var þá unnið deili- skipulag og liggur það fyrir nú. Þrátt fyrir það er svæðið ekki að fullu tilbúið, þar sem þar vantar ennþá holræsi. Eftir því sem næst verður komist, hafa menn ekki verið á eitt sáttir um á hvern hátt frá þeim skuli gengið, en eigi að síður er það nú komið á fram- kvæmdaáætlun og ráðgert að það verði tilbúið eftir tvö ár. Þær leiðir sem deilt er um, eru annars vegar að leggja ræsið út með landi í Kópavoginum og út fyrir Kársnesið, en eitthvað er óglöggt hversu langt það þarf að fara, til að fullnægja ströngustu kröfum. Þaö mun velta að veru- legu leyti á botnstraumum, sem munu tæplega vera mönnum nægilega kunnir. Hin leiðin er að setja upp hreinsistöð og gera þar með lagnir langt í sjó fram óþarfar. En hvor leiðin, sem verður valin eru allar líkur á að þetta holræsi, sem mun þjóna Smárahvamms- 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.