Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 51
fjarsta húsi að versluninni. Þess er einnig gætt aö fjarlægð til næstu verslunar sé ekki meiri en svo að viðskiptavinir, sem ekki eru að fullu sáttir við kaupmanninn í sínu hverfi, geti með góðu móti náð til næsta kaupmanns. Nú er veriö að byggja upp svo- kallað Ástúnshverfi og er þar fyrir- hugaður verslunarstaður og einn- ig er búið að skipuleggja svæði í Furugrund, þar sem verslun á að koma. Hvorugu þessu verslunar- svæði hefur verið úthlutað ennþá. Á næstu árum er fyrirhugað að hefja byggingu Suðurhlíða. Þær eru við innsta hluta Hlíðavegar og sunnan Digranesvegar. Á þessum þrem stöðum er enn óúthlutað verslunarplássum. ' 'i Gluggað í rekstur Kópavogsbæjar: Félags- og fræðslumál stærstu gjaldaliðirnir Bæjarstjórn Kópavogs er skip- uð ellefu fulltrúum, sem nú eru kjörnir af sex listum. Bjarni Þór Jónsson er bæjarstjóri, bæjarrit- ari og jafnframt starfsmannastjóri er Björn Þorsteinsson. Karl M. Kristjánsson er fjármála- og hag- sýslustjóri, bæjarlögmaður Þór- ólfur Kristján Beck, bæjarverk- fræðingur Sigurður Björnsson og félagsmálastjóri Kristján Guðmundsson. Tekjur bæjar- sjóðs á síðasta ári urðu alls 58,4 milljónir. Þar af voru útsvör 57,2%, fasteignagjöld 15,4%, framlög ríkissjóðs 14,8%, aðstöðugjöld 6,8% og vextir og fleira 5,5%. Af þessum tekjum fór 46,1 mill- jón í rekstur bæjarins og stofnana hans, en 12,3 milljónum var varið til framkvæmda. Ríkisframlög og gatnagerðargjöld að upþhæð um 11 milljónir bættust svo við fram- kvæmdaféð, þannig að samtals varð það 23,3 milljónir. Stærstu útgjaldaliðirnir í rekstrinum voru félagsmál með 13,1 milljón, fræðslumál 9,8 milljónir, viðhald og rekstur gatna 7 milljónir, vextir 6,6 milljónir og stjórn kaupstaðar- ins 3,1 milljón. Framkvæmdir bæjarfélagsins voru þessar hefðbundnu, við gatnagerð, viðhald gatna og ann- að því tilheyrandi, skólalóðir og leikvellir fengu sitt svo og fegrun bæjarins. Ný vatnsæð var lögð í Furugrund og unnið var við hús- byggingarog viðhald fasteigna. Félagsmálastofnun Kópavogs er framkvæmdastofnun félags- málaráðs og tómstundaráðs. Fé- lagsmálaráð fjallar um barna- og unglingavernd, dagvistarmál, húsnæðismál, aðstoð við aldraða, fjárhagsaðstoð og skyld mál. Tómstundaráð fer með stjórn æskulýðs-, íþrótta- og annarra tómstundamála. Það er tengiliður milli almennrar félagsstarfsemi í þænum og bæjarstjórnar. Á vegum félagsmálaráðs nutu 153 heimilishjálpar og eru 109 þeirra elli- og örorkulífeyrisþegar. Kaupstaðurinn á 15 íbúðir og leigir nokkrar í viðbót, sem leigðar eru skjólstæðingum Félagsmálastofn- unar. í daggæslu voru 164 börn á 84 einkaheimilum. Sjö leikvellir eru reknir í bænum og að auki 2—4 smíðavellir á sumrin. Bærinn rekur sex dagvistarheimili og var heildarkostnaður við rekstur þeirra rúmlega 4,4 milljónir, en endurgreiðslur urðu tæplega 1,17 milljónir. Vinnuskólinn er eitt umsvifa- mesta tómstundamálið. Þar voru á síðasta ári 466 unglingar, en held- ur færri í ár. Verulegur kostnaður er af skólanum, en hann fæst að hluta endurgreiddur frá ýmsum deildum bæjarins, þar sem skólinn tekur að sér verk við ýmsar fram- kvæmdir, svo sem gerð göngu- stíga, umsjón almenningsgarða og hirðingu grænu svæðanna í bænum. Önnur helstu viðfangs- efni tómstundaráðs voru skóla- garðar, siglingaklúbbur og hesta- mennska. Strætisvagnar Kópavogs eru meðal elstu stofnana bæjarins. Rekstur þeirra hófst 1. mars 1957 og hafa bæjarbúar ávallt notað þá mjög mikið. Strætisvagnarnir heyra undir Vélamiðstöð bæjarins, 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.