Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 68
leicfari Verktakastarfsemi til útflutnings Ýmsar fróðlegar upplýsingar koma fram í viðtali við Ármann Örn Ármannsson, formann Verktaka- sambands íslands, í þessu blaði. Það er ástæða til að taka undir þau orð Ármanns, að uppbygging fyrir- tækja í verktakaiðnaði hér á landi hafi verið ótrú- lega hröð og hafi tekizt mjög vel, þegar á heildina er iitið og tillit tekið til þess að þessi grein er rétt um áratugar gömul. Ef vel er á málum haldið og þá sérstaklega af hálfu opinberra aðila, sem skapa eiga skilyrði fyrir viðunandi aðstæðum í þessum rekstri, geta íslenzk verktakafyrirtæki átt bjarta framtíð fyrir höndum og fengið tækifæri til að takast á við ný og stærri verkefni en hingað til. Útflutningur á tækniþekkingu og vinnu á þessu sviði er þegar orð- inn staðreynd þó að í litlum mæli sé ennþá. Ármann Örn skýrir svo frá, að víða erlendis starfi viðkom- andi opinberir aðilar markvisst með einkafyrir- tækjum í því augnamiði að þau geti haslað sér völl á erlendum mörkuðum í samkeppni við verktaka frá öðrurn löndum. Hér sé tónninn nokkuð annar og jákvæðustu viðbrögð sem vænta megi sé algjört skeytingarleysi. í greinargerð um þróun byggingariðnaðar, sem Rannsóknarráð ríkisins birti nýlega er sérstaklega fjallað um innlendar orkuframkvæmdir, þar sem íslenzkir verktakar hafa kornið meir og meir við sögu og búa nú yfir yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu á því sérsviði. í greinargerðinni segirsvo: „í orkuframkvæmdum er hins vegar um mjög stór og fjárfrek verkefni að ræða, oft mjög flókin í framkvæmd sem krefjast fullkominnar, tæknilegrar og faglegrar yfirstjórnunar mikils mannafla og verklegrar aðstöðu fyrir hvert einstakt verkefni. Byggingariðnaður í tengslum við orkuframkvæmd- ir hefur því tekið á sig töluvert annað snið heldur en hinn hefðbundni húsbyggingariðnaður þótt hand- brögðin verði einatt hin sömu þegar öllu er á botn- inn hvolft. Stór verktakafyrirtæki hafa risið upp á seinni ár- um í sambandi við orkufrantkvæmdir. Þau hafa á að skipa þjálfuðu starfsliði bæði faglegu og stjórn- unarlega og eru þess megnug að kljást við hin stærstu viðfangsefni. Hér hefur því orðið sú ánægjulega þróun á aðeins um 10—15 árum að frá því að stór erlend verktakafyrirtæki voru allsráð- andi í íslenskum orkuframkvæmdum er nú svo komið að íslensk verktakafyrirtæki hafa tekið við framkvæmdum. Bygging Kröfluvirkjunar olli hér þáttaskilum. í fyrsta sinn í virkjanasögu landsins sáu sjálfstæð íslensk verktakafyrirtæki um alla þætti virkjunarframkvæmdanna að undanskildum jarð- borunum sem Jarðboranir ríkisins sáu um. Þrátt fyrir að hér var um mjög tæknilega flókið og erfitt verkefni að ræða, luku íslensku verktakafyrirtækin verkefnum sínum af mikilli prýði og á ótrúlega stuttum tíma. Það er athyglisvert að ekki kom til neinna málaferla né harðvítugra deilna sem svo mjög hafa einkennt viðskipti okkar við erlenda byggingaverktaka. Kemur þetta illa saman við þá vantrú á getu og hæfni innlendra verktaka sem al- geng var fyrr á árum.“ Orkuframkvæmdirnar á undanförnum árum eru skýr vitnisburður um getu hinna innlendu verk- takafyrirtækja, sem starfa af miklum myndarskap. Jafnframt hlýtur athyglin að beinast sérstaklega að verkkunnáttu á þessu sviði, þegar íslenzka verk- takastarfsemi á erlendum vettvangi ber á góma. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.