Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 5
frjáls verzlun FRJÁLS VERZLUN Sérrit um viöskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI: Sighvatur Blöndahl RITNEFND: Kjartan Stefánssori Pétur A. Maack LJÓSMYNDARAR: Jens Alexandersson LofturÁsgeirsson AUGLÝSINGASTJÓRI Sjöfn Sigurgeirsdóttir ÚTGEFANDI: Frjálst framtak hf. Tímaritiö er gefið út i samvinnu viö Verzlunarmannafélag Reykjavikur og Verzlunarráð Islands SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, simi 82300 Auglýsingasimi31661 STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviösson AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson SKRIFSTOFUSTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir MARKAÐSSTJÓRI: SigríöurHanna Sigurbjörnsdóttir SETNING, PRENTUN OG BÖKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varöandi efni og myndir Ritstjóraspjall ÁKVEÐIÐ var í upphafi síðasta árs að auka útgáfutíðni Frjálsrar verzlunar úr 6 tölublöðum á ári í 8, auk þess sem sú stefna var mörkuð, að blaðið yrði alhliða viðskipta, efnahags- mála og atvinnulífsblað, þar sem fjallað væri um þessi mál á sem breiðustum grunni, m.a. yrði lögð áhersla á aö sinna meira málefnum sjávarútvegs og iðnaðaren gert hafði verið. Ef marka má viðtökur lesenda er mikill áhugi á því, að auka enn útgáfutíðni blaösins og með hliðsjón af því hefur veriö ákveðið að auka hana í 10 tölublöð á árinu 1985. Þá er Ijóst að sú stefna aö gera blaðið meira alhliða hefur hljómgrunn meöal lesenda og verður því haldið áfram á þeirri braut. Ráöning nýs forstjóra Flugleiöa hefur sjálfsagt verið með því umtalaðasta í viðskiptalífinu á þessu nýbyrjaöa ári, en um miðjan janúar var samþykkt í stjórn félagsins, að ráða Sigurð Helgason yngri, forstöðumann Vestursvæðis, forstjóra. Ráðningu Sigurðar í þetta vandasama starf hefur víðast hvar verið fagnaö, bæði innan Flugleiða og utan, enda maöur- inn talinn mjög hæfur fagmaður, auk þess að vera lítið um- deildur. Ekki gekk þó átakalaust að ná samstöðu um ráöningu Sig- urðar í starfið því fjórir fulltrúar af níu í stjórn félagsins gerðu að tillögu sinni, að Sigurgeir Jónsson aðstoðarbankastjóri í Seðlabankanum, en hann er jafnframt annar fulltrúi ríkisins í stjórn félagsins, yrði ráðinn til starfans. Það voru Halldór H. Jónsson, Hörður Sigurgestsson, Ólafur Johnson og Sigurgeir sjálfur, sem gerðu tillögu um ráðningu Sigurgeirs í starfs forstjóra. Það voru síðan Grétar B. Kristjánsson, E. Kristinn Olsen, Kári Einarsson Kristjana Milla Thorsteinsson og Sigurður Helgason eldri, sem gerðu tillögu um ráðningu Sigurðar. Mikia athygli vakti hinn mikli þungi sem Albert Guðmunds- son fjármálaráðherra lagði á ráðningu Sigurgeirs í starf for- stjóra. Gekk hann svo langt að reyna að pína Kára Einarsson, sem er annar fulltrúi ríkisins í stjórninni til að greiða Sigurgeir atkvæði sitt. Þessi viðbrögð Alberts eru í raun forkastanleg á allan hátt. Á sama tíma og Albert mælir gegn ríkisafskiptum, auglýsir hlut ríkisins í einkafyrirtækjum, þar með talið Flug- leiðum, til sölu, leggur hann ofurkapp á að fá „kerfiskarl" ráð- inn í hið vandasama starf forstjóra Flugleiða. Frjáls verzlun fagnar ráðningu Sigurðar Helgasonar í starf forstjóra og óskar honum velfarnaðar í þessu mjög svo vanda- sama starfi eins af stærstu fyrirtækjum landsins. tANDGDcKASAl n — Sighvatur Blöndahl 378559 tí;i a u ni- 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.