Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Side 9

Frjáls verslun - 01.01.1985, Side 9
í FRÉTTUM Verður Vörumarkaðinum breytt í nýtt Hollywood? Frjáls verzlun skýrði frá því í síðasta tbl. að húseign Vörumarkaöar- ins við Ármúla væri til sölu. Meðal þeirra, sem hugleitt hafa kaup á hús- næðinu er Ólafur Lauf- dal, veitingamaður, og þá til aö innrétta það sem nýtt Hollywood, en staðurinn er nú í leigu- húsnæði og gæti Ólafur vel hugsað sér til hreyf- ings þaöan. Hann gerir sér líka manna bezt grein fyrir því tómarúmi sem skapast hefur í skemmtanalífinu á þessu svæði með því að Sigtúni var breytt í teppaverzlun nú í byrjun árs. Um 300 íslendingar sóttu byggingavörusýn- inguna í Bella Center Um 300 íslendingar munu hafa sótt stóru byggingarvörusýning- una, sem haldin var í Bella Center í Kaup- mannahöfn nú i janúar. Bendir það óneitanlega til að ekki séu allir svart- sýnir á framkvæmdir og umsvif á hinu nýbyrjaöa ári! Þarna voru einkum á ferð iðnrekendur, inn- flytjendur, verktakar og einstaka húsbyggjend- ur, sem vilja hafa allt á hreinu! Lesiö Frjálsa verzlun Kostnaður við breytingu í frystitogara um 40 milljónir Margir eru nú á fullri ferð að skoða mögu- leika á aö breyta skut- togurum i frystitogara. Talað er um að rekstrar- grundvöllur frystitogara sé mun skárri en venju- legra skuttogara á þess- um síðustu og verstu tímum útgerðar á ís- landi. Kostnaður við svona breytingar er tal- inn nema um 40 milljón- um króna. Það veldur út- geröarmönnum hins vegar miklum erfiðleik- um að fjármagna þessar breytingar, þar sem Fiskveiðasjóður lánar ekki til þeirra. 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.