Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 48
sviöi getur veriög rundvöllur undir nýjum atvinnutækifærum í þess- ari grein. Þá má nefna aðra at- vinnugrein, fiskeldi, sem við erum að kanna, m.a. i samstarfi við norska aðila. Stofnað hefur verið fyrirtækið Islandslax hf., sem hef- ur ákveðiö aö koma upp seiða- eldisstöð á Reykjanesi. Seiða- eldisstöðin verður tekin i notkun i vetur og fyrstu seiðin verða kom- in i sjógöngustærð vorið 1986. Þá er i athugun hagkvæmni þess að reisa á sama stað stóra laxeldis- stöð þar sem laxinn yrði alinn upp í slátrunarstærð á Reykjanesi, verður það fyrst og fremst með eigin seiði úr þessari stöð. Er eðlilegt að jafn stórt fyrir- tæki og Sambandið sé í jafn litlu þjóðfélagi og á íslandi? Það er nauösynlegt að hafa i huga í þessu sambandi að Sam- band íslenskra samvinnufélaga er ekki sambærilegt við ýmis önnur stórfyrirtæki á Islandi hvað uppbyggingu og eignaraðild varðar. Það eru félagsmenn kaupfélaganna sem eru hinir endanlegu eigendur Sambands- ins. Kaupfélögin eru öllum opin og þá um leið eignaraðild og möguleikar til áhrifa hjá Sam- bandinu eftir leikreglum fulltrúa- lýðræðisins sem gilda hjá Sam- vinnuhreyfingunni. Kaupfélögin og Sambandið vinna að hagsmunum eigend- anna, framleiöenda og neytenda, og allra þeirra sem taka vilja þátt í starfseminni og beita samtaka- mætti til aö ná settu marki. Þar sem allir geta orðið félags- menn og um leið tekið þátt i ákvörðunum sem láta Samvinnu- fyrirtækin þ.m.t. Sambandið, vinna að verkefnum er horfa til heilla fyrir almenning, hlýtur svar- iö við spurningu þinni aö vera jákvætt. Sambandið er ekki og verður aldrei of stórt fyrir íslenskt þjóðfélag, meðan virkt lýðræði er í Samvinnuhreyfingunni. Nýtur ekki sérstakra skattfríðinda Er eðlilegt að Sambandið njóti skattfríðinda umfram önn- ur fyrirtæki íslensk? Sambandið nýtur ekki sér- stakra skattfríðinda umfram önn- ur fyrirtæki. Sá mismunur sem er á reglum um álagningu tekju- skatts hjá samvinnufyrirtækjum og hlutafélögum á rætur sinar að rekja til mismunandi uppbygg- ingar og eðlis fyrirtækjanna. Hlutafélög njóta verulegra skattalegra ívilnana umfram samvinnufyrirtæki t.d. viö arð- greiðslur og útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Þau geta myndað skattlegt tap með greiðslu arðs, þó svo að hagnaður nægi ekki fyrir arð- greiðslunni og þá má benda á að arður af hlutabréfum er skatt- frjáls hjá einstaklingum að vissu marki. Sömuleiðis er hlutafjár- eign einstaklinga skattfrjáls að vissu marki og með útgáfu jöfn- unarhlutabréfa má í mörgum til- fellum haga málum svo að hluta- félögin sjálf verði eignaskatts- frjáls. Samvinnufélögunum er hins vegar heimilaö að endurgreiða hluta af tekjuafgangi til félags- manna í formi afsláttar af við- skiptum, áður en tekjuskattur er reiknaður. Þetta er nú allt og sumt og að öðru leyti gilda allar sömu reglur um beina og óbeina skatta hlutafélaga og samvinnu- félaga. Sé allt tekið saman, skattívilnanir hlutafélaga og end- urgreiðsla tekjuafgangs til fé- lagsmanna samvinnufélaganna, er spurning hvort hlutafélög búi ekki við verulega betri skilyrði skattalega sé, einkum eftir aö skattalögunum var breytt á sið- asta ári. Samvinnufélögin greiða a.m.k. ekki minni skatta en hlutafélög, enda eðlilegt að fyrirtæki í sama atvinnurekstri greiði sambæri- lega skatta þegar allt er til tekið. Á viðskiptalegum grunni Stóö Sambandið eðlilega að hinu svokallaða „kaffimáli"? „Kaffimálið" svokallaða er dæmi hvernig ástatt er á sviði upplýsinga og fréttaflutnings i landinu, þegar ákveðnir fjölmiðlar virðast leggja meiri áherslu á að búa til hneyksli og sakamál, byggð á órökstuddum fullyrðing- um og hálfsögðum staðreyndum, heldur en að segja hlutlægt frá niðurstöðum mála er þær liggja fyrir. Viðskipti Sambandsins og Kaffibrennslu Akureyrar og end- urgreiðslur Sambandsins vegna kaffikaupanna voru á viðskipta- legum grunni byggðar. Það sem var óvenjulegt viö þessi mál var skyndileg hækkun afsláttar af kaffikaupum frá Brasilíu um 1980 og næstu ár þar á eftir sem svo leiddu til þess að ný tilhögun var ákveðin á þessum viöskiptum frá 1981 og síðar var ákveðið að Sambandið endurgreiddi Kaffi- brennslunni afslætti umfram ákveðin umboðslaun, fyrir áriö 1979 og 1980. Allar tekjur komu til skattlagn- ingar og full skil á gjaldeyri voru gerð vegna þessara viðskipta. Neikvæö umfjöllun í fjölmiðlum Beið Sambandið álitshnekki með tilkomu þessa máls? Sú neikvæða umfjöllun sem málið fékk yfirleitt í fjölmiðlum hefur eflaust haft áhrif á ein- hverja þá er láta uppsláttarfréttir og stórfyrirsagnir blaðanna ráða sínum skoðunum. Sambandið leggur áherslu á að þeirri rannsókn sem nú stend- ur yfir Ijúki fljótt þannig að endan- leg niðurstaða fáist í málið og þá mun koma í Ijós hvort æsifrétta- mennska fjölmiðlanna átti við rök að styöjast. Áhersla á markaðsstarfsemi erlendis Hvað hugsar Sambandiö sér með uppbyggingu einstakra deilda fyrirtækisins í framhaldi af skipulagsbreytingum er gerð- arvoruás.l.ári? Ég geri ráð fyrir þvi að þú eigir hér við rekstrardeildirnar sex. Minnstar breytingar urðu á af- urðasöludeildunum. Sjávaraf- urðadeild mun áfram fyrst og fremst vinna að sölu og mark- aðsöflun fyrir þá framleiðendur er hún starfarfyrir. Mikil áhersla er lögð á vöru- 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.