Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 49
vöndun og áframhaldandi vöru- þróun enda stefnt að auknu verö- mæti afurðanna með því aö fram- leiða gæðavöru er uppfyllir kröfur þeirra markaða er hæst verð geta boðið. Búvörudeild mun áfram annast umboðssölu og útflutning á kjöti. Til að mæta minnkandi útflutningi og til að efla markaöinn innan- lands fyrir kjötvörur, veröur aukin áhersla lögð á kjötvinnslu ýmis konarfyririnnlendan markaö. Iðnaðardeild mun leggja aukna áherslu á markaðsstarfsemi er- lendis, enda er efling bæði ullar og skinnaiönaðarins undir þvi komin að vel takist til á þessu sviði. Þetta á ekki síst við þegar fyrir- hugað er að auka fullvinnslu og vaxandi hluti heildarframleiðsl- unnar verður t.d. tilbúinn fatnað- ur. Góður árangur á þessu sviði krefst haldgóðar þekkingar á markaðinum og nánu samstarfi við hönnun og framleiðslu. Stofnun nýs sölufyrirtækis Sambandsins i New York á síð- asta ári, Samband Industries Inc., er skref i þessa átt enda Bandarikjamarkaður að miklu leyti óplægður akur fyrir þessar vörur okkar. Búnaöardeild er fyrst og fremst byggð upp með það i huga að veita landbúnaðinum sem at- vinnugrein góða og hagkvæma þjónustu og ná fram á þvi sviði ákveðinni sérþekkingu i sam- ræmi við þarfir markaðarins. Verslunardeild er ætlað veiga- mikið hlutverk í dagvöru- og sér- vöruverslun Samvinnuhreyfing- arinnar. Hún hefur verð byggð upp til að geta boðið betri og full- komnari þjónustu og markmiðið er að nýta sem best kosti sam- vinnustarfsins, ná fram aukinni hagkvæmni í rekstrinum og hagkvæmara vöruverði til neyt- enda. Verslunardeild mun beita sér fyrir auknu og bættu sam- starfi innan Samvinnuhreyfingar- innar til að ná þessu markmiði. Flutningar til og frá landinu eru þýðingarmikill þáttur verðmynd- unar i verslunarstarfseminni bæöi hvað snertir inn- og útflutn- ingsverslun. Skipadeild Sam- bandsins gegnir því hlutverki að reka hagkvæmt flutningakerfi er tryggi nauðsynlega samkeppni og aðhald i verðmyndun á flutn- ingamarkaði. Það eru þó ekki aðeins flutningar yfir hafið sem máli skipta, heldur öll flutnings- leiðin frá framleiöenda til neyt- enda. Það er stefna Sambands- ins að tryggja i samstarfi við kaupfélögin og aðra viðskipta- vini, hagkvæmustu flutnings- og dreifileiðir vörunnar til neytenda og þvi má búast við að verkefni þess á sviði flutninga verði i vax- andi mæli almenn flutningaþjón- usta innanlands og utan, þar sem siglingar munu þó áfram gegna mikilvægu hlutverki. Nýta þekkingu í þágu atvinnurekstrarins Hvernig sérð þú Sambandiö í framtíöinni í íslensku þjóöfé- lagi? Vegna eðlis Samvinnuhreyf- ingarinnar og þeirra möguleika er hún hefur til að leysa af hendi stór og vandasöm verkefni og á meðan fyrirtæki samvinnumanna halda áfram að ná árangri í þvi að tryggja og bæta hag félagsmann- anna, þá tel ég að Sambandið og Samvinnuhreyfingin muni áfram hafa miklu hlutverki að gegna í islensku þjóðfélagi. Þetta á bæði við um þau verk- efni er Sambandið vinnur nú að en ekki síður varðandi þróun og uppbyggingu nýrra atvinnugreina i landinu. Sambandið leggur áherslu á að nýta i þágu atvinnu- rekstrarins þá bestu þekkingu, hagkvæmni og tækni sem fáan- leg er og það vinnur markvisst aö þróun og nýsköpun i islensku at- vinnu- og efnahagslifi i framtið- inni. frjáls verz/un Áskriftarsíminn er 82300 og 82302 frjáls verzlun 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.