Frjáls verslun - 01.02.1985, Side 22
Menn eiga að standa
og falla með fjárfestingum
— segir Ágúst Einarsson hjá LÍÚ
„TEKJUR útgerðarinnar
ákvarðast af tveimur þáttum,
sem eru afiabrögð og fiskverð
og fiskveröið ákvarðast af gengi
og af markaðsverði á hverjum
tíma. Til þess að bæta afkomu
útgerðarinnar er tvennt til; aö
hækka tekjur hennar eða lækka
gjöldin," sagði Ágúst Einarsson,
viöskiptafræðingur hjá Lands-
sambandi íslenskra útvegs-
manna, í samtali við Frjálsa
verzlun, þegar hann var beöinn
um aö svara spurningunni:
Hvernig á að leysa vanda út-
gerðarinnar?
Gengisbreytingarekki jafn
jákvæðarog áður
„Hvað tekjurnar varðar, þá eru
þar þrír þættir sem íslendingar
hafa áhrif á, en það eru gengi
krónunnar, einhver áhrif á mark-
aðsverð og aflamagn. Gengið er
eina atriðiö, sem við getum ráð-
stafað til hagsbóta fyrir fisk-
vinnsluna. Hins vegar hafa geng-
isbreytingar ekki sömu jákvæðu
áhrifin fyrir afkomu útgerðarinnar
og áður var því allar fjárskuld-
bindingar útgerðarinnar eru í er-
lendri mynt og rekstrarkostnað-
urinn er að stórum hluta ákveðinn
af genginu. Eins og þetta hefur
verið, þá hafa laun fylgt visitölu og
i kjölfar síðustu launahækkunar
var gengið fellt. Gengisbreyting-
arnar hafa afskaplega takmörkuð
jákvæö áhrif fyrir útgerðina.
Gengisbreytingar miðað viö nú-
verandi stöðu hjálpa útgeröinni
ekki nema að litlu leyti. Fræðilega
séð gætu gengisfellingar komið
sér vel, — ef hægt væri að koma i
veg fyrir launahækkanir i kjölfar
gengisfellingar. En þessi leið er
óframkvæmanleg miðaö við nú-
verandi ástand í þjóðfélaginu,"
sagði Ágúst.
Ríkisstyrkir tæplega 40% í
Noregi
„Aflabrögð eru óbreytt stærð
um þessar mundir. Til þess að
auka tekjur útgerðarinnar þarf
utanaðkomandi fjármagn. Pers-
ónulega er ég á móti rikisstyrkj-
Ágúst Einarsson.
um i hvaða mynd sem þeir eru, en
viö verðum að lita í kringum okkur
og sjá hvað samkeppnisaðilar
okkar eru að gera. Ef Noregur er
nefndur sem dæmi, þá eru rikis-
styrkir þar tæplega 40% af öllu
þvi hráefnisverði sem fæst fyrir
aflann. Samsvarandi rikisstyrkur
til islenskrar útgerðar væri um 4
milljarðar króna. Þá má ennfrem-
ur geta þess að um 30% af fjár-
lögum Færeyinga fara til sjávar-
útvegsins, að mestu leyti sem
uppbót á fiskverð. Það er erfitt að
berja hausnum við steininn þegar
helstu keppinautar okkar styrkja
sinn sjávarútveg. Þó rikisstyrkir
séu af hinu vonda, þá verður
maður að skoða þetta út frá
þessum staðreyndum. Hins veg-
ar eru hvorki til peningar né vilji til
þess að standa svona að málum
hérá landi,“ sagði Ágúst.
Niðurgreiðslur gagnrýndar
„Önnur leið til að bæta hag út-
gerðarinnarerað lækka kostnað-
inn. Við bjuggum við niðurgreiðsl-
ur á oliu á árunum 1972 til 1974 á
timum fyrri oliukreppunnar og
einnig var olia greidd niður frá
hausti 1982 og fram á árið 1983.
Þessar niðurgreiðslur voru fjár-
magnaðar með útflutningsgjaldi á
sjávarafurðir. Þetta vakti mikla
gremju hjá útvegsmönnum, þvi
þeir greiddu i samræmi við það
sem þeir öfluðu, en ekki i sam-
ræmi viö það sem þeir eyddu. Það
væri hugsanlegt að þessar gagn-
rýnisraddir myndu ekki heyrast ef
þessar niðurgreiöslur kæmi beint
frá rikinu, en ekki frá sjávarútveg-
inum, eins og fyrri niðurgreiðslur.
Hins vegar er afleitt að þurfa að
greiða niður kostnað útgerðar-
innar, en þó er hugsanlegt að við
séum komnir á það stig að við
þurfum að gripa til slikra ráða og
þá er nærtækast að lækka kostn-
aðarhliöina," sagði Ágúst.
Rekstrarafkoman mjög léleg
„Vandinn i dag er tviþættur.
Gifurleg greiðslubyrði útvegs-
ins, sem rekja má til áranna 1980
til 1983, en þá var afkoma útgerð-
arinnar mjög slæm, þó aflabrögð
hafi verið mjög góö. Þá myndaðist
gifurlegur skuldahali. Þessi
skuldahali er mjög íþyngjandi, þó
22