Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1985, Page 52

Frjáls verslun - 01.02.1985, Page 52
þeim. Þar er ótrúleg skriffinnska sem hefur aðeins aukin fjárútlán í för með sér. Hins vegar eru það ákveðnir skattar sem lagðir eru á fyrirtæki, sem nauðsynlegt er að lækka. Það eru sem sagt ein- staka atriði sem eru gagnrýni- verð, en þegar á heildina er litið er andrúmsloftið nokkuð gott, sem gerir okkur samkeppnisfær á erlendum mörkuöum. Hvað með aukna samvinnu Norðurlandaþjóða. Þú hefur verið mikill talsmaður þess og ert í forsvari hóps at- vinnurekenda sem vinnur að nánari samvinnu? „Samvinna getur aldrei gert annað en að leiða af sér góða hluti. Þvi hef ég alla tið verið tals- maður hennar. Fjölmargir hafa verið þeirrar skoðunar, að auka þurfti norræna samvinnu á sviði atvinnurekstrar. Þessir sömu menn hafa hins vegar ekki verið alltof sannfærðir um aö hægt væri aö koma á slíkri samvinnu. Því hefur þetta reynst talsvert erfitt verk aö vinna. Auk þess sem sjónarmiðin eru að sjálf- sögðu mjög mismunandi. Það verður hins vegar að reyna til hlýtar. Öðru visi fæst ekki úr þvi skorið hvort hægt er að koma á slikri samvínnu. Afturhaldsstefna hefur aldrei skilað árangri og mun ekki gera frekari i þessu efni. Eftir að hafa haldið nokkra fundi um málið er ég ekki i nokkrum vafa um að hægt er að ná ákveönum jákvæðum fram. Þaö tekur hins vegar tima. Það er ekki hægt að neyöa fyrirtækin til samvinnu. Þau verða að hafa trú á þvi, að samvinnan skili þeim árangri og hafi góð áhrif á efnahagslifiö i heild sinni. Þvi verður meginverk- efnið aö skapa slikt andrúmsloft á komandi árum. Af þáttum sem æskilegt væri að koma aukinni samvinnu á um gæti ég nefnt. samskipti og flutninga sem eru gríðarlega stór þáttur i atvinnulíf- inu i dag. Þá má nefna viðskipta- hömlur, sem þarf aö ryðja úr vegi. Það þarf að uppræta það sjónar- mið aö líta hverjir á aðra sem út- lendinga. Mikið verk er þvi fyrir höndum. Hins vegar hefur það jákvæða gerst, að stjórnmála- menn eru mun jákvæðari fyrir þessum hlutum en áður hefur verið". Þú hefur ekki síöur veriö talsmaöur aukinnar sam- vinnu iönfyrirtækja í vestur- Evrópu og er í forsæti hóps helstu iðnjöfra álfunnar. Hvaö geturðu sagt okkur um þau mál? „Það á í raun ekki að lita á Norðurlöndin sem einangrað fyr- irbæri, heldur á að auka sam- vinnu þjóða i miklum almennt. Slikt skilar árangri. Það var tekin ákvörðun 1983 um að koma á fót hópi forvigismanna helstu iðnfyr- irtækja Vestur-Evrópu til að reyna að koma á nánari sam- vinnu. Iðnfyrirtækja á Norður- löndum hafa einfaldlega ekki nauðsynlegt frelsi til að athafa sig á markaði í Evrópu. Því er nauðsynlegt aö ryðja ýmsum hömlum á viðskiptum úr vegi. Við erum flestir svo ósköp litlir, að ekki er hlustað á okkur eina sér. Því verður meira tekið tillit til okk- ar eftir þvi sem samstaöan verð- ur meiri. Á þessum fundum for- vigsmanna iðnfyrirtækja í Evrópu hefur þegar náöst ákveðinn árangur sem á eftir aö skila sér i framtíðinni. Tveir hlutir eru stað- reynd. Okkur hefur tekist að koma á sameiginlegum fjár- magnsmarkaði i Evrópu, sem er að vísu lítill ennþá en á örugglega eftir að stækka verulega í fram- tíðinni. Þá er þess ekki langt að bíða að komið verði á fót mörkuð- um í einstökum löndum, þar sem fyrir hendi verður áhættufé fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þá höfum við samið skýrslu sem vakið hefur athygli um týnda hlekkinn, sem er vega- og járn- brautakerfið i Evrópu, sem er i raun löngu orðið úrelt. Ég hef trú á því að þar náist fram úrbætur i framtiðinni. Við erum siðan um þessar mundir að fjalla um stórt hagsmunamál iönfyrirtækja al- mennt, sem er menntun, samstillt góð menntun starfsmanna." Mun þetta samstarf halda áfram? „Það verður hreinlega að halda áfram. Evrópa getur ekki haldið áfram eins og ástandið er í dag. Rekstrarskilyrði iðnfyrirtækja hafa hreinlega versnað hin síðari ár. Viðskiptahömlur eru alltof miklar. Við slíkt verður ekki búið i nánustu framtíð. Framtiðarsýnin er að sjá Evrópu sem viðskiptafé- laga og samkeppnisaðila i bar- áttunni við Bandarikin og Japan, en ekki sem „deyjandi frænda“ einsognúer". Hvernig kemst þú yfir að sinna öllum þessum störfum með jafngóöum árangri og raun bervitni? „Það hefur tekist til þessa. Starf sem þetta krefst þess auð- vitað að mikillar skipulagningar. Eitt atriði er það, að ég sit yfirleitt lítið sem ekkert i stjórnun fyrir- tækja hér í Svíþjóð, eins og sumir starfsfélaga minna hjá öðrum fyr- irtækjum gera. Ég hef því lagt höfuðáherslu á að sinna málefn- um Volvo annars vegar og hins vegar auknum samskiptamálum Noröurlandanna og Evrópuþjóða, sem eru auðvitað hagsmunamál Volvo eins og annarra". Að endingu. Hvernig sérð þú f ramtíð Volvo? „Ég er bjartsýnn á framtiðina. Þaö er aöeins eitt í huga mér, það er að auka enn á hróöur fyrirtæk- isins. Við höfum gott starfsfólk, nokkuð góð rekstrarskilyrði og þvi sé ég ekki annað en að við ættum að geta staðið okkur bærilega í nánustu framtið,“ sagöi Pehr Gustaf Gyllenhamm- ar aöalforstjóri og stjórnarfor- maður Volvo að endingu. 52

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.