Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.09.1985, Blaðsíða 19
LYF Lyfjakostnaður íslendinga um einn milljarður á árinu —hlutfall innlendrar framleiðslu fer stöðugt vaxandi Texti: Jóhannes Tómasson/Myndir: Loftur Ásgeirsson. Heildarlyfjaneysla lands- manna mun á yfirstandandi ári kosta kringum einn milljarð króna. Er þar um að ræða út- söluverð í apóteki og með sölu- skatti. Er því ekki inni í þessari tölu lyfjakostnaöur á sjúkra- húsunum. Áriö 1983 voru seld hér lyf fyrir um 600 milljónir króna. Áætlaö heildarútsölu- verð lyfjanna er nánar tiltekiö um 945 milljónir króna í ár. Þar við bætist til dæmis notkun svonefndra dreypilyfja á spítöl- um sem ekki eru skráö og sala ýmissa annarra lyfja sem ekki eru talin hér með en eru í litlu mæli. Um það bil 80% lyfjanna er innflutt og 20% er innlend framleiðsla og fer hlutfall henn- ar vaxandi. Hér verður á eftir drepið á nokkur atriði lyfja- framleiðslu og innflutning og hefur efniviður m.a. verið sóttur meö samtölum við forráða- menn nokkurra fyrirtækja á þessu sviði. Nýjar kröfur Lyf hafa lengst af verið fram- leidd í apótekum hérlendis sem erlendis en á síðustu árum hefur það breyst. Sérstakar lyfjaverk- smiójur annast nú framleiðsluna að mestu leyti og eru gerðar miklar kröfur til þeirra. Það sem enn er framleitt I apótekum eru ýmsar mixtúrur og smyrsl og þá eftir fyrirmælum lækna. Segja má að vöruvöndun hafi verið erf- ið áður fyrr þegar lyfin voru fram- leidd við misjafnar aðstæöur i apótekum og ekki voru fram- kvæmdar allar þær prófanir samkvæmt ýtrustu kröfum sem gerðar eru i dag. I lögum eru lyf skilgreind sem „efni eða efnasamþönd, lifræn eða ólífræn, sem ætluð eru til lækninga, fróunar eða varnar gegn sjúkdómum eða sjúk- dómseinkennum í mönnum eða dýrum. Enn fremur efni eða efnasambönd sem notuð eru til sjúkdómsgreiningar þar með tal- in geislavirk efni, ef þau koma í eða á likama manna eða dýra.“ Efni, sem notuð eru til svæfingar eða staðdeyfingar teljast lyf svo og efni í viðurkenndum lyfja- formum sem notuð eru til getn- aðarvarna eða til þess að auka frjósemi manna eða dýra. Framleiðsla og innflutningur Hér á landi eru nú starfandi 12-13 lyfjafyrirtæki við innflutn- ing og framleiðslu. Sum fyrirtæk- in reka bæði framleiðslu og inn- flutning. Innlendu framleiðend- urnir eru Lyfjaverslun rikisins með 30 starfsmenn við fram- leiðslustörf, Stefán Thorarensen þar sem 7 starfsmenn starfa við framleiðslu, Delta sem hefur 25 starfsmenn og nokkur lyfjafram- leiðsla fer enn fram í Reykjavík- urapóteki sem nú starfar i 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.