Alþýðublaðið - 04.01.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.01.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBL ÁÐIÐ Smáveg-is. —Hundraðmannnaherdeildin svo kaílaða í Berlío, sem auðvaldið þar hafði stofnað, hefir verið leyst upp að boði stjórnarinnar. — Litvinoff hefir f R-;val sagt f viðtali við danskan biaðamann (kommúnistan Aage Jörgensen) að Rússlaad mundi gerhætta öllum viðskiftum við Danmörku, þar eð danski utanrikisraðherrann hefir látið samningana við Rússland stranda. — Lögreglan í Berlínarborg myrti f byrjun desember verka- mannaforingjann R chard Loose, sem var kommúnisti. Tveir lög- regluþjónar handtóku hann, en gáfu honum svo undir fótinn að flýja, en er hann gerði það skutu þeir á hann og særðu hann þannig að hann dó næsfa dag Svivirðingar auðvaldsins eru tak markaiausar, — Tvö ný meðöl við sárasótt (sýfilis eða fransós) eru fundin upp Er önnur aðferðin aðallega að þakka franska iækninum Louis Fournier ogköiiuð vísmút aðferðin, eftir efninu sem notað er. Hin er kend við forstjóra einn við rann sóknarstofu á elsta sárasóttarspít- aianum i París og kölluð Pomaret aðferðin. Hvorttveggja meðalið er sprautað inn í menn að aftanverðu þar sem menn hafa mesta vöðv- ana. — Danskt blað segir að söngv- arinn Carúsó hafi látið eftir sig 50 miljón króna. — Atvinnulausrafélag í Dan- mörku (D. A. O ) var í byrjun desember búíð að láta opna gasið hjá 400 atvinnulausum mönnum, sem bærinn hafði iátið loka hjá, af því þeir gátu ekki borgað gasið. — Nýja peningaseðia á nú að gefa út f Rússlandi með áitalinu 1922 og eiga þdí að gilda þaun ig, að ein rúbla sé jafnmikils virði og io.ooo af þeim gömlu. — í Danmörku eru 150 asnar. — pByltingin í Rússlandi" er skemtilegasta og fróðlegasta bók in, sem komið hefir út á sfðasta ári. [Kostar aðeins 5 krónur, 150 bls,, ágætur pappír og margar myndir. Flestir alþýðumenn þuría að eiga hana og allir að lesa hana. LAISVMZLHB er fliitt í 8ambandslsúsið á Arimrhólstúni við Ingólfsstr. Vöruverð. Það keraur sér hálf illa íyrir fólk út um land, að vita ekki hið rétta vöruverð í höfuðstaðnum MUður sér ósköpin öll af suglýs- ingum f blöðunum, að þetta og hitt hafi komið með sfðustu skips ferð, en maður sjer örsjaldan hvað það kostar. Það væri æskiiegt, að þeir, sem auglýsa vörur .hjá sér, vildu láta verðið fylgja með, það mundi borga sig fyrir þá. Fólk mundi rnikiu fremur gera pöntuo, ef verðlð væri mun lægra ea þeir ættu að venjast heima fyrir. í smá kauptúnum út um land ber lftið á iækkun sem neinu nemur, nema á kaupgjaidi; Það virðist að það geti lækkað furðu fljótt. Sje talað um við kaupmenn, af hverju ekki lækki hér eins og annarstaðar, er vana viðkvæðið: »Ekki er b tra f Reykjavfk.c Þessu gæti maður hnekt ef hægt væri að sýna svart á hvítu hvað hlutirnir kosta þar, og að iíkind um mun lægti en viða á sér stað Vissi almenningur um verð f Reykjavík á þvf sem auglýst er, mundu margir senda pantanir, og þá aukast viðskiftin, svo það mundi borga aukiun kostnað við auglýsingarnar. Stykkishólmi 9. nóv. 1921. Forvitinn, Byltingin i Rússlanði, ágæt alþýðubók. Ódýrasta bókin sem komið hefir út á árinu. — Kostar aðeins 5 kr. Ódýrar vörur Glenóra-hveitið er viðurkent bezta jólakökukveitið 0,40. Melfs hg- 0,55 x\t kg. Hreppa-hangi- kjötið stingur alt annað kjöt út af markaðinum. Vindlar með heildsöluverði. Vínber, Appelsín- ur, Epli rauð og safamikil á 90 aura. Allskonar kökukrydd, Soj- ur og sultutau á 2,50 glasið. Viking-mjólk 0,95, Súkkulaði, bæði til átu og suðu. Consum á 3,25 pr. x/2 kgr- Ýmiskonar leirvara. Þvottastell 25 krónur. Kaffistell 20 krónur. — Barna- leikföng með niðursettu verði. Jóh. 0gm. Oddsson Laugaveg 63 Sfmi 330. Von hefir allar góðar nauð- synjavön r, kemið þér þangað og takið yðar nauðsynjar nu um áramótin, byrgðir af ávöxt- um ferskum, hangikjöt, hákail, smjör ísl., skyr, gulrófur, hvltkál, kartöflur, hdsgrjón í heiidsölu og elnnig appelsínur og epli. Vlnsatsilegast. Gnnnnr Signrðsson. H.f. Verzlun Hverfisgötu 56 A. ódýrar púðurkerlingar, sólir og blys. — NB Ekiti eftir nema nokkur stykki af postulínsbolla pörunum með syltutauinu góða (, Viðgerðir á prímusum, blikk og emailleruðum áhöld- um eru best af hendi leystar á Bergstaðastræti 8. GuOjón Porbergsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólajur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. seíing á morgun

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.