Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 14
FORSIÐUGREIN
HAPPORETTISFÍKN ÍSLENDINGA:
EYÐA
SEX
MILUÖRÐUM
ÁÁRI
• 80-90 ÞÚSUND Á FJÖLSKYLDU Á ÁRI
• HAPPDRÆTTIHÁSKÓLANS MEÐ YFIRBURÐI
• LUKKUHJÓLIÐ HÆGIR Á SÉR
• SKAFMIÐAR AÐ GRANDA
SKYNDIHAPPDRÆTTUM
Það hefur stundum farið það
orð af okkur Islendingum að
við værum fram úr hófi nýj-
ungagjamir. Að við tileinkuð-
um okkur nýjungar með mjög
afgerandi hætti og að stundum
fæmm við offari fremur en
hitt. Bent hefur verið á að til-
tölulega stutt sé um liðið frá
því íslendingar fóm að komast
í álnir og í þjóðarsálinni búi sú
sterka kennd að sýna sjálfum
sér og öðmm fram á að tími
saggafullra torfkofa sé liðinn
en hin nýja öld gengin í garð.
Á þessari fíkn okkar í það að vera
fremstir í lífsgæðakapphlaupinu
kunna að vera fleiri skýringar. Ein er
tiltölulega rúmur efnahagur og önnur
sú staðreynd að í fásinni skammdeg-
isins hér á norðurhjara þyki fólki ekki
of gott að verja tiltölulega háum hluta
tekna sinna til lífsgæða af því tagi sem
mölur og ryð fá auðveldlega grandað.
Þess vegna er fólk tilbúið til að vinna
langan vinnudag og að afla tiltölulegra
hárra tekna til þess að geta eytt þeim
jafnharðan í lífsins gæði. Engin þjóð
ferðast eins mikið út fyrir landstein-
ana og við. Engin þjóð hefur væðst
eins vel myndbandstækjum, símum,
tölvum og öðrum fjarskiptatækjum og
við. Engin þjóð býr í jafn glæsilegum
húsakynnum og við. Og engin þjóð á
eins mikið af fótanuddtækjum og ís-
lendingar.
Fleiri eru freistingarnar og þær eru
einmitt til að falla fyrir þeim. Á síð-
ustu árum hefur stóraukist hvers
konar iðja þar sem menn leggja fjár-
hæðir undir í von um skjótfenginn
gróða. Happdrætti eru í þessu landi,
eins og raunar öðrum á vesturhveli
jarðar, af margvíslegu tagi og ásókn í
að halda þeim gangandi hefur stór-
aukist á síðasta áratug. Möguleikum
hefur fjölgað og í stað hefðbundinna
happdrætta til skamms tíma hefur
hellst yfir landslýð alls konar afbrigði
TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: KRISTJÁN E. EINARSSON TEIKNING: BÖÐVAR LEÓS
14