Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Qupperneq 21

Frjáls verslun - 01.08.1989, Qupperneq 21
síðustu mánuðum og kenndi hann um versnandi fjárráðum fólks og auknu framboði af öðrum happakostum. Hins vegar væri nauðsynlegt að koma reglulega fram með nýjungar og að síðar á árinu væri von á nýrri tegund kassa sem eflaust myndu þykja fýsi- legir áhugamönnum um happdrætti af slíku tagi. Varðandi samanburð á spilafikn Is- lendinga og annarra þjóða taldi Hann- es Hauksson einsýnt að fáar þjóðir í V-Evrópu eyddu jafnmiklu í spil og við en hins vegar værum við ekki hálf- drættingar á við spænskumælandi þjóðir og Bandaríkjamenn. Hann sagði vandann hér heim vera fólginn í sárlegri vöntun á nútímalegri löggjöf um happdrætti og minnti á að mjög sterk löggjöf hefði verið sett um þessi efni t.d. í Finnlandi og Noregi. Varðandi spilakassana vaknar aftur sú spuming hvers vegna 85% inn- kominna tekna í þá skila sér ekki til Rauða krossins. Alkunna er að þeir sem spila í slíkum kössum hætta venjulega ekki fyrr en allir smápen- ingar þeirra eru gegnir til þurrðar. Að sögn eins aðila sem rekur spilasal, er það fátítt að fólk gangi út með digra sjóði úr slíkum kössum enda sé mark- mið fólks að skemmta sér við spilaiðj- una en ekki að afla tekna. Og hvert renna þá þær 850 milljónir króna sem ekki skila sér til Rauða krossins? Hannes Hauksson sagði að af þeim 15% sem Rauði krossinn fengi í sinn hlut þyrfti að borga fyrir staðsetningu kassanna í verslunum eða spilasölum auk þess sem annað eins færi til reksturs þeirra og viðhalds. 85% inn- kominna tekna rynnu til þeirra sem spiluðu og því væri vinningshlutfallið það hæsta sem tíðkaðist í happdrætt- um á íslandi. Fleiri spumingar vakna um rekstur þessara spilakassa. Að sögn lögfræð- ings sem við ræddum við era engar heimildir í lögum og vitað er að ýmis önnur samtök sem búa við löggjöf um happdrætti eru óhress með þá sér- stöðu sem Rauði krossinn óneitan- lega hefur á markaðnum. Á hinn bóg- inn er á það að h'ta að þessir sömu aðilar kvarta jafnframt undan því að óstjóm ríki varðandi leyfisveitingar og að allt of margir séu að slást um Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá fslenskri Getspá má vera ánægður með hlut lottósins, en fyrirtækið velti yfir 750 milljónum á síðasta ári. sömu aurana hjá almenningi með sams konar aðferðum. NÆR 100.000 Á FJÖLSKYLDU Við höfum hér á undan varpað ljósi á íslenska happdrættis- markaðinn og það virðist greinilegt af viðbrögðum þeirra sem við ræddum við að hann er stærri en menn hafa al mennt áttað sig á. Þess ber þó að geta að margir óvissu- þættir eru í þessum tölum þar sem skyndihappdrætti þurfa ekki að skila inn uppgjöri eftir að niðurstaða er fengin. Að mati Frjálsrar verslunar má vera Líknar- samtök sem treyst hafa á fjár- öflun með sölu happ- drættisvinninga standa frammi fyrir verulegum vanda. Þessi fjáröflunar- leið gerist æ torsóttari og má nefna að í síðasta happdrætti Sjálfs- bjargar seldust aðeins um 18% óhætt að fullyrða að á ár- inu 1988 hafi landsmenn var- ið um 5 milljörðum króna í happdrætti af margs konar tagi. Þá er ekki reiknað með þeim fjármunum sem menn verja í bingó, hlutaveltur á lokuðum skemmtunum eða þau ólög- legu íjárhættuspil sem sannarlega hafa tíðkast hin síðari ár. Eins og áður hefur komið fram era miðanna. reikningsár íslenskra happdrætta mismunandi og fylgja ekki alltaf al- manaksárinu. Ef miðað er við hækk- un byggingavísitölu á síðustu 12 mán- uðum má reikna ofangreindar tölur fram til ársins 1989-90 og bæta ríflega 25% ofan á heildar- upphæðina. Þá hafa lands- menn varið um 6.2 mil- ljörðum króna í happ- drætti af alls konar tagi. Áfram er hægt að reikna. Miðað við fjölda landsmanna kemur í ljós að þetta þýðir að hvert mannsbam eyðir ár- lega um 25.000 krón- um til þess ama sem þýðir að hver fjölskylda ver hátt í 100.000 krón- um til kaupa á happdrætt- ismiðum á ári hverju. Þetta er sannarlega stór upphæð og á það má auðvitað minna að margir þeirra sem spila fá sitt framlag að ein- hverju leyti til baka. Það er augljóst að íslenskur happ- drættismarkaður stendur á tímamót- um. Þróun síðustu 3ja ára hefur því miður verið sú að allt of margir hafa 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.