Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 33

Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 33
TOLVUR GETUM BOÐIÐ HEILDARLAUSN INNLIT TIL EINARS J. SKÚLASONAR HF. EN FYRIRTÆKIÐ HEFUR Á SÍÐUSTU ÁRUM GENGIÐ í ENDURNÝJUN LÍFDAGA OG ER NÚ Ein ÖFLUGASTA RÁÐGJAFAR- OG TÖLVUFYRIRTÆKILANDSINS Kristján Auðunsson framkvæmdastjóri Einars J. Skúlasonar hf. Á síðustu árum hafa íslensk fyrirtæki stigið stóra skrefið inn í framtíðina með gífurlegum fjárfestingum í tölvubúnaði hvers konar. Einstaklingar hafa ekki látið sinn hlut eftir liggja og einmenningstölvur eru orðn- ar eitt af heimilstækjum flestra fjölskyldna í landinu. Milljörð- um króna hefur verið varið í fjár- festingar af þessu tagi og um- svifamiklir þjónustuaðilar hasl- að sér völl vegna sölu og viðhalds þessara tækja. Fyrirtækið EinarJ. Skúlasonhf. er gamalt í hettunni en ótvírætt má þó fullyrða að það hafi á allra síðustu ár- um gengið í endurnýjun lífdaga sinna. Þrátt fyrir að hálf öld sé nú liðin frá því fyrirtækið hóf sölu á hvers konar skrifstofubúnaði, er engin ellimerki á því að finna því stjórnendum þess hef- ur á þessum áratug tekist að auka vöxt þess og viðgang svo athygli hef- ur vakið. Má nefna að í lista Frjálsrar verslunar yfir 100 stærstu fyrirtæki landsins árið 1987 kemur fram að veltuaukning Einars J. Skúlasonar hf. frá árinu á undan varð 164% en aðeins eitt fyrirtæki í landinu hafði sýnt meiri aukningu á því ári. Eigendur fyrirtækisins í dag eru fjórir: Helgi Þór Guðmundsson, sem jafnframt er stjórnarformaður, Bjami B. Ásgeirsson fjármálastjóri, Olgeir Kristjánsson deildarstjóri hugbúnað- ardeildar og Kristján Auðunsson framkvæmdastjóri, en hann er í spjalli við Fijálsa verslun að þessu sinni. Við spurðum Kristján fyrst hver væri hans skýring á þeirri miklu velgengni sem fyrirtækið hefði átt að fagna á síðustu árum. FRÁBÆRT STARFSFÓLK „Það var í lok síðasta áratugar sem við ákváðum að breyta þessu fyrir- tæki úr hefðbundnu skrifstofuvélafyr- irtæki í tölvufyrirtæki. Við gerðum okkur ljósa grein fyrir þeirri byltingu sem þá var framundan varðandi tölvu- tækni og ætluðum okkur ákveðinn hlut í þeirri þróun. Fljótlega fengum við risavaxið verkefni sem reyndist prófsteinn á styrkleika nútíma tölvufyrirtækis af því tagi sem við vildum vera. Þar var um að ræða uppsetningu á beinlínuaf- greiðslukerfi banka og sparisjóða, en samningur við Reiknistofu bankanna um uppsetningu þess kerfis var und- irritaður 8. febrúar 1984. Fyrsta úti- búið var tengt haustið 1985 og þá fór í hönd mikill annatími hjá okkar starfs- mönnum. í dag eru um 130 afgreiðsl- ustaðir væddir Kienzle-kerfinu og jaðartæki eru orðin 2300 talsins. Þetta verkefni var að okkar viti vel af hendi leyst og það hygg ég vera samdóma álit þeirra sem til þekkja. Bankaverkehúð leiddi til þess að við TEXTI: VALPÖR HLÖÐVERSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSS0N 33

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.