Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 55

Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 55
ingar. Þau mistök sem á eftir að gera í laxeldinu verða dýr fyrir unga at- vinnugrein sem kemur að öllum lík- indum til með að hafa minni áhrif í hagkerfinu en áður var talið. Ef tekið er á málefnum þessarar vanþróuðu atvinnugreinar af skynsemi og for- sjálni samfara breyttu viðhorfi fjár- mögnunaraðila og með eljusemi rekstraraðila jafnt í markaðsmálum, framsetningu og framleiðslu, mun at- vinnugreinin ná að þróast, leggja sitt af mörkum í hagkerfinu og verða enn við lýði að tuttugu árum liðnum. Þýtt af Friðrik Eysteinssyni, rekstrarhagfræðingi. GUÐMUNDUR G. ÞÓRARINSSON, FORMAÐUR LANDSSAMBANDS FISKELDIS- OG HAFBEITARSTÖÐVA: ER GESTS AUGAÐ GLÖGGT? Okkur íslendingum er ævin- lega ávinningur að umræðu um þau mál sem efst eru á baugi, ef sú umræða fer fram af þekkingu og er byggð á rök- um. Ian Macfarlane er kunn- ugur fiskeldi og þekkir dálítið til á íslandi. íslendingar eiga að taka umræðu hans vel og halda henni áfram. Þar með er ég ekki að taka undir hans sjónarmið. ÖRFÁAR ATHUGASEMDIR 1. Vandamál Norðmanna í skjól- góðum og hálflokuðum fjörðum eru vaxandi; sjúkdómar og mengun. Því snýst umræðan í Noregi nú í vaxandi mæli um eldi á landi. 2. Macfarlane tekur allt of djúpt í árinni, varðandi kvíaeldi á Islandi. Dæmi: ISNO hefur rekið kvíaeldi um árabil með góðum árangri og er nú að „færa út kvíamar“, t.d. til Vestmannaeyja. Hitt er rétt að þar sem sjór er heitastur við Suðurland er skjól minnst. Þar sem skjól er mest í fjörðum er sjór kaldari og meiri hætta á undirkælingu. Mac- farlane gleymir möguleikanum á fareldi, þ.e. samspili landeldis og kvíaeldis, sem kann að vera mjög vænlegur kostur. 3. Stóru landstöðvarnar á ís- landi eru byggðar að frumkvæði Guðmundur G. Þórarinsson. Norðmanna sem hafa mesta reynsluþjóðaílaxeldi, sbr. íslands- lax og Lindalax. í þeim tilvikum kemur féð og í miklum mæli frá Noregi, eða Norðmönnum. 4. Þróun landstöðva hefur orðið mikil á íslandi á sl. 5 árum. Kostir landeldis eru meðal annars: a. Unnt er að stýra eldisþátt- um s.s. hitastigi, seltustigi, straumhraða, súrefnismagni o.s.frv. b. Unnt er að stýra umhverf- isþáttum. c. Unnt er að bjóða stöðugt á markað lax af ýmsum stærðum og gæðum. d. Dauði er minni en í kvía- eldi. e. Unnt er að stýra fóður- notkun nákvæmar. 5. Nýjustu niðurstöður, sbr. Aqua-Nor í Þrándheimi, eru þær að unnt sé að framleiða tvisvar til þrisvar sinnum meira af laxi í lands- töðvum en áður var ætlað. Þetta gjörbreytir hagkvæmni landstöðva. Á ráðstefnu í Þrándheimi nýlega var samdóma álit fulltrúa hinna ýmsu þjóða að íslendingar væru lengst komnir allra þjóða í þróun landstöðva. 6. Margt er rétt í því sem fram kemur hjá Macfarlane um fjár- mögnun framkvæmda og rekstrar sbr. verð o.fl. Það rek ég ekki hér en vísa til greina minna um þau efni. Þau mál hér eru ótrúlegt rugl og ekkert í samræmi við þau afurða- lánakerfi sem keppinautar okkar hafa byggt upp. 7. Fiskeldi er mjög vaxandi grein. Fiskurinn er að verða hús- dýr. íslendingar hafa gríðarlega möguleika á þessu sviði, sbr. gott ferskt vatn, hreinan sjó, gott um- hverfi, mögulega fóðurframleiðslu, jarðhita og raforku. íslendingar hafa ekki efni á að dragast aftur úr í þessari grein.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.