Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 5
RITSTJÓRNARGREIN MENN ÁRSINS ÚR SJÁVARÚTVEGI Frjáls verslun og Stöð 2 gangast nú öðru sinni fyrir vali á mönnum ársins í atvinnulífinu á Islandi. Að þessu sinni hafa ungir athafnamenn úr sjávar- útvegi orðið fyrir valinu. Hér er um að ræða eigendur Samherja hf. á Akureyri, sem hófu glæsilegan feril sinn fyrir sex árum með tvær hendur tómar og hafa á þeim tíma byggt upp öflugt og glæsilegt útgerðarfyrir- tæki sem rekur 5 togara sem flestir geta unnið aflann um borð. Fyrirtækið hafa þeir rekið með hagnaði allan tímann. Arið 1989 er metár í umsvifum þeirra, en heildartekjur á árinu nema um 1100 milljónum króna. Mörg fyrirtæki eru öflug og vel rekin í íslenskum sjávarútvegi, en því miður er sjaldnar á þau minnst en hin sem stöðugt lepja dauðann úr skel og eru sífelld viðfangsefni stjórnmálamanna og forsjársjóða sem virðast ekki mega til þess hugsa að vonlaus og illa rekin fyrirtæki verði gjaldþrota. Við skulum ekki gleyma því að hið kröfuharða ís- lenska velferðarþjóðfélag hvílir að miklu leyti á sjáv- arútvegi og þeirri verðmætasköpun sem hann leggur okkur til. Það er okkur því ánægjuefni að beina þessari viðurkenningu til dugmikilla ungra manna í útgerð sem hafa sýnt hvað er hægt að gera í íslenskum sjávar- útvegi þegar vel er að verki staðið. VERÐA ÁRAMÓTASKAUPIN ÓPÖRF? Flestir Islendingar líta á áramótaskaup sjónvarps- ins á gamlárskvöld sem óhjákvæmilegan hluta hinna hátíðlegu áramóta þar sem þjóðin hefur horft á líðandi stund í spéspegli ársins. Athyglinni hefur jafnan verið beint talsvert að stjórnmálamönnum. Nú er svo komið að velta má því fyrir sér, hvort áramótaskaupið sé ekki að verða óþarft í ljósi þess að stjórnmál á Islandi hafa í seinni tíð leiðst út í að vera eitt samfellt áramótaskaup allt árið. Lítum á örstutta blaðagrein eftir Magnús Óskarsson borgarlögmann: „Nú gengur það glatt. Við höfúm ráðherra án ráðu- neytis, aðstoðarmann án ráðherra og Borgaraflokkinn eins og líkfylgd án líks. Svo höfum við Stefán Valgeirs- son sem gert hefur skrítluna um Flokk mannsins að alvöru. Við bætist handhafi forsetavalds, sem fyrir ári í nýjum 200 þúsund króna samkvæmiskjólum, fyrir lánsfé frá sjálfri sér, brá fæti fyrir annan handhafa sama valds — af siðferðisástæðum. Þriðji handhafi forsetavaldsins, sjálfur forsætisráðherrann, dylgjar um útgjöld fyrirrennara síns og slapp aldrei þessu vant ekki með dylgjurnar, og stundar nú lúsaleit í gömlum nótum og kvittunum embættisins. Við skulum vona að hann rekist ekki á reikning fyrir grænar baunir.“ Tökum höndum saman um að lyfta íslenskum stjórnmáium á örlítið hærra plan á nýju ári — þannig að aftur verði þörf fyrir áramótaskaupið á sínum gamla stað! Frjáls verslun óskar lesendum sínum, viðskiptavin- um og landsmönnum öllum farsældar á árinu 1990. Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon — RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Frjálst framtak M. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300, Auglýsingasúni 31661 - RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, sími 685380 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.280 kr. (380 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 469 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar — LITGREININGAR: Prentmyndastofan M. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.