Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 19
IUTGERÐ LYKUR VINNUDEGINUM ALDREI - RÆTT VIÐ ÞORSTEIN MÁ BALDVINSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRA SAMHERJA HF. Þorsteinn Már Baldvinsson. „Mér finnst ánægjulegt og heillandi að starfa í útgerð á Is- landi. Eg tel að möguleikarnir séu miklir ef menn bera sig rétt að. Menn verða að horfast í augu við aðstæðurnar hverju sinni og vinna í samræmi við þær. Það er nauðsynlegt að gera sér ljóst hvaða leikreglur gilda, hvað menn hafa í höndunum og hvað þarf að koma til. Og svo er að vinna í samræmi við það. Sá vandi, sem oft er talað um í út- gerð á íslandi, felst m.a. í því að menn vilja ekki horfast í augu við raunveruleikann. Ymsir að- ilar ætla sér aldrei að borga reikningana. Byggðastefnan er komin út í algjör- ar öfgar. Umtal landsbyggðarinnar um Stór-Reykjavíkursvæðið er órétt- mætt. Atvinnutryggingarsjóður og Hlutafjársjóður hafa fært byggða- stefnuna að nýju á stórhættulegt stig. Það eru ekki gerðar kröfur um að menn reki fyrirtækin sómasamlega því í nafni byggðarstefnu er tekin ábyrgð á öllu, hversu vitlaust sem það er. Vonlausum fyrirtækjum er ekki leyft að fara á hausinn, þó þau séu það raunverulega, ef þau eru staðsett á tilteknum stöðum út á landi. Sauðár- krókur er eitt dæmið um vinnubrögð Byggðastofnunar. Hún hjálpaði þeim til að fá tvö skip frá Suðumesjum í skiptum fyrir eitt til þess að afla hrá- efnis fyrir Sauðárkrók. En þessi skip hafa landað miklu annars staðar og siglt með aflann, en samt hafa Sauð- kræklingar nægt hráefni. Þannig falla rökin fyrir aðstoð við þá. Fyrirtækin höfðu ekki þörf fyrir skipin og ekkert íjárhagslegt bolmagn til að kaupa þau, en kaupa þau samt og fá til þess að- stoð í nafni byggðastefnu. Auðvitað getur maður ekkert ýtt frá sér þeirri hugsun að svona aðilar ætli sér ekki að borga reikningana að lokum og treysti á áframhaldandi forsjá hins op- inbera. Ég nefni Sauðárkrók einungis vegna þess að hann er dæmi um það hve vinnubrögðin eru ófagleg af hálfu Byggðastofnunar. MARGT JÁKVÆTT í SJÁVARÚTVEGI En ég vil samt leggja áherslu á að það hefur margt jákvætt verið að ger- ast í íslenskum sjávarútvegi og það eru sem betur fer mjög mörg fyrir- tæki vel rekin. Það er mikill munur á milli fyrirtækjá, menn em alltaf að bæta sig og það eru alltaf möguleikar á að gera betur. Þessu er aldrei lok- ið.“ Við biðjum Þorstein Má að nefna dæmi um vel rekin fyrirtæki í sjávar- útvegi. „Það er auðvelt. Vandinn er frekar að takmarka sig, en ég skal nefna nokkur dæmi og ég tek þau þá vítt og breitt um landið af handahófi: Jökull á Raufarhöfn, Útgerðarfélag Akureyr- inga, Síldarvinnslan í Neskaupsstað, Hraðfrystihús Eskifjarðar, Hrað- frystihús Fáskrúðsfjarðar, útgerð og fiskvinnsla Kaupfélagsins á Höfn í Homafirði, mörg fyrirtæki í Vest- mannaeyjum, Grandi í Reykjavík, HB&Co. á Akranesi, Hraðfrystihús Tálknafjarðar, Norðurtanginn og Hrönn á ísafirði, Hraðfrystihúsið á Hnífsdal, Fiskvinnsla KEA á Dalvík svo ogflöldi útgerða á bátum. Ég gæti nefnt mörg önnur dæmi en læt þetta nægja. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.