Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 20
FORSIÐUGREIN Enda er það eins gott að unnt sé að nefna mörg fyrirtæki, sem eru vel rekin og ganga um þessar mundir, því ég held að þeir sem geta ekki rekið sjávarútvegsfyrirtæki núna geti það ekki frekar eftir eitt eða tvö ár. Við erum stöðugt að fara í gegnum end- urskipulagningu til hagræðingar í sjávarútveginum og menn verða að reka útgerð og fiskvinnslu eins og hver önnur fyrirtæki. Það gilda alveg sömu grundvallarlögmál í sjávarút- vegi og í öðrum viðskiptum. Menn verða að vinna faglega til að ná ár- angri. MARKAÐIR í JAFNVÆGI Ástand hefur verið gott á erlendum mörkuðum á árinu 1989. Eg hef ekki trú á að raunhæft sé að gera ráð fyrir styrkari stöðu markaðanna á næstu árum en verið hefur á árinu 1989. Það gæti jafnvel orðið nokkur bið á að við Islendingar fengjum svo hagstætt ár sem verið hefur nú. Bandaríkjamark- aður hefur verið ágætur, Evrópa góð og Asía sæmileg. Ferskfiskmarkað- imir hafa verið sterkir, mjöl-og lýsis- markaðir mjög góðir, saltfiskurinn byrjaði og endaði árið vel, rækjan í góðu jafnvægi en karftnn á Japans- markaði var lélegur framan af árinu en hefur verið að rétta við. í aðalatriðum má segja að markaðimir séu í góðu jafnvægi og væri óskandi að það ástand héldist. “ Kvótakerfið hefur verið við lýði all- an tímann, sem þeir frændur hafa stundað útgerð, þ.e. sl. 6 ár. Þeir hafa stundum verið nefndir sem dæmi um það hvað hægt sé að gera innan kvótakerfisins og segja má að þeir hafi afsannað eftirminnilega allar kenningar um að íslenskur sjávarút- vegur sé lokaður klúbbur. Þeir hafa einfaldlega aðlagað sig aðstæðum, unnið markvisst og faglega innan kerfisins og náð árangri. Á Þorsteinn Már Baldvinsson von á því að núver- andi kvótakerfi haldist óbreytt? SKIPULAG ÓHJÁKVÆMILEGT „Kvótakerfinu verður ekki kastað fyrir róða í heilu lagi. Ekki verður komist hjá því að hafa eitthvert skipu- lag á þessum málum. Fiskurinn í sjón- um er takmörkuð auðlind sem við verðum að ganga vel um. Menn geta ekkert horft fram hjá því. í fijálsri sókn verður umgengni um verðmæt- in verri og eyðslan meiri. Miklu meiri hætta er þá á verri umgengni um hrá- efnið og það er auðvitað alvarlegast. Fiskveiðar og vinnsla á íslandi verða að skila arði, og það miklum arði, því þjóðarbúið hvílir að mestu á þessari atvinnugrein og við viljum halda hér lífskjörum sem eru með þeim bestu í heimi. Kvótakerfið á að hjálpa til við að sjávarútvegurinn geti skilað þess- um mikla arði og það byggist á þeim möguleikum sem í kvótakerfinu fel- ast. Þetta er nokkuð augljóst fyrir þá sem vilja á annað borð skilja það. Með VAL Á MÖNNUM ARSINS Nefndin sem valdi menn ársins. Frá vinstri: Sig- urður Helgason, Árni Vilhjálmsson, Magnús Hreggviðsson, Erlendur Einarsson, Helgi Magnússon. Á myndina vantar Birnu Einarsdótt- ur. Frjáls verslun og Stöð 2 velja nú öðru sinni menn ársins í íslensku atvinnulífi. Útnefningar af þessu tagi eru vel þekktar erlendis svo og á öðrum sviðum þjóðlífs- ins, eins og t.d. á menn- ingarsviðinu og í íþrótt- um. Nýbreytni þessi mæltist vel fyrir í fyrra en megintilgangur Frjálsrar verslunar og Stöðvar 2 er að vekja at- hygli á því sem vel er gert í atvinnu-og við- kvótakerfinu á einnig að vera hægt að minnka íslenskan fiskiskipaflota og það á að geta gerst með þeim hætti að útgerðir kaupi skip og leggi þeim, taki þau úr umferð til að ná í kvóta. Þannig á að vera hægt að minnka flotann og veiða þann fisk sem við getum veitt á færri skipum. Það þýðir aukna hag- kvæmni, meiri arð. Ljóst er að við komumst ekki hjá því að hafa fast skipulag á þessum málum.“ Hverju vill Þorsteinn Már þakka árangur þeirra frændanna? Reksturinn á skipunum hefur verið farsæll. Við höfum verið heppnir og við höfum haft gott fólk með okkur, valinn mann í hverju rúmi. Fyrsta árið var eríitt á meðan menn voru að læra vinnubrögðin en síðan hefur gangur- inn verið góður og við höfum búið við hagnaðarrekstur allan tímann. Þá hef- ur það haft sitt að segja að samkomu- lagið milli okkar eigendanna hefur verið ákaflega gott, þannig að við höf- um getað einbeitt okkur að verkefn- um okkar. Við höfum haft ánægju af þessu og unnið mikið. í útgerð lýkur vinnudeginum aldrei ef vel á að vera og menn ætla sér að ná árangri. Ég vona að við getum haldið svona áfram eitthvað lengur, við erum enn það ungir. Verði aflabrögð þokkaleg og jafnvægi haldist á mörkuðunum trúi ég að þetta muni ganga vel hjá okkur þannig að Samherji hf. geti áfram staðið við sitt og skipin skilað miklum verðmætum á land.“ skiptalffi landsmanna og efna til jákvæðrar umræðu. Nefnd sex manna er ábyrg fyrir vali á marmi eða mönnum ársins. Nefndina skipa Ámi Vilhjálmsson prófessor í viðskipta- deild Háskóla íslands, Sigurður Helgason stjómarformaður Flugleiða hf., Erlendur Einarsson fyrrverandi forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, Birna Einar- sdóttir frá Stöð 2, Helgi Magnússon rit- stjóri Frjálsrar verslunar og Magnús Hreggviðsson stjómarformaður Frjáls framtaks hf. en hann er jafnframt formað- ur nefridarinnar. Nefndin hefur haft það að leiðarljósi í störfum sínum að stærð fyrirtækja og rekstrarform skipti ekki máli heldur ár- angur í rekstri og framkvæmd góðra hug- mynda. Fyrir það er viðurkenningin veitt. Samdóma niðurstaða nefndarinnar er 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.