Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 24
AUGLYSINGAR UMROT AISLENSKA AUGLÝSINGAMARKAÐINUM Greinarhöfundur Sighvatur Blöndahl hefur verið framkvæmdastjóri Markaðssviðs Stöðvar 2 frá árinu 1986 til 1989. Gífurlegar breytingar hafa orðið á auglýsingamarkaðinum hér á landi á undanfömum ámm. Þá alveg sér- staklega á síðustu þremur árum þegar til sögunnar komu nýir ljós- vakamiðlar, þ.e. Stöð 2 og nýjar út- varpsstöðvar. Það er ekki nóg með að miðlum hafi fjölgað heldur hefur auglýsendum og auglýsingastofum gengið misvel að fóta sig á þessu mikla svelli og ná því besta út úr markaðinum. Þótt ekki liggi fyrir end- anlegar tölur um stærð markaðarins í krónum talið á þessu ári er talið að hann muni vera í námunda við 2,5 milljarða króna og hafi því aðeins vax- ið tæplega 9% á milli ára, en hann var að verðmæti 2,3 milljarðar króna á árinu 1988. Aukningin er talsvert minna en nemur verðlagshækkunum milli ára, sem voru á bilinu 22-23%. Því er ljóst, að talsverður raunsa- mdráttur hefur orðið á árinu, sem kemur sjálfsagt fæstum á óvart miðað við það ástand, sem varir í atvinnu- og viðskiptalífi landsmanna. Ef litið er á markaðinn má segja að hann skiptist að meginstofni í eftirfar- andi einingar: Morgunblaðið, DV, önnur dagblöð og landsmálablöð, tímarit, útvarpsstöðvar og sjónvarps- stöðvar. Þegar þessar einingar eru skoðaðar kemur í ljós, að nokkur samdráttur hefur orðið hjá Morgun- blaðinu, DV og öðrum dagblöðum og landsmálablöðum. Sömu sögu er að segja af tímaritum og útvarpsstöðv- um. Hins vegar heldur Ríkissjónvarp- ið nokkum veginn sínu, en Stöð 2 er hins vegar með allnokkra aukningu milli ára. Reyndar verður að taka fram að nokkur tímarit hafa haldið sín- um auglýsingum og jafnvel aukið við sig milli ára. Auk framangreindra ein- inga eru síðan fréttabréf ýmiss konar, veggspjöld og auglýsingaspjöld á veggjum húsa og utan á t.d. strætis- vögnum. BREYTINGAR HJÁ MORGUNBLAÐINU Morgunblaðið hefur um áratuga- skeið borið höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla hvað varðar auglýsinga- magn. Hefur hlutur blaðsins verið á bilinnu 30-40% af heildinni. Það hefur svo gerst á síðustu tveimur ámm að hlutur Morgunblaðsins hefur rýmað samfara nokkrum samdrætti í auglýs- ingamagni auk tilfærslna milli miðla. Aldrei hefur þó kveðið jafn ramt að þessu eins og á árinu 1989, þegar samdráttur á auglýsingamagni Morg- unblaðsins varð liðlega 20%. Sam- drátturinn í tekjum er hins vegar eitt- hvað minni vegna hækkana á verð- skrá, en tölur liggja reyndar ekki fyrir ennþá. Fram til ársins 1986 má segja að Morgunblaðið, DV og Ríkisútvar- pið hafi setið ein að markaðinum. Aðrir voru varla marktækir. Það var síðan í ágúst árið 1986 að útvarps- stöðin Bylgjan hóf útsendingar og síð- an tveimur mánuðum síðar fór Stöð 2 í loftið. Vorið 1987 bættist svo Stjam- an í hóp nýrra miðla. Þessar breyting- ar ollu talsverðu fjaðrafoki á markað- inum. Segja má að þessi umskipti hafi haft þau áhrif fyrstu mánuðina eftir breytingarnar að auglýsendur flykkt- ust til Morgunblaðsins. Þeir vissu hreinlega ekki í hvorn fótinn þeir áttu að stíga. Þeir mátu stöðuna þannig að áhorfendur og hlustendur dreifðust það mikið að ekki væri nein trygging fyrir því að auglýsingar þeirra næðu takmarki sínu. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.