Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 50
MENNTUN Margrét S. Björnsdóttir endurmenntunarstjóri HÍ. konar endur- eða viðbótarmenntun sem tengdist þeirra starfi á umræddu tímabili. KONUR í MEIRIHLUTA Samkvæmt lauslegri könnun blaðsins kom berlega í ljós að mikill hluti þeirra, er sækja námskeið eða stunda nám í sérskól- um, eru konur. Um eða yfir 80% þeirra, sem stunda nám hjá Námsflokkum Reykjavíkur og taka þátt í námskeiðum Tómstundaskólans, eru konur. Áberandi meirihluti þeirra, er stunda nám í Öld- ungadeild MH eru konur, þeir nemendur sem eru í Skrifstofu- og ritaraskólanum eru konur og þeir, sem stunda nám í hin- um ýmsu tölvuskólum, eru í miklum meiri- hluta konur. Skýringin á þessu „kvenna- fargani" gæti að einhveiju leyti verið sú að árlega koma margar konur út á vinnu- markaðinn eftir að hafa verið heimavinn- andi á meðan þær hafa fætt og alið upp sín böm. Margar þurfa á endur- eða viðbótar- menntun að halda til að komast út á vinnu- markaðinn á ný. Auk þess luku mun færri konur en karlar prófi frá framhaldsskólum allt fram á þennan áratug svo fjöldi kvenna hefur því verið að sækja sér menntun í öldungadeildum eða sérskólum víðsvegar um landið þegar þær em komnar vel yfir tvítugt. Mörg námskeið hafa verið haldin á vegum Iðntæknistofnunar fyrir ófaglærða á atvinnumarkaðnum og konur em þar stór hluti nemenda. Þó má benda á að karlmenn em oftast í meirihluta í ákveðn- um stjómunar- og viðskiptanámskeiðum svo og í námskeiðum um vinnuvélanotkun eða þess háttar. ÖLDUNGADEILDIR Fyrsti menntaskólinn, sem bauð upp á öldungadeild, var MH. í ársbyrjun árið 1972 hófst kennsla á kvöldin fyrir nemend- ur 20 ára og eldri. Að sögn Eyglóar Eyj- ólfsdóttur, konrektors MH, fór aðsóknin á fyrstu árum öldungadeildarinnar fram úr björtustu vonum. „Það vom hundmð manna, sem sóttu um skólavist strax í byijun, og allar götur síðan hefur öldunga- deildin verið mjög stór. Að jafnaði hafa verið um 500 manns í deildinni á hverri önn. Aðsóknin hefur auðvitað verið mis- mikil en við finnum fyrir auknum áhuga nú. Kröfumar til nemenda beggja deildanna hafa verið þær sömu en kennslustundimar em næstum helmingi færri í öldungadeild- inni. Ætlast er til að fólk stundi meira heimanám þar en í dagskólanum. Kennsl- an fer fram frá klukkan 17:30 til 22:00 en öldungar fá að sækja kennslu í dagskólan- um þegar um Iaus pláss hefur verið að ræða og hafa allmargir nýtt sér það. Kennsla hefst að nýju upp úr 20. janúar nk. en þetta em þrettán vikna annir. Algengt er að menn taki stúdentspróf eftir fimm til sex ára nám en margir hefja nám hér með einhveija menntun að baki sem metin er til eininga í skólanum. Oftast em það nemendur sem hafa hætt í mennta- eða íjölbrautaskólum á sínum tíma. í fyrstu vom nemendur skólans af þeirri kynslóð sem ekki átti kost á námi á yngri ámm en sá hluti hefur mettast að mestu og nú er meirihlutinn yngri nemar sem hættu í skóla af ýmsum ástæðum. Einnig má nefna þá sem em með stúd- entspróf úr þessum eða öðmm skólum en vantar viðbót vegna fyrirhugaðs framhaldsnáms. Hér má t.d. nefna þá sem ætla í hjúkmnamám en hafa ekki nógu víðtæka menntun í fagi eins og efnafræði en oft er það svo að fólk ákveður ekki framtíðar- starfið fyrr en það hefur lokið stúdentsprófi. Það nýjasta, sem boðið er upp á í öldungadeildinni, er að starfsreynsla og heimilis- störf em metin til eininga. Það kostar að valkvótinn minnkar og svo virðist sem öldungar fagni þess- um nýju reglum." Hin síðari ár hefur þeim framhaldsskólum fjölgað sem bjóða upp á kennslu í öldungadeildum ogmá t.d. nefna að á Akranesi, Ak- ureyri, Egilsstöðum, Selfossi og í Flens- borg í Hafnarfirði em starfræktar öld- ungadeildir. Einnig em öldungadeildir starfræktar í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti og í Verslunarskóla íslands. ÓFAGLÆRT VERKAFÓLK - ÁKVÆÐI í KJARASAMNINGUM Á sl. tíu til fimmtán ámm hefur komist inn í kjarasamninga að launþegum hinna ýmsu stéttarfélaga hafi boðist að fara á námskeið á kostnað atvinnurekenda sinna sem síðan hefur stundum leitt til launa- hækkana en alls ekki alltaf. Starfsmanna- félagið Sókn varð fyrst til að taka slíkt inn í kjarasamninga ófaglærðs verkafólks sem starfaði á vegum ríkisins eða Reykjavíkur- borgar, en það var árið 1976. Þar var sam- ið um starfstengd námskeið fyrir hluta fé- lagsmanna en í dag eiga allir félagsmenn Sóknar kost á þessum námskeiðum. í kjöl- farið fylgdu síðan önnur félög t.d. Sam- band hótela og veitingahúsa samdi við fé- lög síns starfsfólks. Einnig var samið fyrir ófaglært fólk í prentiðnaði, iðnverkafólk í húsgagnaiðnaði og námskeið vom í boði fyrir ófaglært fólk á bókasöfnum svo eitt- hvað sé nefnt. Árið 1986 bauð Starfs- fræðslunefnd fiskvinnslunnar í fyrsta skipti upp á námskeið fyrir fiskverkunar- fólk. Hjá ófaglærðu verkafólki komust nærri öll námskeiðin á sem hluti af kjara- samningum og leiða til launahækkana. IÐNAÐARMENN Hvað iðnaðarmenn varðar þá hefur þeim staðið til boða að sækja námskeið 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.