Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 66
AFKOMAN ASTAND OG HORFUR Það er gamall og góður siður að setjast niður um áramót, Hta yfir farinn veg, meta stöðu sína og gera áætlanir fyrir næsta ár. Undanfarin ár hefur Frjáls verslun leitað aðstoðar nokkurra mætra manna og beðið þá um að meta stöðu eigin fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild og spá fram í tímann. Lagðar voru þrjár spumingar fyrir við- mælendur blaðsins. Þeir voru spurðir um afkomuna árið 1989 og hvað einkenndi reksturinn hjá þeim öðru fremur. I annan stað voru þeir spurðir um horfumar árið 1990, bæði hjá eigin fyrirtæki og almennt í þjóðfélaginu. Að síðustu vom þeir spurðir um hvenær langþráð uppsveifla hæfist hér á landi og hvað þyrfti að gerast til þess að hún yrði að veruleika. Blaðið þakkar góð viðbrögð þeirra sem til var leitað og fara svör þeirra hér á eftir. GUÐJÓN B. ÓLAFSSON, FORSTJÓRI SAMBANDSINS: „REKSTRARAFKOMAN MUN BETRI í ÁR EN í FYRRA!“ Að undanfömu hefur verið unnið að miklum rekstrarbreytingum hjá Samband- inu. Að sögn Guðjóns B. Ólafssonar for- stjóra verður rekstrarafkoma Sambands- ins mun betri á árinu 1989 en hún var árið 1988. „Sala jókst mun meira en sem svar- aði verðbólgu og kostnaður lækkaði hlut- fallslega." Engu að síður segir Guðjón að talsverður halli verði á rekstri Sambands- ins árið 1989, „meðal annars vegna mikils gengistaps og fiármagnskostnaðar." Að sögn Guðjóns einkenndist árið fyrst og fremst af þeim miklu umbrotum sem nú eiga sér stað í íslensku efnahagslífi, „en þau hafa meðal annars leitt til samruna fyrirtækja, mikils fjölda gjaldþrota og vax- andi atvinnuleysis. Orsakir þessa em margvíslegar og eiga sér skýringar bæði innan og utan fyrirtækjanna. Meðal annars TEXTI: ÞORSTEINN G. GUNNARSSON 66 má nefiia óarðbærar fiárfestingar fyrri ára, gengisstefnu ríkistjómarinnar og verðbólgu." Um horfumar árið 1990 segir Guðjón að þjóðin eigi mikla möguleika á því að bæta afkomu fyrirtækja og einstaklinga, „ef það tekst að ráða niðurlögum verðbólgu og skapa stöðugleika í stjóm efnahagsmála. Hjá Sambandinu verður áfram unnið að hagræðingu og markvissum vinnubrögð- um og því vonumst við eftir batnandi af- komu á árinu 1990.“ Guðjón telur að langþráð uppsveifla á Islandi hefjist árið 1991. „Frumskilyrði uppsveiflunnar er að verðbólgu verði hald- ið í skefjum og að hér ríki stöðugleiki. Rekstrarskilyrði hér á landi verða að vera sambærileg við okkar helstu viðskipta- og samkeppnislönd. Samkeppnin á heims- markaðinum er síharðnandi á öllum svið- um. Þekking og traust stjóm efnahags- mála em mikilvægustu undirstöður þess að hér verði hægt að byggja upp verð- mætasköpun á heimsmælikvarða." JAKOB MÖLLER, STARFSMANNASTJÓRI ÍSAL: „HAGNAÐURINN VEL Á ANNAN MILUARÐ!“ Að sögn Jakobs Möller, starfsmanna- stjóra ÍSAL, gekk rekstur fyrirtækisins mjög vel árið 1989. „Við vorum með gott hráefni og reksturinn var í góðu jafnvægi allt árið. Skráð afkastageta fyrirtækisins er 88 þúsund tonn á ári og hafði fram til ársins 1989 mest orðið 84.500 tonn. En árið 1989 var afkastagetan 88.500 tn. Þessi afköst fengust meðal annars vegna styttri tíma við kerjaskiptingar, auk þess sem sjaldnar þurfti að skipta um ker en áður vegna betra hráefnis. Nýting kerj- anna á árinu var 99.5% Verð á áli hefur einnig verið hátt. Það var reyndar mjög hátt fyrri hluta ársins, en þá fengust rúmlega 2000 dollarar fyrir tonnið. Síðan lækkaði verðið heldur og nú fást um 1700 dollarar fyrir hvert tonn af áli, en það þykir mjög gott. Nú búum við einn- ig að góðum langtímasamningum um ál- verð þar sem verð á súráli helst í hendur við verð á álverðinu og sem sendur kaup- um við súrál á verði sem er undir heims- markaðsverði." Þetta, auk góðrar vinnu starfsfólksins, er aðalástæðan fyrir góðri afkomu ÍSAL, að sögn Jakobs Möllers, eða hagnaði sem var vel á annan milljarð króna eftir að fyrir- tækið var búið að greiða um 400 milljónir króna í skatta, eins og fram kom í ÍSAL tíðindum sem komu út núna fyrir jólin. Jakob segist gera ráð fyrir því að álverð verði svipað árið 1990 og það var síðari hluta ársins 1989 og vitnar þar í spár mark- aðsfræðinga. „Það er ljóst að nú er eftir- spumin eftir áli meiri en framboðið og það er ljóst að framboðið getur ekki aukist á árinu 1990.“ Alit virðist því benda til þess að afkoma ÍSAL verði góð á áririu 1990 en Jakob segir þó að ekki megi búast við jafn góðri af- komu og á árinu 1989. Þrátt fyrir góða afkomu ÍSAL segist Jakob gera ráð fyrir því að árið 1990 verði mjög erfitt fyrir þjóðarbúið, „og ég sé fram á atvinnuleysi eitthvað fram eftir árinu. Þjóðin er vön því að lifa á happdrættisvinn- ingum en slíkt dugir ekki til lengdar. Þjóð- in getur ekki endalaust búist við góðum aflaárum. Það verður að huga að nýjum tækifæmm, svo sem stóriðju og auknum virkjanaframkvæmdum! ‘ ‘ AÐALSTEINN JÓNSSON, ÚTGERÐARMAÐUR 0G FRAM KVÆM DASTJ ÓRIÁ ESKIFIRÐI: „MIKILL STYRKUR í KVÓTAKERFINU“ Aðalsteinn Jónsson segir að afkoman hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hafi verið mjög slæm á árinu, „og það á við um allan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.