Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 72
ERLENT AUÐVELT AB HLERA FAXSKEYTASENDINGAR - HLERUNARTÆKIFÁANLEG í BANDARÍKJUNUM FYRIR RÚMA MILUÓNISL. KRÓNA Myndsendar hafa rutt sér til rúms en nú spyrja menn um öryggi. Faxsenditæki, eða myndsend- ar eins og fyrirbrigðið heitir hjá Pósti og síma, hafa náð ótrúlegri útbreiðslu í Bandaríkjunum á skömmum tíma. Hinni hröðu út- breiðslu þessara auðveldu og hentugu tækja þar má líkja við eld í sinu - eins og hér á landi og sjálfsagt víðar. En tilkoma þess- ara nýju tækja hefur skapað ýmsum fýrirtækjum nýja hættu, faxnjósnir. Bandarísk fyrirtæki nota faxtækn- ina til að koma öllum tegundum boða til skila, m.a. ýmsum helstu leyndar- málum sínum ef því er að skipta. Milljarðamæringurinn Donald Trump, sem á dögunum lét í það skína að hann hyggðist kaupa Amer- ican Airlines, sendi tilkynningu á faxi þess efnis að hann væri hættur við kaupin. Þegar sú tilkynning spurðist út snarlækkuðu hlutabréfin í verði, en þau höfðu stigið mjög þegar Trump lét í það skína að hann hyggðist kaupa sér meirihlutaaðstöðu í flugfélaginu. Ýmis önnur stórfyrirtæki hafa notað faxskilaboð í svipuðum tilvikum, flest eða öll án þess að gera sér grein fyrir Donald Trump. þeirri hættu sem það gæti haft í för með sér. Hættan er sú að keppinautar eða ótýndir glæpamenn geta keypt og notað faxhlerunartæki og kosta þau ekki nema ca. 1.2 milljónir króna eða innan við 20 þúsund dollara. Það þykir ekki mikið í Bandaríkjunum, ef fyrir þá upphæð fást mikilvægar upplýs- ingar og leyndarmál. „Víramir, sem tengja faxvélina við símakerfið, eru opnir á minnsta kosti einum eða tveimur stöðum á hverri hæð í öllum skrifstofubyggingum og það er mjög auðvelt að koma afritun- artækjum þar fyrir“, er haft eftir ein- um af helstu öryggisvörðum IBM tölvufyrirtækisins. Flest fyrirtæki hafa enn ekki gert sér grein fyrir hættunni og halda áfram að senda dýrmæt skilaboð, ákvarðanir um verðbréfakaup eða -sölu og dýrmætustu viðskiptaleynd- armál á faxi. Fæst þeirra nota enn dulmál í faxskeytum eða hafa gert ráðstafanir til þess að glæpamenn komist ekki að símalínum til að hlera. Öryggissérfræðingamir líkja fax- skeytum við opin umslög. Hver sem sendir faxskeyti getur kíkt á innihald þeirra. Auðveldara er að ná afritum af faxskeytum af símalínum en að hlera símtöl, því enginn hefur heyrnartól við eyrað þegar faxskeytið rennur í gegn. Þar að auki veit sendandi aldrei með vissu hver tekur við faxskeytinu á hinum endanum. Margoft hendir það að faxskeyti sé afhent röngum aðila þar. Síðast en ekki síst geta óprúttnir keppinautar eða misyndis- menn sent falskar pantanir eða skila- boð til fyrirtækja og/eða einstaklinga með óþægilegum afleiðingum. í fyrra sendi einn af starfsmönnum K-Mart verslunarkeðjunnar trúnað- arskjal um heildsölufirma í fataiðnaði í ógáti til þess sjálfs. Þetta kostaði málaferli og varð K-Mart að greiða heildsölufyrirtækinu 73 milljónir doll- ara í skaðabætur fyrir niðrandi um- mæli. Þegar Donald Trump ákvað að hætta við kaup sín á American Air- lines fyrirtækinu fyrir skömmu til- kynnti hann ákvörðun sína í tveggja línu faxskeyti. Þegar ákvörðun hans var kunngerð lækkuðu hlutabréf í flugfélaginu úr tæplega 99 dollurum í 76,5 dollara*. Hefði einhver óprúttinn komist í . . 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.