Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 82
fyrir svo alvarlega fötlun, eru mögu- leikar til sjálfsbjargar fyrir hendi. BURSTAR í FYRIRRÚMI Starfsemi Blindravinnustofunnar var fyrst til húsa í kjallara að Lauga- vegi 97 og þar störfuðu 7 blindir menn við burstagerð, vélprjón, tógvinnu og leikfangagerð. Arið 1943 var ráðist í kaup að húsnæði við Grundarstíg 11 og þangað flutt ári síðar. Framan af var starfsemin smá í sniðum en með tilkomu fyrstu burstagerðarvélarinn- ar árið 1947 fékk starfsemin byr í seglin. Fljótlega varð þröngt um vinnu- stofuna við Grundarstíginn þrátt fyrir stækkun húsnæðisins skömmu eftir stríð. Árið 1956 fékk félagið úthlutað lóð við Hamrahlíð 17 og var hafist handa við byggingu þar haustið 1957. Vorið 1961 var flutt á nýja staðinn, samtals í 236 fermetra rými. Þar komu menn fyrir burstagerðinni og vörulager. Jukust umsvifin ár frá ári og hafa 12-14 blindir einstaklingar verið starfandi þar æ síðan. Hefur Blindravinnustofan verið leiðandi fyrirtæki í burstaiðnaði á íslandi og má segja að hver seldur bursti sé óm- etanlegur stuðningur við atvinnumál blindra og sjónskertra. Ekki þarf að taka það fram að Blindrafélaginu óx fiskur um hrygg á nýjum stað og með auknum umsvifum hefur risið stórhýsi við Hamrahh'ðina, sem er óbrotgjarn minnisvarði um þá öflugu starfsemi sem þar fer fram. En við spurðum Aðalstein Stefánsson nánar út í rekstur vinnustofurmar. „Hér eru fyrst og fremst í vinnu þeir sem eru lögblindir eða sjónskert- ir og eru jafnframt í Blindrafélaginu. Auk þeirra eru hér nokkrir sjáandi starfsmenn, þ.e.a.s. þeir sem vinna við sölustörf, verkstjórn og út- keyrslu. í gegnum árin hefur verið tiltölulega lítil hreyfing á mönnum hér og flestir unnið árum saman. Hins vegar er markmið vinnustofunnar ekki aðeins að veita starfsmönnum vinnu og afla tekna heldur einnig að þjálfa þá sem hafa skyndilega orðið blindir. “ Aðalsteinn vék að stuðningi hins opinbera við starfsemina og kvað fast að orði um þann þátt: ENGIN BEIN FYRIRGREIÐSLA „Þessi vinnustaður nýtur engrar beinnar fyrirgreiðslu frá ríki eða borg og hefur raunar ekki komið til þess þar sem starfsemin var hallalaus allar götur fram til ársins 1987. Með breyttum viðhorfum í launamál- um og erfiðari sam- keppnisstöðu á mark- aði hefur reksturinn orðið þyngri með hverju árinu og því skapast meiri nauðsyn á opinberri aðstoð. I því sambandi er ég ekki einvörðungu að ræða um beina fjár- hagslega aðstoð heldur miklu frekar bætt skil- yrði frá hendi stjóm- valda. Innflutningur á burstum hefur farið vaxandi og er hægt að bjóða slíka bursta á mun lægra verði heldur en við getum. Með til- liti til sérstöðu okkar starfsemi væri engin goðgá að mínu mati, að stjórnvöld styddu við bakið á okkur og settu á verndartolla gagnvart innflutningi. Það myndi ekki hækka verð á burstum hér því okkar verð er það sem gildir og innflutnings- aðilar njóta góðs af með mikilli álag- ningu.“ Aðalsteinn vísaði í bókun nr. 4 í samningi við Efnahagsbandalagið, en þar er gefin heimild til innflutnings- hafta á burstagerðarvömr og vísað til þess að innanlands er sú framleiðsla fyrst og fremst í þágu blindra. Taldi hann að með því væri í orði stutt við bakið á blindum um leið og gjaldeyrir sparaðist. „Sérstaða Blindravinnustofunnar hvað varðar opinbera aðstoð er m.a. sú að flestir aðrir vemdaðir vinnu- staðir fá laun yfirmanna greidd úr Rík- issjóði og rekstrarstyrki í einhverju formi. Þessi sérstaða hefur skapast vegna þess að Blindrafélagið hefur verið í stakk búið að mæta halla- rekstri vinnustofunnar með því að veita fé frá happdrætti auk þess sem starfsmenn gáfu eftir af launum sínum hér fyrr á árum þegar illa áraði fyrir rekstrinum. Nú er þetta liðin tíð og okkar krafa er sú að fá að sitja við sama borð í þessum efnum og aðrir verndaðir vinnustaðir í þessu landi“, sagði Aðalsteinn ennfremur. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.