Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 83

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 83
BREF FRA UTGEFANDA ATVINNULÍF í BÓNDABEYGJU Við tímamót eins og áramót staldra menn gjarnan við, horfa um öxl til hins liðna og reyna jafnframt að ráða í framtíðina. Hið liðna er þekkt en þrátt fyrir alla nútíma tækni og þekkingu verður hið ókomna óráðin gáta ekki síst í þjóðfélagi sem byggir afkomu sína að verulegu leyti á sjávarafla eins og við Islendingar ger- um. Við höfum verið rækilega minnt á það nú að und- anförnu þegar Ioðnan sem ganga átti að sem gefinni sýnir sig ekki. Góður afli annars vegar eða aflabrestur hins vegar getur valdið miklum sveiflum í íslensku efnahagslífi eins við við þekkjum öll. Því miður var árið 1989 ekki hagstætt ár í íslenskum þjóðarbúskap. Meiri doði var yfir atvinnulífinu en um langt skeið og bein afleiðing af því var að sú vofa sem margir óttast hvað mest, atvinnuleysið, gerði illþyrmi- lega vart við sig. Á sama tíma og flest nágrannaríki okkar búa við sæmilegan stöðugleika og hagvöxt varð afturför hérlendis. Ástæðurnar fyrir því eru margar og menn geta efalaust deilt endalaust hvað valdi. Það liggur þó fyrir sem ein af meginstaðreyndum þess máls að atvinnulífið á Islandi er alltof einhæft og við erum um of háðir þeim aðstæðum sem eru á mörkuðum fyrir fiskafurðir okkar hverju sinni. Vitanlega verða fisk- veiðar og fiskiðnaður meginatvinnuvegur þjóðarinnar enn um langan aldur, en slíkur afturkippur sem nú hefur riðið yfir sannar okkur, eigi að síður, nauðsyn þess að nýta þær auðlindir sem við eigum. Þar er fyrst og fremst átt við endurnýjanlega orku sem tiltölulega auðvelt er að beisla. Þær raddir hafa vissulega heyrst að á þeim vettvangi eigum við að fara okkur hægt og tíminn vinni með okkur. Aðrar þjóðir éti upp orkulind- ir sínar og verði fyrr eða síðar að leita á náðir þeirra þjóða sem enn eiga ónýtta orku. Þessi rök eru léttvæg. Við höfum ekki frekar en aðrir efni á því að bíða slíkra tækifæra. Þvert á móti er þjóðarnauðsyn að hefjast sem fyrst handa og nota einmitt tímann meðan sigla þarf mótbyr á öðrum sviðum. Bygging nýs álvers og orkuvera í tengslum við það gæti orðið sú vítamíns- sprauta fyrir íslenskt athafnalíf að það kæmist mun fyrr úr kröggunum en ella. En ný stóriðja leysir ekki ein út af fyrir sig vanda atvinnu- og efnahagslífs á íslandi. Þar þarf margt fleira að koma til. í góðærinu undanfarin ár hafa umsvif hins opinbera stóraukist án þess að menn veittu því sér- staka athygli. Ríkið þarf stöðugt meira fjármagn til rekstrar síns og skattheimtan hefur því aukist ár frá ári m.a. til þess að standa undir þjónustu sem fáir hafa beðið um. Það er alkunna að mikil skattheimta virkar sem hemill á athafna- og atvinnulíf, að ekki sé talað um þá röskun sem verður á peningamarkaðnum. Hjá hinu opinbera kemur aldrei að neinum skuldadögum. Það seilist einungis dýpra í vasa einstaklinga og fyrir- tækja þegar það þarf á fjármagni að halda. I þeirri gjaldþrotahrinu sem gengið hefur yfir að undanförnu heyrast margir segja að það sé ekki nema gott að sauðirnir greinist frá höfrunum. Fáir velta því hins vegar fyrir sér hver er ástæða þess að bæði ein- staklingar og fyrirtæki lenda í slíkum hremmingum. Vissulega hafa margir ætlað sér um of, fjárfest í bjart- sýni og trú á því að það sem þeir eru að fást við muni ganga upp. En hlýtur ekki eitthvað að vera að þegar heilu atvinnugreinamar leggjast gjörsamlega í rúst, og það þótt skilyrði til rekstrar þeirra eigi að vera betri hérlendis en víðast annars staðar? Hlýtur ekki að vera eitthvað að þegar fólk sem vinnur baki brotnu getur ekki staðið undir rekstri heimila sinna? Þetta em vissulega áleitnar spurningar og ættu að vera ofarlega í hugum þeirra manna sem þjóðin hefur falið að stjórna landinu. Þótt skilningur ríki oftast í orði er hann ekki á borði. Á sama tíma og múrar miðstýringar og ráð- stjórnar hrynja í einu landinu af öðm stefnum við ís- lendingar hægt og sígandi í þá átt að efla ríkisvaldið og taka æ stærri hluta af fjármagni til rekstrar þess. Þeirri þróun þarf að snúa myndarlega við og það verður ekki gert með því að skera niður nokkrar krónur á hinurn og þessum liðum fjárlaga, heldur þarf mynda- rlegan uppskurð á kerfinu sjálfu til þess að árangur náist. En því miður sjást fá teikn á lofti að það muni gerast á því herrans ári 1990 sem nú er að hefjast. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.