Alþýðublaðið - 05.01.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.01.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Takið eftir! Nú með siðu tu skipum he( eg fen^ið mikið af allikoaar inni skótn: karla, kvenna og barna Eioni^ mjög sterk og hlý vetrar- kvecstígvél með ÍSum hæium, svo Og barr)* skóf itnað, og er alt selt með mjög láu verði Ol. Thoi'stelnson, Kirkjustræti 2, (Herkastalanum) s kominn nieð m.s. Svölu. JOanósverzíunin. ' H.f. Verzltin Hverfisgötu 56 A ódýrar púðurkerlingar, sólir Og blys. — NB Ekfci eftir nema nokkur stykki af postuiínsbolla pörunura raeð syitutauinu góða í. -= H. 1 S. ^=- 9 ' . • ÞEIR, sem hafa reikninga á félag vort, fyrir árið 1921, eru beðnir að senda þá skrifstofu vorri sem allra fyrst og f síðasta lagi fyrir 15 jan. 1922 1 Myndavéi (Kodak) fanst á manudag. Vitjist á afgr. VlðgerdlF á prímusum, blikk og emailleruðum áhöld- um eru best af hendi leystar á Bergstaðástræti 8. GnOjón Porbergsson. p íslenzka steinolíuhlutajélag. Símav 214 og 737» Alþbl. sr blað allrar alþýðu. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. ' / •___________________________________________________________.___ . : ~ ; ~ j 1 lj YTF Ritwtjóri og ábyrgftarmaður: Olajnr Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. Ivas Turgaalw: ÆskuminRlngár. Sanin hitti Dönhof heima. Hanu var nú orðin gam- all og gráhærður, en engu að síður gat þá Sanin þekt, að hann var sá hinn sami; er eitt sinn hafði háð ein- vígi við hann. Dönhof þekti lika Sanin og gladdist yfir Jþví að sjá hann, þessir endurfundir mintu hann á æskubrekin. Hann sagði Sanin að Rosellifjölskyldan hefði fyrir mörgum árum farið til Ameríku, til New York og að Gemma hefði gifst einhverjum verzlunar- manni. Hann sagðist líka þekkja annan verzlunarmann í New York, sem áreyðanlega gæti gefið upplýsingar um heimilisfang Gemmu. Sanin bað Dönhof að skrifa þessum manni og áður en langt leið komu upplýsing- arnar. Maður Gemmu hét Jeremias Slocum og átti heima 1 New York, Broadway 501. Því miður var þó þetta heimilisfaDg síðan 1863 „Við skulum vona" sagði Dönhof, „að Gemma lifi ennþá og eigi heima 1 New York. En,“ bætti hann við í lægri tón — „hvað er orðið af rússnesku frúnni, sem dvald í Wiesbaden forðum . . . frú Polosof? Er hún enn á llfi?" „Nei,“ svaraði Sanín, „hún er dáin fyrir löngu." Dönhof leit upp, eto þegar hann sá hvernig Sanin hafði hnyklað brýrnar, hætti hann við að minnast meira á þetta og fór. Þegar sama dag, skrifaði Sanin bréf til frú Gemmu Slocum í New York» Hann sagði henni að hann væri staddur í Frankfurt, hefði komið þangað til þess að leita að henni. Hann vissi það mjög vel, að hann hefði ekki hinn minsta rétt til þets að fara fram á, að hún skrifaði honum aftur, að hann ekki ætti skilið að hún fyrirgæfi honum, en hann vonaði þó, að hún hefði gleymt því, hvað honum hefði farist illa við hana. Hánn sagði henni, hversu einmanalegu og gleðisnauðu lífi hann lifði, og bað hana að reyna að skilja það, hvern- ig á því stæði að hann snéri sér nú til hennar. Hann bað hana að forða sér frá^því að þurfa að fara í gröf- ina með þessa sáru meðvitund um afbrot sitt — og veita honum einhvern vott þess að hún hefði fyrirgefið honum. Hann sendi þetta bréf. . . . og beið og beið. í sex vikur sat. hann þar á hótelinu og það var varla hægt að segja að hann kæmi út úr herbergi sínu. Enginn vissi um hann þar hvorki vinir hans í Rússlandi né annarstaðar — og honum þótti það líka bezt. Því hann var þó viss um það, að ef einhverntíma kæmi bréf til hans þangað, að þá væri það bréfið frá Gemmu sem hann var að bíða eftir. Loksins kom bréfið — með amerfsku frímerki, frá New York. Utanáskriftin var á ensku, og rithöndina gat hann ekki þekt . . . hann kvaldist af kvíða fyrir því að það væri nú ekki frá henni og ætlaði tæpast að geta opnað það. Þegar hann var búinn að rlfa það upp sá hann að undir því stóð: Gemmá. . . . Tárin runnu niður kinnar hans, . . . þó aldrei væri nema þetta, að hún hafði skrifað skírnarnafn sitt, tullvissaði hann um að hún hefði fyrirgefið honum. Hann braut sundur bréfið . . . og innan úr því datt mynd . . . hann flýtti sér að grípa hana upp, og féll alveg 1 stafi, það var Gemma nákvæmlega eins og hún hafði verið fyrir þjátíu áruml Það voru sömu varirnar, sömu augun. . . . En aftan á myndinni stóð: Dóttir mín, Marianna. Bréfið aluðlegt og blátt áfram. Gémma þakkaði Sanin fyrir það, að hann skyldi hafa borið traust til hennar. Hún viðurkendi að fyrst eftir hvarf hans hefði hún átt erfiða daga. En hún bætti þvf við að hún álfti samt að viðkynning þeirra hefði orðið sér til blessunar, þvf hún hefði orðið til þess að koma í veg fyrir hjónaband þeirra Kliiber og þessvegna orðið óbein orsök þess, að Hún giftist Jermias Slocum, sem hún væri nú húin að lifa með í 28 ár í hamingjsömu hjónabandi. Þau væru vel efnuð og þekt í allri New York. Svo sagði Gémma enn fremur, að hún ætti fimpi börn — fjóra syni bg eina átján ára gamla dóttur, sem

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.