Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 58
Bragi Hannesson á vinnufundi með nokkrum samstarfsmanna sinna hjá Iðnlánasjóði. Lögð er áhersla á skýrar reglur um útlán og lánshæfi viðskiptavina. Samkvæmt þeim reglum afgreiða starfsmenn sjóðsins lán. Með Braga á myndinni eru þeir Stefán Melsted, Gísli Benediktsson og Þórður Valdimarsson. um sjónarmiðum frekar en viðskipta- legum. Hér er um þungan áfellisdóm að ræða. Hver er þín skoðun á þessum ummælum? „Ég verð að játa að frammi fyrir slíkum stóradómi verður mér orðs vant. Þeir ágætu menn, sem þetta settu saman, eiga flestir skamman starfs- feril að baki sem forráðamenn banka og fjárfestingarfyrirtækja. í því ljósi skoða ég ummæli þeirra. Bankar og verðbréfafyrirtæki hafa ekki síður en sjóðir veitt lán í miður skynsamlegar fjárfestingar. Því til staðfestingar eru mörg nærtæk og kunn dæmi, sem óþarfi er að tíunda. Ekki er þetta heldur séríslenskt fyrirbæri, því að sama máli gegnir hjá erlendum lánastofnunum, sem orðið hafa fyrir þungum búsifjum. Má þar benda á tap norskra banka og nýlegar fréttir um tap færeyskra banka. Kemur einhverjum til hugar að skýringar á tapi erlendra banka sé að leita í því, að pólitfk og persónuleg sjónarmið hafi ráðið ferðinni? Ýmsar ástæður geta verið fyrir tapi hjá lánastofnunum. Oftast má rekja þær til mannlegra mistaka, þótt ytri aðstæður geti haft afgerandi áhrif. Þróun efnahagsmála heima og erlend- is kemur hér einnig við sögu. Það, sem skiptir höfuðmáli, er að menn læri af mistökunum og taki upp ný og vönduð vinnubrögð við af- greiðslu lánamála." EINS ÓLÍKIR OG ÞEIR ERU MARGIR Þegar fjallað er um fjárfestingar- lánasjóði virðist ekki vera gerður greinarmunur á starfsemi og stefnu þeirra. Er það skoðun þín að unnt sé að fjalla um alla þessa sjóði í sama orðinu? „Fjárfestingarlánasjóðirnir eru eins ólíkir og þeir eru margir. Þetta tekur til stærðar þeirra og styrkleika, skipulags og starfshátta. Þess vegna er mjög villandi að lýsa þeim í einu lagi og fella dóma um starfsemi þeirra eins og oft er gert. Mikil endurskipulagning hefur átt sér stað á íslenskum fjármagnsmark- aði á undanförnum árum. Hún hefur verið mótuð með viðamikiUi og mjög vandaðri löggjöf. Nægir þar að benda á lög um viðskiptabanka, lög um sparisjóði og lög um Seðlabanka ís- lands, en þessi löggjöf tók gildi á árinu 1986. Ári síðar tóku gildi ný vaxtalög og árið 1989 lög um eignarleigustarf- semi og lög um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði. Þótt löggjöf fjárfestingarlánasjóð- anna hafi lítið breyst á þessum tíma, hefur setning þessarar og annarrar löggjafar og þróun á fjármagnsmark- aði markað sín spor í starfsemi ým- issa sjóða. Nægir þar að benda á láns- fjárlög og heimildir sjóða til sjálf- stæðrar öflunar lánsfjár. Þannig hefur Iðnlánasjóður haft veg og vanda af öflun lánsfjár til starf- semi sinnar innanlands og utan frá og með árinu 1987. Þá færðist einnig ákvörðunarvald um vexti til Iðnlána- sjóðs með vaxtalögum frá árinu 1987 og endurskoðun færðist til ríkisend- urskoðunar með lögum frá árinu 1986. Starfandi löggiltur endurskoð- andi sjóðsins starfar því í sérstöku umboði ríkisendurskoðanda frá þeim tíma. Löggjöf þessi og það, sem henni hefur fylgt, hefur valdið mikilli breyt- ingu á starfsemi og starfsháttum Iðn- lánasjóðs." í samantekt þeirrar nefndar, sem fjallaði um fjárfestingarlánasjóði á Viðskiptaþingi Verslunarráðsins, kemur fram það álit nefndarinnar að opinberir og hálfopinberir fjárfesting- arlánasjóðir verði að hverfa sem slfk- 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.