Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 3
stultum þannig að halla þess má stilla eins og notandanum finnst þægilegast. 17 hnappa talnaborð er hægt að fá sem auka- búnað fyrir þá sem vinna mikið með tölur. Innbyggður músargangur gerir kleift að tengja mús um seríalportið en músin sjálf fylgir ekki. Eitt af því sem vekur athygli er að þessi tölva er með gagnvirkan vinnsluhraða í miðverki upp á 70 nanósekúndur (ein nanósekúnda er einn þúsund milljónasti hluti úr sekúndu, þ.e. ein sekúnda sem hefur verið deilt í með 10 í níunda veldi). Þessi aðgerðahraði, sem ætti að skila sér í algengustu rútínum, þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að auka endingu raf- hlaðna. í staðalútgáfunni er PS/2 N33 SX með 2ja megabæta vinnsluminni. Það nægir til að keyra MS Windows og flest algeng notendaforrit í því umhverfi. Hægt er að fá sem aukabúnað 3,5 ytra lágdrif (þunnt) fyrir 3,5 tomma diskettur. Það er hugsað fyrir þá sem þurfa að geta farið með verk- efni í aðrar tölvur eða í fistölvuna úr öðnrm tölvum. Það mál má einnig leysa með sk. IBM PS/2 N33 SX fistölvan: Fyrir- ferðin er sú sama og símaskráarinn- ar. Skjárinn er merkilega skýr. Verðið er 136 þúsund krónur og get- ur það ekki talist hátt verð fyrir 386- vél sem kevrir undir MS Windows. „Link-forriti“ og tilheyrandi kapli sem tengdur er seríalporti fistölvunnar og PC eða PS tölvu. Til þess að spara raforku frá rafhlöðum, en það er stórt mál þegar fistölva er ann- ars vegar, er fasta disknum stýrt á sér- stakan hátt frá miðverki, vinnsla beint út á disk gerist sjaldan nema notandinn ákveði það. Þess í stað er vinnsluminnið nýtt til hins ýtrasta. Með þessu móti hefur reynst unnt að ná allt að 1,5 klst. samfelldri notk- un á hverri hleðslu miðað við orkufrekustu verkefni. Sem dæmi um slíkt verkefni er 80 dálka 25 lína tafla sem er uppfærð að meðaltali tvisvar á mínútu. Utgangar eru fyrir ytra diskettudrif, fyrir hliðtengdan prentara auk seríalports. I tölvunni er öryggisrafhlaða sem tryggir að gögn í vinnslu og geymslu í miðverki og á diski glatast ekki þótt vinnslurafhlöður tæmist í miðjum klíðum. IBM PS/2 Model N33 SX fylgir stýri- kerfið IBM DOS 4.01. Tölvan kostar 136 þúsund krónur hjá Sameind. í erlendum tímaritum hefur einkum verið fjallað um aðra gerð af þessari fis- tölvu, Model 40 SX. Munurinn á henni og N33 SX, fyrir utan verðið, er að 40 SX er með innbyggt mótald og faxsendi, hægt er að stækka minni í 18 megabæti, hún hefur 32ja grátóna skjá (sem þykir ekki eins vel heppnaður) og er með gjörvann i387 SX. PC-TOOLS 7.1 Eigum á lager PC - TOOLS 7.1 Kr. 14.736,- Uppfærsla Kr. 7.882,- v_____________Jl Harvard Graphics 3.0 Ómissandi verkfæri við ársskýrslngerð áætlanagerð, og m.fl. verð Kr. 55.169,- V__________________A 37

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.