Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 23
Þráðlaus bjalla er á hverju borði veitingastaðarins og þegar gestinn vanhagar um eitthvað þrýstir hann einfaldlega á lítinn hnapp á bjöllunni. Þá kemur borðnúmer hans fram á litlu stjórnborði hjá þjónunum. kemur borðnúmer hans fram á litlu stjórnborði svo þjónarnir sjá að gest- urinn vill fá þjónustu. Hver einstök beiðni er þar að auki skráð í réttri röð inn á stjórnborðið og þannig er tryggt að sá, sem hringir fyrst, verður fyrst- ur til að fá þjónustu. Arabinn, sem lét sér detta þetta snjallræði í hug, átti þrjú veitingahús sem öll voru í húsnæði sem var frem- ur óhentugt til veitingareksturs. Margir krókar og kimar voru í veit- ingasölunum og því veittist gestum við ákveðin borð erfitt að ná athygli þjónanna. En eftir að bjöllukerfið var tekið í notkun sátu allir gestirnir við sama borð — ef svo má að orði kom- ast. Þ.e. allir áttu jafn greiðan aðgang að þjónustuliðinu. Þjónabjöllurnar henta þó ekki bara á stöðum þar sem þjónarnir hafa ekki yfirsýn yfir allan salinn. Þær koma t.d. að góðum notum á öllum veitinga- húsum þegar annað hvort er mjög mikið eða mjög lítið að gera. Þegar lítið er að gera þurfa þjónarnir ekki að ráfa um á milli borðanna og trufla gestina að óþörfu. Og þegar margt er um manninn tryggir bjöllukerfið að enginn verði afskiptur og fyllsta rétt- lætis sé gætt í afgreiðslunni. Pizzahúsið við Grensásveg var fyrst allra veitingahúsa í Evrópu til þess að taka tölvutæknina í þjónustu sína. Þjónabjöllurnar hafa verið í notkun þar frá því í byijun október og eru bæði viðskiptavinimir og þjónar hæstánægðir með þessa nýjung. Arni Jónsson, rekstrarstjóri í Pizzahúsinu, segir bjöllukerfið reynast einstaklega vel. Þetta auðveldi starfsfólkinu að veita góða þjónustu og tryggi að eng- inn gestur verið útundan eða verði að þíða óþarflega lengi, vegna feimni við að kalla á þjónana. Að sögn Árna kostaði tölvukerfið um 200 þúsund krónur en verk- smiðjan Vífilfell tók þátt í kostnaðin- um og fékk í staðinn að setja auglýs- ingu á bjöllurnar. Þessar bjöllur eru úr tré og fást bæði ómálaðar, hvítar eða svartar. Árni valdi ómálaðar bjöllur og tók til þess ráðs að festa þær á þungar tréplötur sem gegna hlutverki bakka fyrir salt- og piparbauka. Ástæðan fyrir þessu er sú að nokkuð er um það að hlutir hverfi af veitingahúsum. Matseðlar eiga það til að „gufa upp“ og í haust hvarf m.a.s. rúmlega tveggja metra hátt pálmatré sem stóð í potti á þeim stað Pizzahússins þar sem afgreiddur er matur til að taka með heim. En væntanlega koma þungu tréplötumar undir bjöllunum í veg fyrir að menn stingi þeim unn- vörpum á sig til minningar um heim- sóknina. Það er fyrirtækið Góðan daginn hf. sem flytur þjónabjöllukerfið inn til ís- lands og hefur umboð fyrir það á Norðurlöndum. MINOLTA Netta Ijóspitunapvelm sem ekkert fer fyr'r Lítil og handhæg vél sem ávallt skilar hámarksgæðum. Auðveld í notkun og viðhaldi. Tekur ýmsar gerðir og stærðir pappírs. Sterk vél sem óhætt er að reiða j sigá. Útkoman verður óaðfntanieg með < Mhiolta ff-30 I KJARAN Síðumúla 14,108 Reykjavík, s (91) 813022 57

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.