Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 26
Veraldargengið reyndist valt, eins og spáð hafði verið. Fyrirtækið er nú gjaldþrota. Fjöldi viðskiptavina fyrirtækisins vöknuðu veglausir á erlendri grundu, komnir upp á náð og miskunn Flugleiða. Þessi örlög ættu að kenna almenningi að velja trausta aðila í ferðaþjónustu til að eiga viðskipti við í stað þeirra sem reynslan sýnir að eru ekki trausts verðir. og hans fólk hafi náð mjög góðum ár- angri í innflutningi erlendra ferða- manna til íslands. Þess vegna þarf það ekki að koma á óvart að hann vilji nú einbeita sér að þeim þætti rekstr- arins og hafi losað sig við hina litlu og óhagkvæmu rekstrareiningu sem sala Atlantik á utanferðum íslendinga var. ÚLFUR, ÚLFUR! En þegar þessir atburðir gerast svo loks á ferðaskrifstofumarkaðnum kemur forstjóri Samvinnuferða- Landsýnar, langstærstu ferðaskrif- stofu landsins, fram og talar eins og heimsendir sé í nánd. Helgi Jóhanns- son lét hafa eftir sér í DV að um „skuggalega þróun“ væri að ræða. Og af málflutningi hans mátti ráða að keppinautur þeirra væri nánast að gleypa alla sem hefðu ferðaskrifstofu- rekstur með höndum. En lítum nú aðeins á tölulegar stað- reyndir: Talið er að velta Samvinnu- ferða-Landsýnar hafi numið um 1.700 milljónum króna á síðasta ári en velta „EN LÍTUM NÚ AÐEINS Á TÖLULEGAR STAÐREYNDIR: TALIÐ ER AÐ VELTA SAMVINNUFERÐA-LANDSÝNAR HAFINUMIÐ UM 1.700 MILUÓNUM KRÓNA Á SÍÐASTA ÁRIEN VELTA ÚRVALS- ÚTSÝNAR UM 1.150 MILUÓNUM. SL HAFÐI ÞVÍ UM 48% MEIRIVELTUUMSVIF í FYRRA EN KEPPINAUTURINN!“ Úrvals-Útsýnar um 1.150 miiljónum. SL hafði því um 48% meiri veltuum- svif í fyrra en keppinauturinn! Talið er að velta Veraldar, sem varð gjaldþrota í ársbyrjun, hafi getað numið um 600 milljónum króna, velta Ferðaskrifstofunnar Sögu um 300 milljónum og Atlantik rúmum 100 milljónum. A þessari stundu getur enginn spáð um það með vissu hvert viðskiptavinir Veraldar muni snúa sér. Og enginn getur tryggt sér við- skiptavini eins fyrirtækis með því að kaupa það. Ætla má að viðskiptin dreifist talsvert. Samkvæmt þessu er ekkert sem bendir til þess að Úrval- Útsýn verði stærra fyrirtæki en Sam- vinnuferðir-Landsýn á þessu ári, þrátt fyrir þá uppstokkun í ferðaskrif- stofurekstri sem fram hefur farið. Um þetta veit auðvitað enginn. Það mun koma í ljós og það mun ráðast af því hversu vel þessum fyrirtækjum tekst upp í þeirri miklu samkeppni sem framundan er. í ljósi fyrirliggjandi staðreynda verður að segja að forstjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar hafi reitt býsna hátt til höggs í þeirri umræðu sem fram hefur farið, að því er virð- ist, í þeim tilgangi að búa til Grýlu úr keppinaut sínum sem þó er ekki að 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.