Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 5
Ráðgjöf í sextíu ár Sæstrengur býður upp á mikla kosti Pálmi R. Pálmason verkfræðingur er fram- kvæmdastjóri virkjana- og vélasviðs hjá VST. Hann telur að mörg verkefni séu framundan fyrir íslenska verkfræðinga og að stefna eigi að því að framleiða sæstreng á Islandi og gera raforku sem fyrst að útflutningsvöru. Við hjá VST höfum sem kunnugt er lagt okkur sérstaklega eftir hönnun virkjana og verið svo lánsamir að eiga gott samstarf við Landsvirkjun, Orkustofnun og Rafmagnsveitur ríkisins auk annarra góðraviðskiptavina sem að þessum málum vinna. Þetta samstarf hefur að mínu viti skilað sér í betri hönnun slíkra mannvirkja þar sem fullt tillit hefur verið tekið til aðstæðna sem um margt eru sérstæðar hér á landi. Hér má benda á stíflurnar við Hrauneyjarfoss og Sultartanga sem voru hannaðar með tilliti til þess að umtalsverður en þó takmarkaður leki yrði yfir, um og undir þær. Þá er yfirfall Blöndustíflu óvenjulegt svo ekki sé meira sagt og vakti það mikla athygli stíflugerðarmanna víðs vegar að úr heiminum er þeir komu hingað sumarið 1989," sagði Pálmi R. Pálmason. Pálmi hefur starfað hjá VST síðan haustið 1965 en hefur þó starfað um nokkurra ára skeið erlendis á þessu tímabili, þ.e. í Noregi, Kanada og Bandaríkjunum. Undanfarna tvo áratugi hefur hann nær eingöngu unnið við alls kyns jarð- og bergtækni og þá mest í tengslum við virkjanir. Þá hefur Pálmi verið fulltrúi VST í stjórn Virkis-Orkint hf, sem er í eigu nokkurra verkfræðistofa og Orkustofnunar og hefur á sinni stefnuskrá að afla verkefna erlendis fyrir íslenska tæknimenn. „Síðustu árin hefur sífellt meira af mínum tíma farið í stjórnun og verkefnaöflun. Nú síðast höfum við, í Sæstrengur til útflutnings raforku gæti skapað íslenskum verkfræð- ingum mikil verkefni. Pálmi R. Pálmason verkfræðingur og framkvæmdastjóri virkjana- og vélasviðs hjá VST. samvinnu við nokkrar aðrar verkfræði- stofur, reynt að afla fylgis hugmyndum um framleiðslu á sæstreng á íslandi er yrði nýttur til að flytja út orku til annarra Evrópulanda. Þar er um risavaxið verkefni að ræða sem myndi snerta flestar verkfræðistofur í landinu. Þar er tækifæri til að efla stórlega innlenda tækniþekkingu með framleiðslueftirliti og fleiru ef af yrði og það gæfi okkur aukna möguleika á útflutningi slíkrar þekkingar er fram líða stundir." - * '-^r, ,-----íT* .• .-."¦'-,1. » *» —• : -x*"^ - "- '.- •* .';•":... ?-«*•%-'*;-'•: «> * ¦ ¦.¦w£- ¦ 4 Aa - ¦ • ¦ . -. - •;-- i- -~i"<%i» ' ¦ - — "* - •¦¦ "¦ • - ¦ • ¦'iw^.g.mw. ..-. **__j_u.__f—- : ¦___" y ¦- - Blönduvirkjun hefur nýlega verið tekin í notkun, en hún var hönnuð hjá VST.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.