Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 6
'Vík/ Ráðgjöf í sextíu ár Stórverkefni framundan á sviði umhverfismála Þorkell Erlingsson verkfræðingur er framkvæmdastjóri byggða- og tölvusviðs hjá VST. Hann hefur haft yfirumsjón með verkfræðilegri hönnun ýmissa stórverkefna, m.a. Kringlunnar í Reykjavík, endurbyggingar Kirkjusands fyrir Sambandið auk dælustöðva fyrir fráveitukerfi Reykjavíkurborgar. Þorkell Erlingsson verkfræðingur er framkvæmdastjóri byggða- og tölvusviðs hjá VST. veitarfélögin í landinu sjá íbúum sínum fyrir margvíslegri þjónustu og þægindum. Þau leggja götur og reka vatnsveitur, hitaveitur, rafveitur og fráveitur, svo nokkuð sé nefnt. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. hefur löngum verið sveitarfélögunum innan handar um ýmsa þjónustu varðandi slík mannvirki. „Ef við byrjum á gatnagerðinni hefur VST unnið að verkefnum á því sviði um land allt á síðustu áratugum og er þar bæði um stór og smá verkefni að ræða. Það taldist til tíðinda fyrir um áratug er við hófum, fyrstir íslenskra verkfræðistofa, að hanna götur í tölvu sem flýtti mjög allri undirbúningsvinnu við Grafarvogshverfið í Reykjavík. Æ síðan höfum við kappkostað að Kringlan er ein þeirra stórbygginga þar sem VST sá alfarið um hönnun burðarvirkja, rafkerfis og lagna. fylgjast með nýjustu tækni á því sviði. Tölvuvinnslan auðveldar mönnum verkið en þó er mest um vert að öryggi í hönnun verður meira og mannvirkið nýtist betur þegar fram líða stundir." Þorkell sagði að gatnahönnunin Hverjir kaupa þjónustu? /o væri bæði unnin í aðalstöðvum VST við Ármúla 4 í Reykjavík en ekki síður í útibúunum á Akureyri, í Borgarnesi og á ísafirði. Umhverfismál eru mál málanna í dag og á því sviði hefur VST lagt sitt af mörkum. Eitt stærsta verkefni á því sviði hér á landi er hönnun og lagning fráveitukerfis í Reykjavík sem Gatnamálastjórinn í Reykjavík hefur haft veg og vanda að. Nú hefur verið ákveðið að tengja nærliggjandi sveitarfélög við þetta kerfi en þegar það kemst i gagnið hefur öll strand; lengja höfuðborgarsvæðisins verið hreinsuð og grófhreinsaður úrgangur leiddur langt á haf út. VST hefur komið að þessu verkefni í sambandi við hönnun dælustöðva. „Þetta hefur verið einstaklega áhugavert verkefni, en það vinnum við í samstarfi við sænska og norska ráðgjafa á þessu sviði auk Gatna- málastjórans í Reykjavík. Tvær dælustöðvar hafa verið teknar í notkun á norðurstönd höfuðborgar- innar og samkvæmt nýrri áætlun verður kerfið samtengt og allt skólp hreinsað árið 1995.“ VST hefur skipulagt fráveitur fyrir mörg sveitarfélög, m.a. Borgarnes og Hveragerði, og vatnsveitur víða um land, m.a. í Keflavík og Hafnarfirði, ísafirði, Akureyri á Neskaupstað og í Borgarnesi. „Það er Ijóst að fjölmörg hönnunar- verkefni bíða okkar íslendinga á næstu árum, m.a. á sviði umhverfis- málanna, og það er ánægjulegt að innlendir hönnuðir hafa fyrir löngu sýnt að þeir eru fullfærir um að taka hin flóknustu verk að sér. Þeir þurfa því ekki að kvíða verkefnaleysi."

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.