Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 8
Vffcf Ráðgjöf í sextíu ár Anna Magnúsdóttir bókasafns- fræðingur í tæknibókasafni VST. Bókasafn VST Eitt stærsta tæknibókasafnið Verkfræöistofa Siguröar Thoroddsen hf. starfrækir í aðalstöövum sínum eitt stærsta tæknibókasafn landsins. Þar er að finna bækur, tímarit, skýrslur, vöruskrár, ráöstefnugögn og umfangsmikið skjala- og teikningasafn. Anna Magnúsdóttir bókasafns- fræðingur veitir safninu forstööu og hefur hún starfaö þar frá árinu 1975. „Hér er aö finna allgott safn tæknirita, sem þörf er á fyrir starfsmenn stofunnar, og VST er áskrifandi aö fjölda tímarita hvaöanæva aö úr heiminum. Safnið telur um 5800 bækur af ýmsu tagi og um 3000 skýrslur auk verðlista og vörulýsinga. Hingaö berast reglulega um 260 tímarit," sagði Anna í samtali. Tengt bókasafninu er skjalasafn VST en þar er að finna elstu uppdrætti, sem Siguröur heitinn Thoroddsen dró á blað, auk fjöida annarra frumgagna. Margar teikninganna, sem komnar eru til ára sinna, hafa verið festar á örfilmur til varðveislu. „Starfsmenn hér nota safnið mjög mikið og þótt rými sé ekki mikið segir það ekki alla söguna því einingar úr safninu eru í hillum víða um húsið. Þá hafa utanaðkomandi aðilar talsvert sótt í safnið, einkum nemendur í verkfræði við Háskóla íslands." Flestir starfsmanna hafa verið lengi hjá VST Starfsaðstaða í aðalstöðvum VST við Ármúla 4 í Reykjavík er til mikillar fyrirmyndar. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. er allstór vinnustaður en um 60 manns starfa í aðalstöðvunum við Ármúla 4 i Reykjavík. Það er athyglisvert að langflestir starfsmannanna hafa starfað þar um langt árabil og nokkrir í meira en þrjátíu ár. Það hlýtur því að vera góður andi á VST! „Jú, hér er gott að starfa og starfsfólkinu líður vel á sínum vinnustað. Allmargir okkar tæknimanna hafa starfað hér allt frá því þeir luku námi og þess vegna er mikil reynsla og þekking hér samankomin sem hlýtur að koma viðskiptavinum stofunnar til góða,“ sagði Guðbjörg Sigurðardóttir, formaður Starfsmannafélags VST f samtali. Öll starfsaðstaða.hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. er til fyrirmyndar. Húsakynni eru björt og sérstaka athygli vekur frábær aðstaða sem starfsmenn hafa til að slappa af í matar- og kaffitímum. Listaverk prýða ganga og skrifstofur og ætti nærvera þeirra ekki að spilla fyrir hugmyndaauðginni. Starfsmannafélag VST á sumarhús í Skorradal og þar skiptast starfsmenn og fjölskyldur þeirra á að dvelja sumar jafnt sem vetur. Mannfagnaðir af ýmsu tagi eru haldnir á vegum stofunnar og má nefna skákmót í byrjun janúar, sumarferð, haustfagnað og jólaball sem afkomendur starfsmanna sækja af miklum krafti. Sumarhús Starfsmannafélags VST í Skorradal er notað árið um kring.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.