Alþýðublaðið - 06.01.1922, Side 1

Alþýðublaðið - 06.01.1922, Side 1
Alþýðublaðið Oeíiö út af Alþýdiiðoklmiim 1922 Föstudaginn 6. janúar 4 tölublað Ummzli 9r. Zryðe. Fyrir framan mig liggur grein 4r dönsku blaði, sem mér er sagt að er Berl. Tidende. Greinin er um rússneska dreng inn, og er meðal annars í henni viðtal við formann heilbrigðis stjórnarinnar í Danmörku (Sund* bedsstyrelsen) Dr. Tryde. Btaðið spyr hann hvað muni verða gert þegar drengurina komi tii Danmerkur. Þuf svarar Dr. Tryde þannig: „Trakóm er ekki meðai þeirra veikinda sem við skeytum frekar um hér á landi [Danmörku] og þó að þau séu, eða geti verið smitandi, er ekki hægt að banna útlendingi, sem hefir þessa veiki, að stíga hér á land af þeim á stæðum." A dönsku: — Trachom er, sagde Dr* Tryde, ikke en af de Sygdomme man regner videre med her i Landet, og selv om den nok er eller kan være smitsom, kan man ikke forbyde en Ud ænding, der iider af den, at komme i Land af den Grund. Sfðan spyr blaðið hann hvers vegna fslenzku yfirvöldin muni þá hafa bannað drengnum land- -víst, og þvf svarar Dr. Tryde með að geta þess til, að íslendingar séu hræddari (mere ængstelige) en Ðanir, og jafnframt getur þess að innflytjendum sé f Ame- riku bönnuð landganga, ef þeir hafa þessa augnveiki. Er auðséð á þeim orðum að hann hefir lesið skeytin f dönsku blöðunum héðan af íslandi, þvf annars hefði hann ekki farið að geta um þetta, rþvf eins og kunnugt er, þá er - innðytjendum með svo að segja hvaða veiki sem er, bönnuð land ganga þar, meira að segja heil- brigðum mönnum ef þeir eru sjón- daprir. En eins og Ifka er kunnugt, þá er þetta ekki gert af heil- vbiigðisástæðum. Amerfkumenn eru hræddur um, að þeir innflytjendur, sem ekki eru alheilbrigðir geti orðið amerfska þjóðfélaginu byrði, ef þeir eru fátækir. En ef inn- flytjendurnir eru ekki fátækir, ef þeir koma á fyrsta farrými, þá fá þeir óhindrað að fara í land, eins og eðiilegt er, þar sem hér er ekki um heilbrigðisráðstöíun að ræða. Blaðið spyr Dr. Tryde hvort heilbrigðisstjórnin ætli ekkert að gera þegar drengurinn komi, en því svarar hann: „Nei, þetta er mál sem ekki kemur okkur við.a A þessu má sjá að það var ekki heilbiigðisstjórnin f Dan- mörku, sem réði því að farið var með drenginn beint á spítala, þegar hann kom til Khafnar, og að það var ekki gert af því Danir þyrðu ekki að láta hann ganga lausan eins og Guðmundur Hannes- son — sem íslendingum til Iftils sóma ennþá er landlæknir — var að reyna að teija fáfróðum trú um, þó hann vitanlega vissi að það væri ósatt. En hver3 vegna lét ríkislög- reglan fara með drenginn á spítala; var það af brjóstgæðum, eða (yiir undirróður frá Jóni Magnús- syni, heimsins gætnasta og hygn- asta stjórnmálamanni? Það þarf vfst enginn að efast um að það hafi verið hið síðarnefnda. Jón hefir verið búinn að síma út á undan sér svo ofsóknin gegn rússneska dregaum yrði ekki endasiepp, svo minna bæri á þvf sem hér hafði fram farið. Menn taki eftir þessum orðum Dr. Tiyde um trakóm: „þó það sé eða geti verið smitacdi," sem reyndar koma ekki illa heim við orð Guðmundar Hannessonar um tra- kóm. að það sé „tregsraitandi * Eftir ait sem fram er komið væri mestur heiður fyrir Iandið: Að heiœsins gætnasti og hygn- asti stjórnmáiamaður, Jón Magnús- son segi af sér. Að Guðmundur Hannesson hinn drenglyndi _segi af sér lsndiæknis- störfum. Aftur á móti virðist ekki nauð- synlegt að Andrés Fjeldsted, sem oftast er kaiiaður augnlæknir, leggi niður sitt starf — gleraugna og heygrfmnsöluna. ólafur Friðrtksson. Keir Hardie, fyrsti þingmaðnr jafnaðar- manna á þingi Breta. ---- (Frh.) Meðal rerkamanna. Tíu ára gamali var Keir að- stöðarmaður gamals námuverka- manns, ög hér hitti drengur- inn öðruvísi fólk. Fyrsta verk námamannanna var að lána barn- inu heita treyju. Síðan var séð svo um, að Keir komst á kvölá- skóla. Úr þvf leið tfminn stórvið- burðalaust, mz Keir tvftugur varð fullnuma námamaður með ailmiklu meiri reynslu að baki en flestir félagar hans. Meðal annars hafði hann lært að hraðrita, og fór að taka þátt í opinberu lífi, sem ákafur félagi Good-Templararegl- unnar. Meðal félaga sinna gegndi hann ýmsusn trúnaðarstörfum, en það var þá fyrst, er hann ásamt starfsbræðrum sfnum var rekínit burtu af reiðum námaeiganda, að honum varð það Ijóst, að honum var sérstakur starfi ætlaður. Rangsleitni Auðvaldsins hefir ætfð refsinguna í sér fóigna. Á þessum stað var reynt að gera hinn unga verkamannafoticgja brauðlausan, en hann fékk aðeins stærra starfssvið. Þvf auðvitað fór hann til annara héraða, og talaði alstaðar máli samtakanna. Þegar hann nð lokum hvergi fékk at- vinnu, opnaði hann litla tóbaksbúð' og fékk þar með tækifæri til þess að reyna sig sem blaðamaður við vikublað f Glasgow. Þegar lýst var yfir stóru námaverkfalli 1879 varð hann eisn af forlngjum þess.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.