Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Qupperneq 39

Frjáls verslun - 01.10.1993, Qupperneq 39
un áhættufjár á þessu tímabili. Þar hefur allt byrjunarQármagn, að þróun- arfjármagni meðtöldu, tapast á með- an að áhættuminna áhættufjármagn hefur skilað nokkurri arðsemi. Til samans var meðalávöxtun áhættu- fjármagns í Hollandi á þessum árum um 13%. Skynsamir fjárfestar, sem eru áhættufælnir að eðlisfari, flytja fé sitt að sjálfsögðu yfir í áhættuminni ijár- festingar sem um leið gefa sömu eða betri ávöxtun. Afleiðingin verður sú tvíþætta þróun sem getið hefur verið um: Fjármagnið færir sig frá hinum áhættumesta hluta áhættufjármögn- unar yfir í hinn áhættuminni og frá áhættufjárfestingum almennt. Nú á tímum þegar samkeppnin eykst stöðugt á öllum sviðum, verður sífellt erfiðara að uppfylla þekktar þarfir með nýjum vörum eða nýrri þjónustu og jafnframt að finna óþekktar þarfir til þess að uppfylla. Um leið verður erfiðara að finna hugmyndir að vöru eða þjónustu sem staðið geta undir þeim kröfum sem áhættu- fjármagnsaðilar gera. Þróunin hérlendis skýrist að hluta til á sama hátt og erlendis af lélegri ávöxtun áhættu- fjármagns þó svo að framboðið hér sé ekki eins háð afkomunni og erlendis. Upphaflega átti áhættufjármagn til handa atvinnulífinu að vera „lausn allra vanda- mála“ með því að vera nokkurs konar lykill að aukinni nýsköpun með tilheyrandi hagvexti. í þeim tilgangi voru stofnuð um miðjan síð- asta áratug hlutafélög eins og Þróunarfélagið, Tækniþróun og Frum- kvæði og sjóðir eins og Draupnissjóðurinn og vöruþróunar- og mark- aðssvið Iðnlánasjóðs. Þessir aðilar áttu að hafa með höndum fyrir- greiðslu um útvegun áhættufjármagns til athafnamanna og framsækinna fyrirtækja. Þróunarfé- lagið var langstærsti aðilinn og því var jafnframt ætlað að lifa á fjárfestingum sínum í skjóli góðrar ávöxtunar. Sú varð hins vegar ekki raunin. Aflcoma Þróunarfélagsins hefur valdið miklum vonbrigðum þau ár, sem félagið hefur verið starfrækt, en arðsemi eigin fjár hefur best náð einu prósenti frá árinu 1988 og árið 1990 var hún neikvæð um 6%. Eins og gefur að skilja eru þetta ekki afkomutölur sem áhættu- fjármagnsaðilar geta sætt sig við til lengri tíma. Vegna þessarar slöku af- komu hefur Þróunarfélagið dregið verulega úr umfangi sínu, eins og áður hefur komið fram. Aðrir aðilar en Þróunarfélagið voru í upphafi smá- ir í sniðum í samanburði við það þó svo að umfang þeirra hafi vaxið í sam- anburðinum vegna samdráttar Þró- unarfélagsins. Þeir hafa flestir verið óháðari beinni afkomu fjárfestinga sinna (en Þróunarfélagið) en engu að síður hefur umfang þeirra á sama hátt farið minnkandi á þessum árum. Þar vegur þungt, auk lélegrar afkomu, að samdráttur hefur verið í efnahagslífi þjóðarinnar á þessum tíma. Sumir þessara aðila, og þá sérstaklega vöru- þróunar- og markaðssvið Iðnlána- sjóðs, eru háðir greiðslum frá utanað- komandi fyrirtækjum sem hafa mis- munandi greiðslugetu eftir því hvort vel gengur eða illa. í slæmu árferði minnkar ráðstöfunarfé þessara aðila og þá um leið umfang þeirra. Astæður þessarar lélegu afkomu áhættufjármagns hér á landi eru sjálf- sagt þær sömu og erlendis. Fjárfest hefur verið í hugmyndum sem ekki hafa skilað þeirri ávöxtun sem vænst hafði verið. Stuðningur við þau fyrir- tæki, sem stofnuð hafa verið með áhættuijármagni, hefur aukin heldur verið ónógur sem leitt hefur af sér fjárhagslega og stjómunarlega veik fyrirtæki sem ekki hafa verið nógu burðug til þess að ná tilgangi sínum. L0KA0RÐ Sú þróun, sem orðið hefur á fram- boði nýs áhættufjármagns hér á landi, virðist vera mjög áþekk því sem er erlendis. Framboðið hefur dregist saman og þá sérstaklega frá árinu 1988 sem var metár. Astæður eru nokkrar. Að baki lá mikil bjartsýni, og ef til vill einhver óþolinmæði einnig, um að áhættufjármagnið myndi verða nokkurs konar lykill að nýsköpun með meðfylgjandi hagvexti og aukinni hag- sæld. Þaumarkmið, sem vonast hafði verið eftir að næðust, hvort sem það er mælt í afkomu áhættufjármagnsins eða framgangi nýrra fyrirtækja (eða nýrra viðskipta innan fyrirtækja) sem stofnuð voru með áhættufjármagni, náðust ekki og afleiðingin varð sú að þeir aðilar, sem lögðu fram áhættu- fjármagn í upphafi, drógu sig til baka. Þegar horft er til þróunar erlends áhættufjármagns þá virðast svipaðar aðstæður eiga við þar. Vonbrigði með afkomu færir fjármagn til áhættu- minni hluta markaðsins og framboð áhættufjármagns minnkar að sama skapi. 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.