Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Page 47

Frjáls verslun - 01.10.1993, Page 47
TOLVUR Á tölvusviðinu eru enn mörg ólík kerfi og þótt áhersla hafi verið lögð á að samræma sum þeirra undir einn hatt veldur sérviskan enn sem áður töfum og óþarfa kostnaði. óháð tegund eða fram- leiðanda. Framfarirnar hafa einkum orðið innan og milli næmeta (LAN). Þegar kemur að einka- tölvunotandanum er hann eftir sem áður ein- angraður innan þess kerfis sem hann notar. Alþekkt dæmi er efn- isskrá unnin á PC-tölvu sem ekki gengur á Macintosh nema til stað- ar sé aukabúnaður (sem kostar aukalega). Diskl- inga, sem líta nákvæm- lega eins út, er ekki hægt að nota í hvaða PC- tölvu sem er (Double density/High density) nema viðkomandi kunni einhverjar „töfraþulur" auk þess sem disklingar eru af tveimur mismun- andi stærðum fyrir mis- munandi drif, þ.e. 5,25“ og 3,5“. Á PC-tölvum er auk þess tvenns konar umhverfí, annars vegar DOS- umhverfið og hins vegar DOS-umhverfið með Windows-við- mótið fyrir framan. Það kemur sjálf- sagt fáum á óvart að sama hugbúnað- arkerfið er yfirleitt í 2 útgáfum; annað fyrir DOS en hitt fyrir DOS/Windows og það ætti heldur ekki að koma á óvart að þessar útgáfur eru ólíkar: Hvers vegna að framleiða og selja eina útgáfu af kerfi þegar hægt er að framleiða og selja tvær útgáfur af sama kerfinu? Á markaðnum eru margvísleg rit- vinnslukerfi. Tvö þeirra bera höfuð og herðar yfir önnur; WordPerfect og MS Word. Kerfin eru að mörgu leyti ólík, m.a. viðmótið eftir að kerfið hef- ur verið ræst frá Windows. Efnis- skrár ganga að sjálfsögðu ekki á milli þessara tveggja helstu ritvinnslu- kerfa nema með sérstökum ráðstöf- unum. Það er heldur ekki hægt að fara með efnisskrá, sem unnin hefur verið með MS Word á Macintosh, yfir í MS Word á PC-tölvu nema beitt sé sértækum aðgerðum — jafnvel þótt báðar tölvurnar séu með 3,5 “ drif. Jafnvel þótt tölvunotandi sætti sig við að einangrast með sínu kerfi, ákveði t.d. að halda sig bara við sitt WordPerfect, er ekki þar með sagt að hann fái að vera í friði. Það er stöðugt verið að endurbæta og þróa Word- Perfect eins og önnur kerfi; á eftir 4.1 kemur útgáfa 5.0 aukin og endurbætt síðan 5.1 fyrir Windows með endur- bótum og viðauka, síðan 6.0 fyrir Windows með enn meiri endurbótum og viðauka. Þetta væri svo sem í lagi ef notand- inn þyrfti ekki annað en að kaupa upp- færsluna til þess að endurbæta og auka afköst sín í ritvinnslunni. En Adam var ekki lengi í Paradís: Efnis- skrár ganga ekki andskotalaust á milli útgáfa. Það þýðir að sá sem hefur notað WordPerfect, útgáfu 5.1 fyrir Windows og uppfærir kerfið með út- gáfu 6.0, getur ekki skipst á efnis- skrám við t.d. starfsfélaga sem notar útgáfu 5.1 nema hann læri ákveðin trikk áður. (Hann þarf að vista tvær aðskildar útgáfur af 6.0-skjalinu með „vista sem“ skipuninni, aðra útgáfuna sem 6.0-skjal en hina sem 5.1-skjal. Svo getur fólk ímyndað sér hve miklir möguleikar eru á að rugla skjölunum saman, vista yfir, loka án vistunar o.s.frv.) Vissulega eru tæknilegar ástæður fyrir því að skjöl úr nýrri útgáfu ganga ekki í eldri útgáfu ritvinnslukerfis, m.a. ýmsar endurbætur á síðusniði, í grafík, letri o.s.frv. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að ýmis frá- gangur nýrra útgáfa kerfa er beinlínis þannig að notandinn er „neyddur“ til að kaupa miklu meira en hann þarf og með því að hafa ýmsar upplýsingar í handbókum þannig að þær séu lítt áberandi er hægt að þrýsta á notend- ur, t.d. fyrirtæki, að kaupa nýja út- gáfu t.d. fyrir 200 starfsmenn þegar einungis 10-20 þurfa raunverulega á henni að halda: Ósamræmið er áfram drjúg tekjulind. í næsta tölvupistli mun ég taka fyrir ákveðin dæmi sem sýna á hvem hátt þetta er gert og jafnframt verður lýst aðferðum við að nota jöfnum höndum í sama WP-kerfinu efnis- skrár sem unnar eru með útgáfu 5.1 og 6.0. BJARGVÆTTURINN „ASCII-skráin“ Þeir sem skrifa greinar í blöð og/ eða tímarit eða bækur og nota til þess einhverja tegund ritvinnslukerfis á 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.