Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1994, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.04.1994, Blaðsíða 5
RITSTJORNARGREIN HREYFANLEIKI VINNUAFLS íslendingar eiga það sameiginlegt með öðrum Evrópuþjóðum að hreyfanleiki vinnuafls er minni en í Bandaríkjunum og Japan, helstu samkeppnislöndunum. Þetta er ein af ástæðum þess að samkeppnishæfni og framleiðni íslendinga og Evrópubúa er lakari. En minna má á að framleiðni er forsenda hagvaxtar og aukinnar atvinnu. Þegar rætt er um hreyfanleika vinnuafls er ekki átt við hversu handfljótir menn eru heldur hversu reiðu- búnir þeir eru til að skipta um vinnu með því að flytjast búferlum eða sækja vinnu fjarri heimabyggð. í hagfræð- inni er kastljósinu beint nokkuð að þessu máli þótt lítið fari fyrir því almennt í daglegum umræðum. Hreyfanleiki vinnuafls hefur engu að síður verið í sviðsljósinu að undanförnu. Á toppfundi helstu leiðtoga iðnríkjanna í vetur var það nefnt sem ein helsta ástæða þess að atvinnuleysi væri meira í Evrópu en í Banda- ríkjunum. Þá gerði Carlos Ferrer, formaður samtaka atvinnu- og iðnrekenda í Evrópu, þetta mál að umtals- efni á iðnþingi fyrir nokkrum mánuðum. Hann sagði orðrétt: „Framleiðni í Evrópu er lakari en í hagkerfum helstu samkeppnislandanna þrátt fyrir að framleiðniaukning hafi verið svipuð á síðasta áratug. Helsta ástæðan er að sveigjanleiki vinnuaflsins í Evrópu er minni en í Bandaríkjunum og Japan.“ í Bandaríkjunum þykir það lítið tiltökumál að rífa sig upp með fjölskyldu sína og flytja stranda á milli sé góða vinnu að hafa. f Evrópu færa menn sig síður á milli borga og landa til að fá vinnu. Á íslandi er hreyfanleiki vinnu- afls lítill. Höfuðborgarbúum þykir flestum stórmál að fara út fyrir bæjarmörkin, til staða eins og Suðurnesja, Akra- ness eða Selfoss, bjóðist þeim vinna þar. Sama tregða ríkir einnig, þó í minna mæli, í þessum bæjum gagnvart vinnu í höfuðborginni. Enn síður eru höfuðborgarbúar spenntir fyrir því að flytjast lengra út á land til að sækja vinnu. Þótt Reykjavík sé ekki stórborg má merkja viðhorf lítils hreyfanleika vinnuafls innan borgarinnar. Þeir, sem búa í úthverfunum, og sækja vinnu í miðborginni, eru oftar en ekki spurðir hvort þeim finnist ekki óþægi- lega Iangt að sækja vinnu niður í miðbæ, tíu til fimmtán mínútna leið. Þá eru þess dæmi að fólk kaupi sé húsnæði miðsvæðis í borginni eingöngu vegna þess að það vinnur miðsvæðis. íslendingar hafa gengið í gegnum sjö mögur ár sam- fleytt. Atvinnuleysi hefur aukist og óttast margir að atvinnuleysi sé að verða viðvarandi hér á landi. Þess vegna er ærin ástæða til að gefa umræðum um lítinn hreyfanleika vinnuafls góðan gaum. Aukum hreyfanleika vinnuafls og uppskerum aukna framleiðni og samkeppnishæfni en síðast en ekki síst minnkandi atvinnuleysi. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 812300, Auglýsingasími 685380 — RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, sími 685380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson - FRAMKVÆMDASTJÓRI: HaUdóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.495 kr. fyrir 1.-5. tbl. eða 499 kr. á blað - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með greiðslukorti. LAUSASÖLUVERÐ: 599 kr. — SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. GRAFÍK: G. Ben. prentstofa hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.