Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1994, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.04.1994, Blaðsíða 33
tók að semja við bandarísku aðilana var m.a. sú að eftir viðræður var samstaða um að stofna sérstakt markaðs- og þjónustufyrirtæki í Bandaríkjunum til að selja Mími. Bandarískt fyrirtæki sem var fært um og tilbúið til að kosta markaðssóknina setti það sem skilyrði að það ætti meirihluta í sameiginlega markaðs- fyrirtækinu. Svíarnir gengu að því skilyrði enda upphæðirnar, sem áætl- anir sýndu, langtum hærri en sænsk smáfyrirtæki voru vön að fást við. Sænsku samningamennimir færðu þau rök fyrir niðurstaðu málsins að krafa bandaríska fyrirtækisins um meirihlutaeign væri í sjálfri sér viður- kenning á markaðsgildi Mímis og þeirri gróðavon sem við hann væri bundin. Kosturinn við samkomulagið var m.a. sá að bandaríska fyrirtækið myndi selja Mími í skipulögðu sölu- neti sínu sem næði til allra helstu markaðssvæða Bandaríkjanna. Bandaríska fyrirtækið skuldbatt sig jafnframt til að setja ákveðinn hluta af söluhagnaði til hliðar og yrði honum varið til frekari þróunar Mímis í Sví- þjóð. Nú blasti því framtíðin við Mími og hans mönnum í Svíþjóð. Banda- ríska samstarfsfyrirtækið skipulagði sérstakt kynningarprógramm og eftir að það hafði verið í gangi um hálfsárs skeið með góðum árangri urðu afdrif- aríkar sviptingar á einni nóttu. SVÍARNIR VORU KEYPTIR ÚT FYRIRVARALAUST Risafyrirtækið Computer Associ- ates (CA) keypti stærstu hluthafana út úr bandaríska samstarfsfyrirtæki Svíanna fyrirvaralaust. Þeir stjórn- endur, sem samið höfðu við Svíana, urðu að taka saman pjönkur sínar í snatri og nýir menn frá CA settust í sæti þeirra. Um leið var CA orðið meirihlutaeigandi í sameiginlega markaðsfyrirtækinu um Mími. CA er sérkennilegt fyrirtæki sem hefur byggst upp á því að kaupa önnur fyrir- tæki sem unráð hafa markað fyrir ákveðinn hugbúnað. Það hafði keypt samstarfsfyrirtæki Svíanna til að komast yfir ákveðið kerfi og losna um leið við keppinaut. CA hafði hins veg- ar engan áhuga á Mími; fékkst ekki einu sinni til að skoða kerfið og var ekki til viðræðu við Svíana um eitt eða neitt. CA beitti meirihluta sínum til að hætta starfsemi markaðsfyrirtækis- ins um Mími án þess að leggja fyrir- tækið niður og frysti þannig einka- réttinn til sölu og dreifingar í Banda- ríkjunum. Það eina sem Svíjunum tókst að fá út úr stjómendum CA var að þeir væru ekki til viðræðu um Mími enda seldi CA sjálft gagnagrunn sem það hefði varið miklu fé í að markaðssetja og því skiptu kostir Mímis þá engu máli. Þessa þróun mála hafði enginn í Svíþjóð séð fyrir. Afdrif Mímis urðu þau að verða lítt þekkt kerfi sem dag- aði uppi hjá nokkrum notendum. Fyrirtækið í Svíþjóð hélt áfram rekstri um skeið eða þar til starfsfólki var sagt upp. Þeir, sem lögðu hlutafé í fyrirtækið, hafa líklega ekki haft meira af því að segja og lýkur þar með sögunni af Mími.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.