Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1994, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.04.1994, Blaðsíða 70
HELLUR FALLEGAR HELLUR ERU AUGNAYNDI UM HELLUR OG HELLULAGNIR. GÓÐUR UNDIRBÚNINGUR ER NAUÐSYNLEGUR. Húsbyggjendur velta því oft fyrir sér hvort þeir eigi að leggja áherslu á hellur, timburverk eða gróður í garð- inum. Smekkur manna er misjafn og sömuleiðis þarfir. Eitt er þó víst að margir gullfallegir garðar byggja á samspili þessara þriggja þátta. Það er samræmið sem gildir. Hellur hafa tekið miklum stakkaskiptum á síðustu árum. Fallegar hellur eru augnayndi enda hafa hellulagnir færst stórlega í vöxt, bæði í görðum og á bílastæðum. Fyrir aðeins um tuttugu árum voru hellur mjög einhæfar. Nánast ein- göngu gamli góði hellu-ferningurinn sem var í flestöllum gangstéttum. Þessar stóru hellur hafa verið á und- anhaldi. Segja má að þegar rætt er um hellur núna sé frekar verið að ræða um hellusteina. Fjölbreytnin er mikil, bæði í lögun og lit. Á undanfömum árum hafa margir húsbyggjendur leitað á náðir lands- lagsarkitekta til að teikna lóðir og garða. Það er traust aðferð. Mestu skiptir nefnilega að vita í upphafi hvert ferðinni er heitið í garðinum. Að unnið sé samkvæmt ákveðinni teikn- ingu og hugmyndum. Það er kostnað- arsamt og leiðinlegt að rífa upp og gera mistök. Landslagsarkitektar og skrúðgarð- yrkjufræðingar hafa mikla reynslu af að samræma hellur, timburverk, grjót og gróður á lóðum. Sífellt fleiri húsbyggjendur fá líka garðyrkjufræð- inga til að sjá um vandasömustu og mikilvægustu störfin við uppbygg- ingu garðsins og lóðarinnar, eins og t.d. hellulögnina. Margir reyna hins vegar sjálfir. UNDIRVINNAN EINNA MIKIL- VÆGUST VIÐ HELLULÖGN Samkvæmt kokkabókum garð- yrkjufræðinga er undirvinnan einna mikilvægust við hellulögn. Það gildir það sama um hellur og ísjaka, það er aðeins toppurinn sem sést. Undir- byggingin snýst um að gera jarðveg- inn undir hellurnar frostfrían; skipta um jarðveg, taka moldina og leirjarð- veginn og tryggja í staðinn frostfría grús eða möl sem undirlag. Ef þetta er ekki gert bólgnar hellu- lögnin á veturna og vorin og bylgjast um, hún aflagast. Fyrir utan hálfgerð- an þúfnagang á slíkum hellum missa þær glæsileika sinn. Frostfrír jarð- vegur er sá sem ekki er hlaðinn raka heldur er þurr. Dæmi um frostfrían jarðveg er grús og möl. Oft velkist fólk í vafa um hversu langt eigi að grafa niður til að skipta um jarðveg. Lítum á sneiðmynd. (Sjá skýringarmynd). Algengt er að hafa grúsina í undirlaginu 70 sentímetra, sandlagið þar fyrir ofan 5 sentímetra og hellumar í gangstéttinni 5 sentí- metra. Hellumar eiga að vera 7 sentí- metra séu þær ætlaðar léttri umferð bfla. Hæð sneiðarinnar er þar með 80 sentímetrar, það er frá yfirborði hellna niður á botn grúsarfyllingarinn- ar. ÞYKKT UNDIRLAGSINS ER MATSATRIÐIHVERJU SINNI En þetta er ekki algilt, sérstaklega ekki undirlagið með grúsinni. Þykkt þess er matsatriði hverju sinni og fer eftir jarðveginum þar fyrir neðan. Ef þar er mýri, mold eða leirjarðvegur þarf grúsarlagið að vera þykkara, stundum allt að 80 sentímetra, svo menn séu alveg öruggir. Víða er grúsarlagið ekki haft nema í lystigörðum er hellulagning list. MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 0G BRAGIJÓSEFSSON 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.