Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Qupperneq 21

Frjáls verslun - 01.05.1995, Qupperneq 21
of Central London. Þar var hann þó ekki lengur en tæpt ár, fór heim og hóf vinnu sem innkaupamaður hjá Hagkaup. Af frekara hefðbundu skólanámi átti ekki eftir að verða. Þrátt fyrir uppreisnaranda mennta- skólaáranna féll eplið ekki langt frá eikinni. Sigurður Gísli tók við fyrir- tæki föður síns þótt aldrei hafi verið þrýst á hann að gera það. Hefðu ör- lögin ekki hagað því þannig að hann ynni við fjölskyldufyrirtækið hefði hann, að mati kunningja hans, vafa- laust stofnað eigið fyrirtæki. Sigurður Gísli starfaði sem inn- kaupamaður Hagkaups 1976-1979 og innkaupastjóri sérvöru til 1981. Hann var framkvæmdastjóri 1981 til 1984 og stjórnarformaður Hagkaups 1984. Hann hefur setið í sambandsstjórn Vinnuveitendasambands íslands og framkvæmdastjóm og aðal- og fram- kvæmdastjórn Verslunarráðs ís- lands. Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, kynntist Sigurði fyrst í Vogun- um, þegar þeir voru strákar og aftur á menntaskólaárunum. Óskar minnist þess að hafa platað Sigurð Gísla í skiptum á leikaramyndum þegar þeir voru smáguttar, grunlaus um að sá hinn sami ætti eftir að ráða hann í vinnu síðar meir. „Ég fékk tvær Elv- ismyndir hjá Sigurði í skiptum fyrir eina af Roy Rogers," segir Óskar og hlær. NET FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKJA Fyrir nokrum árum var byijað á umfangsmiklum skipulagsbreyting- um í fyrirtækinu. Að sögn samstarfs- manns var Sigurður Gísli höfundur þessara breytinga. Síðan hefur því verið fylgt mjög fast eftir að hvert fyrirtæki héldi sjálfstæði sínu. En öllu er þó stjórnað frá móðurfyrirtækinu, Hofi hf. þar sem Sigurður Gísli og Jón bróðir hans halda um taumana. Hof sf. á Hagkaup hf., Miklatorg hf. (Ikea), Álfheima hf. (Kosta Boda) og Þyrpingu hf. (fasteignaumsýsla). Þá á Hof hluta í vatnsfyrirtækinu Þórsbrunni, ásamt Vífilfelli og Reykjavíkurborg, hluta í Jara sf. (skyndibitastaðir í Kringlunni), hluta í Dómínós Pizza á íslandi (ásamt Sigur- jóni Sighvatssyni og Skúla Þorvalds- syni á Hótel Holti) og Kjötvinnsluna í NÆRMYND Síðumúla. Þá á Hof hluta í Samskipum og olíufyrirtækinu Orkunni, sem stofnað var til þegar umræðan um hingaðkomu kanadíska olíufyrirtæk- isins Erwing stóð sem hæst. Síðast en ekki síst á Hof fjárfestingafyrir- tækið Þor hf. sem aftur á helminginn í Bónusi sf. á móti Jóhannesi Jónssyni og fjölskyldu hans. En það er ekki bara að Sigurður Gísli stjórni keðju fjölskyldufyritækja heldur er fjölskyldan aðili að nokkrum vinsælustu fyrirtækjum landsins. Bónus og Hagkaup eru vinsælustu fyrirtæki landsins, skv. Gallup-könn- un fyrir Frjálsa verslun. Ikea er einnig ofarlega á listanum. Aður en varð af helmingskaupum Hagkaupsmanna í Bónusi hafði Jó- hannes Jónsson ekki haft nein kynni af Sigurði Gísla, aðeins fylgst með hon- um úr fjarlægð. Jóhannes undirstrikar að Sigurður sé alveg afskiptalaus hvað rekstur Bónuss varðar, þar á bæ hafi menn alveg frjálsar hendur. Hann segir Sig- urð vera mjög skipulegan í störfum sínum og hafa góða yfirsýn. En um- fram allt sé hann afar venjulegur mað- ur sem laus sé við allan flottræfils- eða spjátrungshátt. „Hann er að- haldssamur og passasamur í einkalíf- inu og hefur síður en svo ofmetnast af Sigurður Gísli Pálmason er fæddur í Reykjavík 13. ágúst 1954. Hann er elstur fjögurra systkina. Hann ólst upp í blokk í Álfheimum og gekk í Langholtsskóla. Rætt var um hann sem gæruúlpukomma á menntaskólaárunum í MR. 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.