Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 49
Með mynd af föður sínum og stofnanda Heklu, Sigfúsi Bergmann Bjarna-
syni, í baksýn. Sigfús Bergmann var ættaður úr Húnaþingi. Hann yfirgaf
sveitina ungur maður, hélt suður og haslaði sér völl í verslun og viðskipt-
um.
Guðrúnar af fyrra hjónabandi, Aðal-
stein Norberg f. 1961, þannig að
systkinin eru sjö alls. Fjölskyldur af
þessari stærð eru sjaldgæfar á íslandi
í dag og sérlega skemmtilegt að í til-
felli Sigfúsar er fjölskyldan saman í
starfi og leik. Guðrún, eiginkona Sig-
fúsar, stofnaði snyrtivörufyrirtæki
fyrir nokkrum árum, ásamt eldri
dætrum þeirra hjóna. Þær mæðgur
flytja inn og selja hágæðasnyrtivörur
frá Japan, Kanebo, og hafa þannig
skapað sér sinn starfsvettvang í við-
skiptalífinu á íslandi. Sigfús Ragnar á
orðið þrjú bamaböm og þar á meðal
ungan alnafna sem er f. 1993 og er
sonur Sigfúsar Bjama og Unnar Páls-
dóttur. Sigfús er sagður umhyggju-
samur uppalandi og strangur faðir en
réttsýnn. Það er samdóma álit allra,
sem hann þekkja, að fjölskyldan sé
honum afar mikilvæg og að hann sé
mikill fjölskyldumaður í besta .skiln-
ingi þess orðs.
NÁM í SVISS OG BANDARÍKJUNUM
Námsferill Sigfúsar er að því leyti
óvenjulegur að eftir að hann lauk
hefðbundnu skyldunámi hér heima fór
hann í skóla til Sviss og nam við Insti-
tute Montana árin 1959 til 1963. Það-
an fór hann í University of Wisconsin í
Bandaríkjunum og lauk þaðan prófi í
viðskiptafræði árið 1967. Það var
fyrst og fremst ákvörðun föður Sig-
fúsar að senda hann utan til náms.
Hann ætlaði syni sínum ákveðna hluti
og ól hann upp til að starfa í því fyrir-
tæki sem hann hafði sjálfur stofnað.
Eftir að námi lauk starfaði Sigfús hjá
íslenska álfélaginu 1967-1973, lengst
af sem innkaupastjóri. Hann var starf-
andi hjá P. Stefánsson bílaumboðinu
frá 1973-1980 og ffamkvæmdastjóri
Heklu frá 1980 og síðan forstjóri þess
fyrirtækis síðustu fimm árin. Sigfús
er vakinn og sofinn í sínu starfi og
sinnir því af kostgæfni. Hann er árris-
ull, mætir jafnan snemma á morgnana
og vinnur eins lengi og honum þykir
þurfa. Á sumrin, þegar þölskyldan
dvelur í sumarbústað sínum austur í
Grímsnesi, fer hann af stað eld-
snemma í morgunsárið og telur ekki
eftir sér að aka þennan vegarspotta.
GLAÐLYNDUR 0G HREINSKIPTINN
Sigfús er glaðlyndur og hressilegur
....... • . .. • • .... m • • ... ■ • - .
í viðmóti og gerir engan mannamun
hvað framkomu við annað fólk varðar.
Hann hefur jafnan spaugsyrði á vör-
um og skapar þannig jákvætt and-
rúmsloft hvar sem hann fer. Hann er
hreinskiptinn og opinn. Einn vina
hans segir að Sigfús komist upp með
að segja hluti sem engir aðrir þori að
láta flakka. Hann þótti harður sölu-
maður meðan hann var beinlínis í því
fagi og það mótar framgöngu hans
ennþá. Sumir kunningjar hans segja
að hann sé bókstaflega alltaf að selja
og finnst framkoma hans stundum
óþarflega „amerísk" - hvemig svo
sem nákvæmlega ber að skilja það.
Sigfús vill hafa líf og fjör í kringum sig,
hann segir oft brandara og sögur af
fólki og heyrst hefur að hann banni
vinum sínum að hringja í sig nema að
þeir hafi frá einhverju skemmtilegu að
segja. Hann er ör og duglegur en
skjótráður á köflum. Komi góð hug-
mynd til tals á hann það til að þrífa
símann og hrinda hlutunum í fram-
kvæmd með tiltölulega stuttum fyrir-
vara. Þeir, sem þekkja Sigfús vel,
segja að hann nálgist allt lífið eins og
viðskipti þar sem ákjósanlegast sé að
ná sem bestum samningum á sem
skemmstum tírha.
RÆKTAR SKÓG EN VEIÐIR EKKILAX
Sigfús Ragnar er frímúrari sem
verður að teljast til félagsstarfa.
Reyndar fer nú tvennum sögum af
fundarsókn hans í Frímúrarareglunni
en félagsmál virðast ekki eiga upp á
pallborðið hjá forstjóra Heklu. Þó hef-
ur hann starfað töluvert á vettvangi
Bflgreinasambandsins, en þar sat
hann í stjóm og var formaður árum
saman. Einnig hefur hann starfað inn-
an íslenskrar verslunar. Að öðru leyti
eiga starfið og fjölskyldan hug hans
allan.
Nánir samstarfsmenn Sigfúsar til
margra ára og góðir kunningjar em
Stefán Sandholt sölustjóri Heklu og
Hrafnkell Gunnarsson fjármálastjóri
Heklu. Þennan sama flokk fylla þeir
Finnbogi Eyjólfsson, sem hefur starf-
að manna lengst hjá Heklu og Marinó
Bjömsson sölustjóri. Fyrir utan
systkini Sigfúsar eru Bjöm Magnús-
son, fyrrverandi starfsfélagi, og Jón
Birgir Jónsson, svili Sigfúsar og ráðu-
neytisstjóri í samgönguráðuneytinu,
og Birgir Rafn Jónsson, einnig svili
Sigfúsar, og forstjóri og eigandi
Magnúsar Kjaran og fráfarandi for-
maður félags íslenskra stórkaup-
manna, meðal hans nánustu vina.
Þeir Jón Birgir, Sigfús og Birgir Rafn
eru kvæntir systrum og mikill sam-
gangur á milli fjölskyldnanna í þau 30
ár sem liðin em frá því að þær tengd-
ust. Fjölskyldur þeirra Jóns Birgis og
Sigfúsar eiga sumarbústaði hlið við
hlið í landi Snæfoksstaða í Grímsnesi,
rétt við Vaðnes. Þama renna Hvítá
og Sog saman og náttúrufegurð er
49