Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 38
I biðsal Saga Class á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöíh. Niðurstaða úttektar Hagvangs íyrir Flugleiðir sýndi ótvírætt hagkvæmni þess að ferðast á viðskipta- farrými og spara þannig tíma og fé. FV-myndir: Geir Ólafsson. sé hérlendis að sameina utanlandsferðir frii. Dagpeningar séu uppbót á laun og því virki þeir sem hvati til þess að lengja ferðalagið. Greiðsla dagpeninga hjá hinu opinbera er almennt álitin kaup- auki og því ferðast starfsmenn hins opinbera ekkert frekar á viðskiptafar- rými þótt hagkvæmniútreikningar eigi ekkert síður við um hið opinbera og ferðalög starfsmanna þess. Símon Pálsson, svæðisstjóri hjá Flugleiðum, sagði í samtali við Fijálsa verslun þegar skýrslan var kynnt að góð viðbrögð hefðu orðið við auglýsingum um hagkvæmni þess að ferðast á viðskiptafarrými. Framtíðarmarkmiðið SAGA CLASS ÓDÝRARA ÞEGAR UPP ER STAÐIÐ eirihluti eða 74%, þeirra sem ferðast með Flugleiðum til útlanda í viðskiptaerindum, ferðast á almennu farrými. Hlutfall þeirra, sem ferðast á Saga Class eða Saga Business Class, er mun lægra hjá Flugleiðum en evrópskum flugfélögum. Sé tekið mið af SAS t.d. er hlutfall þeirra, sem ferðast á dýrari fargjöldum, um fimm sinnum hærra en sama hlutfall Flugleiða. Þetta kemur meðal annars fram í álitsgerð sem Ágúst Þorbjörnsson, rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi, gerði fyrir Flugleiðir og ijallar um hagkvæmni mismunandi flugfargjalda í viðskipta- erindum milli Islands og annarra landa. Niðurstaða könnunarinnar er ótví- rætt sú að tíminn sé peningar og staðhæfingar Flugleiða um að með því að ferðast á viðskiptafarrými sparist bæði tími og peningar eigi við rök að styðjast. Þegar reiknað er með vinnu- tapi, dagpeningum og fleiru sem telja má „fórnarkostnað" þess sem ferðast kemst skýrsluhöfundur að þeirri niður- stöðu að starfsmaður með 200 þúsund króna mánaðarlaun kostí 17.500 krónur í launum hvern dag sem hann bíður í TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON útlöndum eftír fari heim. Við þetta má svo bæta 15-17 þúsund krónum í dag- peninga. Af þessu er ljóst að fyrirtæki sóa í raun verðmætum þegar starfs- menn eru látnir bíða í útlöndum 2-3 daga til að nýta ódýrari fargjöld. Af þeim farþegum, sem ferðast á viðskiptafarrými með Flugleiðum, dvelj- ast 48% í 3 daga eða skemur en af þeim, sem ferðast á almennu farrými dveljast ekki nema 7% í 3 daga eða skemur. Ætla má að stór hlutí þeirra, sem fer tíl útlanda í viðskiptaerindum á almennu farrými, dvelji yfirleitt 2 til 3 dögum lengur en þeir sem ferðast á viðskipta- farrými og oft að óþörfu. Einblínt er á fargjaldakostnað en annar kostnaður látinn liggja milli hluta. I skýrslunni er reynt að svara því hvers vegna Islendingar nota viðskipta- farrýmið jafn lítíð og raun ber vitni. Sé verð á viðskiptafarrými Flugleiða borið saman við verðið hjá erlendum flugfélögum kemur í ljós að saman- burðurinn er Flugleiðum fremur hagstæður sé verð á flognum mílum borið saman. Þess er getið til að einangrun landsins eigi einhvern þátt í þessu og bent á hve útbreidd venja það Símon Pálsson svæðisstjóri kynnti niðurstöður útreikninga Hagvangs á því hvernig spara mætti tíma og peninga. væri að auka verulega hlutfall þeirra sem ferðast með þessum hættí. I dag ferðast um 8% farþega Flugleiða á viðskiptafarrými en það er verulega minna en hjá nokkru öðru flugfélagi í Evrópu. Þau félög sem koma næst eru Finnair og Iberia sem eru með 18 -20% farþega á viðskiptafarrými. Hjá SAS fer þetta hlutfall í 38%. „Okkar stefiia er að koma þessu hlut- falli upp. Þegar það verður tvöfalt á við það sem það er í dag þá fer ég að verða ánægður.“ 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.