Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 46
FJARMAL markaðsverð. Það væri kjörið hlutverk íyrir hinn nýja Lánasjóð landbúnaðarins sem til er frumvarp um að sé viðskiptavaki á þessu sviði.“ SÉ MIKIÐ SVIGRÚM TIL HAGRÆÐINGAR í MJÓLKURFRAMLEIÐSLU Töluvert er er rætt um hagræðingu í landbúnaði og ekki síst í mjólkurframleiðslu. Jón er sammála og segir ótvírætt að tekjur mjólkurbænda haíi dregist saman síðustu ár um 15% og sú tekjuskerðing kalli á aukna hagræðingu. Hvar er helst hægt að hagræða í íslenskum landbúnaði? „Eg sé gífurlegt svigrúm til aukinnar hagræðingar í greininni og tel að samdrátt í tekjum mjólkurbænda megi skrifa alfarið á reikning bænda sjálfra. Sú hagræðing getur þó ekki átt sér stað nema með samvinnu bænda og stjórnvalda. Milliliðakostnaður er alltof hár. Verð til bænda með bein- greiðslum er um 52 krónur en útsöluverð 63 krónur. Þarna er mikið hægt að gera. Eitt er að fækka mjólkurbúum en stærsti þátturinn er hjá bændum sjálfum. Það er að auka framleiðsl- una og minnka kostnaðinn. Þessi þróun er í gangi en brýnasta verkefni mjólkurbænda hlýtur að vera að hraða henni. Fyrirgreiðslu- og lánapólitík er gersamlega úrelt en það breytist vonandi með tilkomu Lánasjóðs landbúnaðarins. Frumvarp um þennan sjóð liggur fyrir Alþingi.“ GLEYMUM EKKI KORPÚLFSSTÖÐUM Sérðu það sem framtíðarmarkmið að ríkið hætti alveg afskiptum af landbúnaði? „Eg er hlynntur framleiðslustýringu, þ.e. kvóta í landbúnaði, því ég tel að offramleiðsla á matvælum leiði ekki til góðs. Eg er á móti afskiptum ríksins af atvinnulífinu og það hlýtur að vera framtíðarmarkmið að ríkið hætti afskiptum af landbúnaði." Finnst þér sennilegt að þetta gerist í mjólkurframleiðslu í náinni framtíð? „Eg hef ekki miklar áhyggjur af framtíðinni en óttast fortíðina eiginlega meira. Við sjáum hvað gerðist t.d. á Korpúlfsstöðum fyrir rúmum 60 árum þegar eitt myndar- legasta mjólkurbú á Norðurlöndum var beinlínis eyðilagt af pólitískum ástæðum. Það er ekkert svo langt síðan. HVAR EIGA UNGIR MENN AÐ BYRJA? Jón bindur töluverðar vonir við hinn nýja Lánasjóð land- búnaðarins sem taka mun til starfa um næstu áramót. Hann telur að gera verði ungum mönnum kleift að koma inn í atvinnugreinina en til þess verði þessi atvinnu- grein að sitja við sama borð og annar atvinnuvegur í landinu. „Fjórði hver bóndi telur sig vera síðasta ábúanda á sinni jörð. 70% bænda eru óánægðir með afkomu sína. Hver vill hætta öllum eigum sínum til að fara út í atvinnugrein eins og þessa og leggja allt undir? Eg lít á minn rekstur hér sem fyrirtæki. Það verður að skila arði og ég hef þess vegna stækkað það svona hratt.Við eigum að gera arðsemiskröfur til þess sem við erum með í höndunum og miða þær við það sem gerist á markaðnum. Eg er auðvitað ánægður með að það sem ég keypti á 120 krónur er nú virt á 180. Það er eðli markaða að verðið sveiflast. Þetta verð mun lækka aftur en síðan hækka aftur. Við eigum að búa þannig að landbúnaðinum að það sé hægt að reka hann eins og hverja aðra atvinnu- grein. Mitt bú skilar ekki arði ennþá því ég er að byggja það upp. En þegar það hefur náð æskilegri stærð, sem ég tel að séu um 300 þúsund lítrar, með 20 milljóna króna brúttó- tekjum, þá mun það skila arði. A þeirri vissu byggist allt mitt starf og ég hef lagt allt mitt undir. Frelsið er það sem fyrst og fremst getur bjargað þessari atvinnugrein og það er það sem mun gerast. Við eigum að flýja fram á við.“ ER EKKIK0MINN í HREPPSNEFND Val Jóns á Stóra-Kroppi sem bújörð, þar sem hann gæti látið draum sinn rætast, er skiljanlegt í ljósi þess að hann er alinn upp á Guðnabakka í Stafholtstungum svo héraðið er hans æskuslóðir. A þessum slóðum búa vinir hans og frændur frá fornu fari. Á Guðnabakka var stórt ljárbú svo mjólkurframleiðsla er nokkuð ný fyrír Jóni. Búið á Stóra- Kroppi er 10-12% yfir landsmeðaltali hvað nythæð varðar og hefur þegar fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk. Ekki var laust við að gætti nokkurrar vantrúar hjá sveitungunum þegar þeir fylgdust með uppbyggingu Jóns á Stóra-Kroppi. Trúr sínum hugsjónum um hagræðingu keypti hann stærri vélar og öílugri heyvinnutæki en al- mennt tíðkast meðal bænda. Sláttuvélin sló mun breiðara svæði en eldri gerðir, heyþyrlan sneri og þurrkaði að sama skapi breiðara svæði og mönnum fannst 105 hestafla dráttarvél hreint bruðl. Þar sem því verður við komið á Jón tækjabúnað í félagi við nágranna sína og nýtir þannig dýr tæki mun betur en ella. Þessar úrtöluraddir hafa hljóðnað og ekki laust við að sjá megi nokkur dæmi um að menn hafi fetað í fótspor Jóns með kvótakaup og hagræðingu á ýmsum sviðum. „Eg er ekki orðinn hreppstjóri eða oddviti og það stend- ur ekkert slíkt til. Eg vil einbeita mér að uppbyggingu búsins. Ef ég hef sýnt mönnum fram á að það er ýmislegt hægt að gera til hagræðingar þá er það gott. Eg neita þvi þó ekki að sumir virðast sjá búskap minn sem ógnun við sig eða ríkj- andi kerfi og virðast vilja helst koma okkur í burtu. Eg tel þó að þeim farí mjög fækkandi.“ ÚR SÆLGÆTISGERÐ í SVISSNESKAN BANKA Það má segja að sín fyrstu spor í íslensku atvinnulífi hafi Jón stigið 1973 þegar hann varð framkvæmdastjóri Sælgæt- isgerðarinnar Víkings og var jafnframt að nema TAKMÖRKUÐ AUÐLIND Mér fannst ég ekki kaupa kvótann á háu verði. Ég taldi að verðið myndi hækka sem hefur reynst rétt. Ég var að kaupa af bændum sem áttu 20-30 þúsund lítra og voru að bregða búi. Þessum bændum er að fækka jafnt og þétt og því mat ég það svo að framboðið myndi minnka þegar fram í sækti. Þá hækkar verðið þar sem þetta er takmörkuð auðlind. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.