Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 47
viðskiptafræði í Háskóla íslands. Örlögin höguðu því þannig að Jón lauk aldrei viðskiptanáminu, fjölskyldu- fyrirtækið Víkingur var selt og 1975 fluttist Jón til Sviss ásamt Regulu Brem, eiginkonu sinni, sem er sviss- nesk. Hann hóf fljótlega störf hjá elsta banka Sviss, Bank Leu, sem stofaaður var 1755, og var síðustu árin fram- kvæmdastjóri verðbréfadeild- ar hans. Jón fylgdist vel með því þegar verðbréfamarkaður þróaðist á Islandi og aukins frjálsræðis tók að gæta í viðskiptum almennt. Hann þáði því boð um starf hjá Kaupþingi 1991 og kom heim til Islands. „Þetta starf uppfyllti alls ekki þær væntingar sem ég hafði. Það var erfitt að koma úr því umhverfi sem ég var vanur á þróaðasta fjármagnsmarkaði heims. Þótt hér hafi orðið miklar framfarir hvað varðar frelsi í viðskiptum þá á hlutabréfamarkaðurinn enn mjög langt í land. Eg ákvað því fljótlega að söðla um. Það, sem ég get kannski sagt að liggi helst eftir mig á þessu sviði, var að gera húsbréfamark- aðinn sýnilegan.“ HLUTABRÉFAMARKAÐURINN ER LOKAÐUR Hvernig metur þú íslenskan hlutabréfamarkað og stöðu hans? „Helsta einkenni markaðarins er að hann er „illiquid“ eða lokaður. Aðeins örsmár hluti fyrirtækja er á markaðnum og í raun mjög lítill hluti bréfa í þeim í sölu. Ef ég sem seljandi vil selja hlutabréf í ákveðnu félagi þá geta þau legið inni i óratíma án þess að einhver kaupi. A alvöru markaði myndu bréfin seljast strax því markaðurinn tæki við þeim. Það vantar kaupendur á markaðinn fyrst og fremst. Þannig verður aðeins mjög lítill hluti markaðarins sýnilegur og skilvirkur. Hlutur ríkisskuldabréfa og ríkisins yfirleitt er ríkjandi og alltof stór. Ég veit ekki hvort það er markmið í sjálfu sér að fjölga fyrirtækjum á markaðnum. Þau verða að uppfylla ströng skilyrði sem eiga að vera ströng. Smæð markaðarins er ef til vill vandamál. Okkur hætt- ir til að gleyma því að Island er aðeins á stærð við meðal- stóran evrópskan bæ. Hér er fjármagnsmarkaður en ekki Mörgum fannst nóg um þegar Jón var að kaupa nýjar vélar til búsins og sumum sveitungum hans fannst 105 hestafla dráttarvél hálfgerður óþarfi. nógu stór til að standa undir kauphöll, mörgum bönkum og þessháttar. Mjög stór hluti bréfa í þeim fyrirtækjum, sem eru skráð á Verðbréfaþinginu, er í eigu ákveðinna hópa eða ljölskyldna og kemur aldrei á markað og mun aldrei gera. Þetta er vandamál. Almennt séð finnst mér að fólk kaupi hlutabréf á röngum forsendum. I von um skattaafslátt kaupir það hlutabréf án þess að líta til innra virðis fyrirtækja og íleiri þátta sem fjárfestar spá í. Þannig verður skattaafslátt- urinn hvatinn en ekki arð- semi fyrirtækjanna. Þetta er auðvitað fáránlegt kerfi.“ SJAVARUTVEGSFYRIRTÆKI ERU OFMETIN Sú skoðun hefur heyrst að sú ávöxtun, sem íslenskur hlutabréfamarkaður hefur skilað, sé óraunhæf og er þá einkum litið á sjávarútvegsfyrirtæki sem gefið hafa góðan arð. Eru þau ofmetin að þínu áliti? „Ég er sammála því að verð þeirra sé ofmetið. Hið háa verð byggir á mati á fiskveiðikvóta í óveiddum fiski. Það er allt annar hlutur en mjólk sem ekki er búið að framleiða. Óvissan er miklu meiri í fiskveiðum en mjólkurframleiðslu og þess vegna óráðlegt að láta verðmæti óveidds fisks hafa svo mikil áhrif á verð hlutabréfa. Eitt markaðslögmálanna er að allt sem fer upp kemur niður aftur og þess vegna mun verðið á hlutabréfúnum lækka aftur. Ef innra virði nokk- urra sjávarútvegsfýrirtækja væri borið saman við verð á hlutabréfunum þá kæmi í ljós að þau eru ofmetin og þessi blaðra á eftir að springa." MJÖG ÁHÆTTUSAMT AÐ KAUPA HLUTABRÉF „Það er allt of lítið talað um þá gífurlegu áhættu sem felst í því að kaupa hlutabréf yfirleitt nema verið sé að horfa til mjög langs tíma. 1987 hrapaði verð hlutabréfa um 30% eftír 10 ára samfellda hækkun. OF MIKLAR KROFUR UM ARÐSEMI Ég tel almennt að gerðar séu of háar kröfur á íslandi til arðsemi fjárfest- inga. Mér finnst út í hött að ætlast til þess að framleiðsluréttur borgi sig upp á fáum árum eins og ég heyri menn tala um. Mér finnst raunhæft að þessi fjárfesting borgi sig upp á 15-20 árum en varanlegri fjárfestingar á mun lengri tíma eða 50-80 árum. 65% þeirra smærri ljárfesta sem kaupa hlutabréf tapa á viðskiptunum.“ Hefur Jón alveg sagt skilið við sinn fyrra starfsvettvang? „Ég myndi segja það. Nú sinni ég aðeins uppbygging- unni á mínu búi. Það er ekki hægt að fylgjast með verðbréfamarkaði í hjáverk- um af einhverri alvöru. Til þess þarftu að vera á staðnum með fingurna á 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.