Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 21

Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 21
Páll ásamt nánustu samstarjsmönnum sínum hjá ístaki. Frá vinstri: Jónas Frímannsson, einn þriggja eigenda Istaks, líkt og Páll, og nánasti samstarjsmaður Páls í yfir þrjátíu ár, Þórunn Pálsdóttir jjármálastjóri, Páll, Loftur Árnason yfirverkfrœðingur og Tómas Tómasson yfirverkfrœðingur. FV-mynd: Geir Ólafsson. alla til dáða. Það má aldrei gleyma að hrósa fyrir það sem vel er gert. Hrós hvetur meira en flesta stjórnendur grunar." Þrátt fyrir að gegna formennsku í Vinnuveitendasambandi íslands í rúm sjö ár, frá 1978 til 1985, og hafa verið formaður stjórnar Útflutningsráðs frá árinu ‘93, ásamt setu í ótal nefnd- um og félögum, þá var hann ekki í neinu félagsmálavafstri á námsárum sínum í menntaskóla og háskóla. „Eg var ekki í stúdentapólitík eða neinu slíku.“ En hvenær fann hann þá þörfina fyrir að sinna slíku? „Eg hef í raun aldrei fundið þá þörf. Það trúa því eflaust fæstir, en þetta hefur bara æxlast svona. Ég hafði setið í framkvæmdastjórn VSI í fimm ár þeg- ar ég var beðinn um að taka að mér formennsku þar með afar skömmum fyrirvara, ég hafði nánast einn sólarhring til að ákveða mig. Ég hef litið á það sem einhver mikilvægustu verk mín hjá VSÍ og Útflutningsráði að ráða þar góða fram- kvæmdastjóra; Þorstein Pálsson og Magnús Gunnarsson til VSÍ og Jón Ásbergsson til Útflutningsráðs." „Kemur þú of seint Páll minnl" í ljósi þess að ístak hefur lagt metnað sinn í að skila verkefnum á réttum tíma og helst á und- an áætlun, kemur það varla á óvart að Páll sé stundvís maður. Sá eiginleiki hefur alltaf fylgt honurn. „Ég held að menn eigi að temja sér stundvísi, ekki bara í starfi heldur almennt." Og hún er góð sagan um stundvísi hans í MR, en þar kom hann aðeins einu sinni of seint öll árin. „Ég minnist þess enn þegar ég kom hlaupandi í skólann þennan morgun að Pálmi Hannesson rekt- or stóð á tröppunum og sagði undrandi en vinalega: „Kemur þú of seint Páll minn!“ Páll þykir fylginn sér sem stjórnandi en sjálfur kveðst hann ekki hafa hugmynd um hvort svo sé, hann hafi aldrei hugleitt 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.