Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 22

Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 22
Listinn er langur og mannvirkin mörg. Ráðhúsið í Reykjavík er eitt margra reisulegra bygginga sem ístak hefur reist. Að smíði hússins komu yfir eitt hundrað verktakar og tók ístak að sér að stjórna öllu verkinu og bera ábyrgð á að allir undirverktakar kláruðu verk sín á réttum tíma og á umsömdu verði. Mynd. Vigfús það. „Ætli ég sé það ekki, það er jú hluti af störfum stjórnenda að fylgja ákvörðunum eftir. Ég held samt að ég sé hvorki ýtinn né afskiptasamur. Maður veit það samt aldrei. Þegar ég var strákur fór ég eitt sinn fyrir pabba í hús í Norðurmýrinni vegna manntals sem þá var verið að taka. Ég gekk á milli húsa með spurningalistann. Síðar heyrði ég að á einu heimilinu hefði ég þótt nokkuð ágengur og spurt mjög ákveðið um mann sem ég taldi að þar væri í heimili - og ég mun víst ekkert hafa gefið eft- ir þegar mér fundust svörin ekki nægilega ljós. Ég skynjaði þetta ekki svona, en ætli ég sé ekki samviskusamur." Stofnun ÍStakS Árið 1961 var ár tímamóta fyrir Pál, en þá flutt- ist hann til Færeyja og hóf störf fyrir E. Pihl&Sön, í daglegu tali kallað Pihl. 1970 reyndist ekki síðra. Það ár tók hann þátt í stofn- un ístaks. Stofnendurnir voru feðgarnir Kay og Soren Langvad, Páll, Jónas Frí- mannsson og Einar Sigurðsson. Þeir þrír síðastnefndu höfðu unnið hjá verktakasam- steypunni Fosskrafti sf. við stækkun Búr- fellsvirkjunar á árunum ‘68 til ‘70 en þar var Páll yfirverkfræðingur framkvæmda. Að Fosskrafti stóðu Almenna byggingafélagið, Sentab og Pihl&Sön. í hóp stofhenda bætt- ist svo Gunnar Möller lögfræðingur. Feðgarnir, Kay og Soren, voru þeir flár- sterku í þessu dæmi og hafa ffá upphafi átt yfir 90% hlut í fyrirtækinu. Síðar færðu þeir hlut sinn inn í fyrirtæki sitt Pihl eftir að því var breytt í hlutafélag. Núna eiga þeir félag- ar, Páll og Jónas, 4% í ístaki á móti 96% hlut Pihl. Því má bæta við að nafnið ístak hefur skírskotun í ístöku fr ystihúsa á árum áður, Ld. á Tjörninni í Reykjavík. Endingin „tak“ er góð fyrir verktaka- fyrirtæki og merkir afi og að faka á einhverju, t.d. átak. Það plægði akurinn fyrir verktakastarfsemi á íslandi á þess- um árum að Magnús Jónsson ffá Mel, þáverandi Ijármálaráð- herra, setti lög um að allar opinberar framkvæmdir skyldu boðnar út. Fram að þeim tima höfðu einstaka stór verk verið í gangi - en svo engin þar á milli. Frá árinu 1970 komst meiri samfella í verkefni og fyrir vikið óx íslenska verktakamarkaðn- um fiskur um hrygg. Þótt ístak sé orðið stærsta verktakafyrir- tæki landsins, skákaði íslenskum aðalverktökum úr því sæti fyrir tveimur árum, segir Páll að fyrirtækið hafi sem betur fer vaxið jaínt og þétt. Nokkrum sinnum hafi hins vegar blásið hraustlega á móti og fyrirtækið orðið að rifa seglin. Hver er ástæðan fyrir því að ístak hefur lifað af í þrjátíu ár á sama tíma og fjölmargir aðrir verktakar hafa séð sæng sína upp reidda? „Yið höfum verið hæfilega varfærnir, íhaldssamir, og reynt að standa vel að verki þannig að menn gætu treyst á vinnu okkar og að við lykjum þeim verkefnum sem við tækjum að okkar. Við höfúm gætt þess að skipulag og undirbúningur sé í góðu lagi sem og allar tímasetningar. Það er ótrúlega margt sem þarf að passa upp á, þegar verkefni eru mörg og af ólíkum toga, svo vinnuferlið raskist ekki og áætlanir standist. Ég hef áður sagt í viðtölum að betra sé að hafna verkefnum en að tapa á þeim. Það er ekki veltan sem gildir heldur afgangurinn! Raunar telja marg- ir að því meiri sem veltan sé þeim mun bet- ur verði að gæta þess að það verði afgangur - því komi eitthvað óvænt upp á gerist það svo hratt að menn eiga fullt í fangi með að bregðast við. Sömuleiðis mega menn ekki freistast tíl að fara of geyst í hlutína. Best er að vaxa jafnt og þétt, en örugglega. Verk- takafyrirtæki eru ekki byggð upp á einum eftirmiðdegi. Það þarf langan aðdraganda tíl að ná þeirri stærð sem ístak hefur náð, hvað þá að afla þeirrar þekkingar og reynslu sem starfsmenn okkar búa yfir. Það tekur tíma og útheimtir þolinmæði að byggja upp eiginfé og ná þeim styrk sem þarf. Þótt á fimmta hundrað inanns hafi að jafnaði unnið hjá okkur undanfarin ár er fyrirtækið lítíð á erlend- an mælikvarða, eins og raunar öll fyrirtæki á íslandi, og því höf- um við ráðist í stærstu verkefnin, eins og Vestfjarðagöngin, Hval- ijarðargöngin og Sultartangavirkjun, í samflotí með erlendum fyrirtækjum. Með því höfum við ekki aðeins dreift áhættunni heldur líka náð þeim styrk sem svona verk krefjast. Þá höfum við unnið mikið með innlendum verktökum og gert svonefnda stjórnunarsamninga, eins og Ld. í Ráðhúsinu. í þeim felst að við tökum að okkur að stjórna öllu verkinu og bera ábyrgð á að all- ir undirverktakar ljúki sinni vinnu á réttum tíma og á umsömdu verði. Það var geysileg vinna við að samræma störf allra í Ráð- húsinu. Við erum mjög stoltír af Ráðhúsinu og jiví handverki sem meira en eitt hundrað verktakar skiluðu þar.“ Fyrir fertugt! „Einhver vís maður sagði eitt sinn að ef mönnum væri ekki falin ábyrgð fyrir fertugt, ef þeir fengju ekki að reyna sig fyrir þann tíma, þýddi ekki að ætla að gera það síð- ar. Þeir væru þá orðnir svo vanir að spyrja aðra að sjálfstæði þeirra til að axla ábyrgð hefði glutrast niður - og oft án þess að þeir sjálfir gerðu sér grein fyrir því“. 22

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.