Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Síða 24

Frjáls verslun - 01.11.1999, Síða 24
PflLL SIGURJÓNSSON MAÐUR ÁRSINS segja upp mörgu fólki vegna þess að verkefnaskortur blasti við. í þessari atvinnugrein er stundum rætt um sex mánaða dauða- kúríuna svonefhdu, en hún merkir að sé verkefnastaðan teikn- uð upp mánuð fyrir mánuð beygi kúrfan niður eftír hálft ár. En svo rekur alltaf einhver verkefni á fjörurnar þannig að kúrfan breytist, lyftíst. Það er afar erfitt að sjá mikið lengra fram í tím- ann en eitt ár, kannski tvö ár, séu virkjanir eða önnur stórmann- virki á döfinni. Að vísu huggaði það mig svolítið þegar fyrirlesari frá danska iðnaðinum var hér á landi fyrir nokkrum árum og sagði að byggingariðnaðurinn væri ekkert einn um að sjá aðeins eitt ár fram í tímann og hafa ekki áskrift að tekjum, þannig væri það í raun hjá yfir helmingi allra fyrirtækja.“ Miklar markaðsrannsóknir Markaðsrannsóknir eru ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það heyrir minnst á ístak. Þar er hins vegar mikil vinna lögð í markaðsrannsóknir. I sjálfu sér ætti það ekki að koma á óvart. Til að meta verkefnastöðuna er rýnt fram í tímann og skimað yfir markaðinn. Hann er kort- lagður og gert er nákvæmt yfiriit yfir þær framkvæmdir sem kunna að vera á döfinni hjá fyrirtækjum og hinu opinbera. Það metur síðan umfang þeirra og hvaða líkur séu á að fá þau þeg- ar að útboðum kemur. Til þessa hefur fyrirtækinu vegnað vel í útboðum, það er enda stærsta verktakafyrirtæki landsins. Hvað lesið þið ístaksmenn út úr kortunum núna? A fyrir- tækið eftir að vaxa á næstu árum eða blasir samdráttur við? „Ég er bjartsýnn á næstu ár, ég hef ekki trú á öðru en að það verði framhald á framkvæmdum og gerð stórra mannvirkja í landinu. Velta okkar frá miðju síðasta ári og fram á mitt þetta ár var um 4,5 milljarðar en var um 4,3 milljarðar sama tímabil árið áður. Satt best að segja áttí ég ekki von á því að velta okkar yk- ist árið eftír að við afhentum Hvalfjarðargöngin. Ég er þó ekki frá því að velta okkar dragist eitthvað saman á allra næstu árum - samt ekki mikið.“ Kemur tíl greina að breyta ístaki sem fyrirtæki? Sefja því nýja stefnu sem fælist í að kaupa byggingalönd, teikna þau og skipuleggja, fara út í það að byggja og selja? „Það er ekki á döfinni. Við höfúm sáralítíð verið í því að byggja og selja, sem svo er nefnt. Við komum þó að slíku verkefni á Kirkjutúnslóðunum í samstarfi við annað verktakafyrirtæki, Álft- árós. Það að kaupa byggingalönd og skipuleggja þau frá a tíl ö krefst geysimikils fjármagns og víða erlendis hafa fyrirtæki farið flatt áþvi- setíð uppi með íbúðir sem tekið hefur langan tima að selja og lent fyrir vikið í hremmingum með fjármagnskostnaðinn. Við erum fyrst og fremst byggingarfyrirtæki!" Nú eruð þið þrír eigendur ístaks, þið Jónas Frímannsson verkfræðingur eruð með 4% og Pihl í Danmörku með 96% hlut Hafið þið íhugað að fjölga hluthöfum, gera félagið að al- mermingshlutafélagi og skrá það á Verðbréfaþingi? „Það stendur ekki tíl! Pihl í Danmörku er t.d. ekki á hluta- bréfamarkaðnum þar. Þótt ómögulegt sé að segja tíl um hvað framtíðin beri í skauti sér þá viljum við hafa sama háttinn á áfram. Það hefur vissulega margt tíl síns ágætís að hafa félög skráð á Verðbréfaþingi en því fylgja líka nokkrar skyldur og kvaðir, t.d. þarf að tílkynna allt sem verið er að gera, allar breyt- ingar, og allt sem til stendur að gera. Við höfum augljóslega frjálsari hendur með núverandi fyrirkomulagi og það hefur enn- fremur gefist vel.“ Ýmsir spyrja sig að þvi hvernig það sé að reka fyrirtæki sem að mestu er í eigu erlends félags. Hefur það td. háð þér á einhvern hátt í ákvarðanatöku? „Ekki nokkurn skapaðan hlut. Við félagarnir, sem stofnuð- um ístak með þeim feðgum Kay og Soren Langvad, höfum fengið að reka fyrirtækið mjög sjálfstætt og á milli okkar hefur verið einstakur vinskapur og trúnaður, og farsælt samstarf. Við höfum raunar aldrei litið á þá feðga sem útlendinga, eða á ístak sem erlent fyrirtæki þótt Pihl sé svo stór hluthafi. ístak er ís- lenskt fyrirtæki, það er skráð á íslandi og lýtur sömu lögum og reglum og önnur íslensk fyrirtæki. Þannig hefur það verið frá upphafi, í nær 30 ár. Stofnandi Pihl, Kay Langvad, var giftur ís- lenskri konu, Selmu Guðjohnsen, sem fædd var á Húsavik. Son- ur hans og aðaleigandi fyrirtækisins núna, Soren Langvad, er því hálfíslenskur. Hann ólst að hluta tíl upp á íslandi, tók hér Feðgarnir Kay og Seren Langvad □ ðdragandi að stofnun ístaks var með þeim hættí að við lok Búr- fellsvirkjunar, sem byggð var af verktakasamsteypunni Fosskraftí en að henni stóðu Almenna byggingafélagið, sænska fyrirtækið Sentab og E. Pihl&Sön, höfðu eigendur hins síðast- nefnda, þeir feðgar Kay og Soren Langvad, áhuga á því að halda áfram verk- takastarfsemi á íslandi. í kjölfarið stofn- uðu þeir ístak með fjórum íslendingum; Páli Siguijónssyni, Jónasi Frímannssyni, Einari Sigurðssyni og Gunnari Möller. Tengsl þeirra feðga, Kay og Sorens, við ísland má rekja allt tíl millistríðsár- anna, þegar Kay Langvad, sem ungur verkfræðingur, kom tíl íslands á vegum dansks verktakafyrirtækis, Hojgárd og Soren Langvad, aðaleigandi Pihl í Dan- mörku. Hann er stjórnarformaður ístaks. Schultz, tíl þess að starfa við Ljósafoss. En hann átti síðar þátt í margvíslegri mannvirkjagerð á íslandi, eins og Efri- Sogsvirkjun sem reist var á árunum í kringum 1959. Kay lést árið 1982 en var kvæntur íslenskri konu, Selmu Guðjohn- sen, sem fædd var á Húsavík. Soren, sonur þeirra, fæddur árið 1924, ólst að hluta tíl upp á íslandi, tók stúdentspróf frá Háskóla íslands árið 1943 og fyrri- hlutapróf í verkfræði frá sama skóla. Kona hans Gunnvor er hálfíslensk. Soren er aðaleigandi og forstjóri E.Pihl &Sön, en fyrirtældð á núna 96% hlut í ístaki á móti þeim Páli Sigurjónssyni og Jónasi Frímannssyni. Soren er stjórnar- formaður ístaks. Þess má geta að Páll situr í stjórn Pihl í Danmörku. B!1 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.