Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 25

Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 25
stúdentspróf og fyrrihlutapróf í verkfræði. Svo vill til að eigin- kona hans, Gunnvor, er einnig hálfíslensk. Þannig að það eru augljóslega sterkar íslenskar rætur í Pihl. Það er vissulega danskt fyrirtæki, eitt stærsta verktakafyrirtækið í Danmörku, en þar má finna fyrir íslenskum vindum. Enda vinna margir ís- lenskir verkfræðingar hjá fyrirtækinu að verkefhum um allan heim. Soren Langvad er forstjóri þess og jafnframt er hann stjórnarformaður ístaks.“ Sá orðrómur hefur verið á meðal verktaka að ístak njóti samkeppnisyfirburða vegna þess hve Pihl er stór eigandi. Að þið fáið þaðan ódýr tæld tíl landsins og ókeypis þjónustu. Ilverju svarar þú þessu? „Það væri betra ef satt væri. Það er ekki um slíkt að ræða. Tæki okkar höfum við keypt af umboðunum hér heima. For- sendur fyrir tækjakaupum gjörbreyttust hjá verktakafyrirtækj- um með tilkomu virðisaukaskattsins fyrir um tíu árum og auð- veldara varð að kaupa og selja tæki til að mæta toppum og lægð- um í verkefnum. Áður voru vélar og tæki í eins konar átthaga- flötrum, fyrirtæki sátu uppi með þau. Þess utan er núna miklu auðveldara fyrir alla að leigja tæki að utan til sérhæfðra verkefna í stað þess að kaupa þau. Pihl tekur ekki á sig neinn kostnað hérlendis fyrir okkur, það myndi fyrirtækið aldrei gera! Hin nánu tengsl styrkja þó bæði fyrirtækin augljóslega og hafa komið þeim báðum til góða. Ég nefni tvennt. Stundum hef- ur verið unnt að finna störf tímabundið fyrir lykilstarfsmenn Istaks við verkefni erlendis þegar verketni heíúr skort hér heima. Það er afar þýðingarmikið að við getum haldið lág- markskjarna starfsmanna þótt verketni séu sveiflukennd. Þá hafa tengsl fyrirtækjanna leitt til samstarfs þeirra við ýmis stór- verkefni hérlendis. Sultartangavirkjun er unnin í samstarfi ístaks, Pihl og Skanska í Svíþjóð af fyrirtækinu Fossvirki - Sult- artanga sem þau eiga saman. Það sama var að segja um Hval- fjarðargöngin. Við gerð Vestíjarðaganga bættist íjórða fyrirtæk- ið við, Selmer í Noregi. Ég tel afar virðingarvert að þeir feðgar Kay og Soren Langvad hafi viljað hætta fé sínu hér á landi og stofna Istak með okkur á sínum tíma - og flytja ljármagn hing- að til lands.“ Þú hefur sagt að betra sé að fá ekld verkeíhi en að tapa á því. En er ekki erfitt að halda þessari stefnu til streitu þótt ekki væri til annars en að forðast niðursveiflur sem kosta uppsagnir á starfsmönnum og sölu tækja? „Stjórnendur fyrirtækja verða að hafa þá stefnu að sérhvert verkefni, sérhver deild í fyrirtækjum skili hagnaði. Vissulega Jónas Frímannsson, einn þriggja eigenda ístaks: Eins og í stríði w Iathyglisverðu erindi sem Jónas Frí- mannsson, verkfræðingur hjá ístaki og einn þriggja eigenda fyrirtækisins, flutti á Iðnþingi í febrúar sl. fjallaði hann um skipu- rit ístaks og hvernig stjórnun þyrftí að vera háttað tíl að hún næði árangri. „Við þessari spurningu er að sjálfsögðu ekkert eitt ein- falt svar,“ sagði Jónas og hélt áfram: „Nefna má eftírfarandi almenn atriði: Auk þess að eiga á að skipa hæfu starfsliði er brýnt að ákvarðanataka getí verið skjót. Þetta kallar á það að skipurit fyrirtækisins sé í sem fæstum þrepum, líkist meira greiðu en jólatré. Slíku skipuriti verður að fylgja verulegt sjálfstæði einstakra stjórnenda. Ef nefiia skal eitt atriði þýðingarmeira en önnur í þessum efnum er það mönnun verkanna, og þá sérstaklega val stjórnenda. Hér gilda sömu lögmál og í stríðsrekstri." ÚlbOö Um verkefiiaöflun sagði hann m.a.: „í flestum til- vikum er verkefna aflað með því að gera tilboð skv. útboðs- gögnum og eiga lægsta boðið. Það er meginreglan. Stund- um er þó verkefna aflað með þeim hætti að gera frávikstil- boð þar sem boðin er hagkvæmari tæknilausn eða hönnun en lýst var í útboðinu. Greina má á milli mismunandi teg- unda útboða, hefðbundinna og svonefndra alútboða - en þar er forsendum og þörf lýst, en verktaki hannar og bygg- ir. Hefðbundna aðferðin er algengust en alútboð hafa færst í vöxt á síðari árum. í þriðja lagi má nefna samningsverk, þegar samningar eru gerðir án útboðs. Samningsverk verða oft til í framhaldi af útboðsverkum. Þá má geta þess að einkafyrirtæki sjá sér oft hag í því að semja beint um framkvæmdir og sleppa formlegu útboði." Fyrstu verk ístaks Hann vék að fyrstu verkum ístaks á ár- unum 1970 tíl 1973: „Öll þessi verk, stækkun Búrfellsvirkjun- ar, fyrstu áfangar hringvegarins og stækkun hafriarinnar í Þor- lákshöfn, voru byggð fyrir lánsfé frá Alþjóðabankanum í Was- hington. Alþjóðabankinn gerði afar strangar kröfur um fram- kvæmdaeftirlit og gæðaeftírlit á þeim verkum sem hann fjár- magnaði. Hygg ég að sá reynsluskóli sem það var að vinna fyr- ir Alþjóðabankann hafi reynst okkur gott veganestí við aðrar framkvæmdir síðar. fl blað hjá Alþjóðabankanum Stækkun Þorlákshafiiar, sem unnin var í samvinnu við Pihl, leiddi til þess að samsteypan komst á blað hjá Alþjóðabankanum og fékk heimild til að gera tilboð í aðrar hafnir víða um heim sem bankinn tjármagnaði. Var þetta upphafið að mikilli útíás og sókn verkefna tíl annaiTa heimshluta. Fyrstu tvö hafnargerðarverkin sem unnin voru þannig voru í Mogadishu í Sómalíu og Nishtun í Yemen. Þess- um verkum stjórnuðu þeir Ólafur Gíslason og Sigfús Thoraren- sen verkfræðingar en margir fleiri komu þar við sögu. í kjölfar- ið kom fjöldi annarra verka víða um heim, margar hafnii; en einnig vegagerð, veitumannvirki og húsbyggingar og hafa þessi umsvif farið jafiit og þétt vaxandi síðustu áratugina." 53 Sigfiís Tiiorarensen er gott dœmi um þá mörgu verkfræöinga Istaks sem starfað hafa erlendis. Hann hefurm.a. starfað í Suður-Yemen og í Mogadishu Sómalíu. Sigfús hafði umsjón með gerð vegarins austur jyrir fjall, yfir Hellisheiðina og um Kambana á árunum upþ úr 1971.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.