Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 29

Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 29
starfsmaður finni það sjálfur hvort starf eigi við hann. Það er einu sinni þannig að fólk er ólíkt. Starf eða vinnustaður sem hentar einum þarf ekki að henta öðrum. Það er bara eðlilegt." Þú varst formaður Vinnuveitendasambands Islands í um sjö ár. Telur þú það réttlætanlegt gagnvart hluthöfum að forstjórar verji miklum tíma í félagsmál fyrir atvinnulíf- ið? Eru þeir ekki að svíkjast um í eigin fyrirtæki á meðan? „Ég held að sú vinna sem ég lagði af mörkum sem formað- ur VSÍ hafi skilað sér aftur til fyrirtækisins. Það er afar mikil- vægt fyrir atvinnulífið og fyrirtækin í landinu að vinnumarkað- urinn virki, að hann sé stöðugur. Það er ekki hvað síst mikil- vægt fyrir byggingariðnaðinn! Ég réð góðan framkvæmda- stjóra til VSÍ, Þorstein Pálsson, og á honum og hans fólki hvíldi mesta vinnan, en ekki mér. Ég gat sinnt mínu daglega starfi hér. En það komu dágóðar lotur í kjarasamningum og þeirri törn hefði ég ekki getað sinnt nema að hafa hér úrvals samstarfsmenn. Til að gera samningaviðræður okkar skilvirk- ari fækkaði ég í samninganefndinni og myndaði sérstakt samningaráð. í lengstu lög var reynt að forðast langar lotur nema eitthvað áþreifanlegt væri að gerast í viðræðunum, að þær skiluðu árangri. Ég sé því ekki eftir þeim tíma sem ég eyddi í formennsku VSÍ. Samningar, sem skila vinnufriði fram í tímann, gera fyrirtækjum kleift að skipulegga rekstur sinn. Það er afgerandi bæði fyrir fyrirtækin og starfsmenn þeirra, hagsmunir þeirra fara algerlega saman hvað það varðar." Það hefúr vakið athygli margra að Istak hefur byggt ófá stórhýsin og mannvirkin fyrir aðra en ekki fyrir sig sjálft! „Það hefur einhvern veginn æxlast þannig. Við höfum lengst af verið í leiguhúsnæði með skrifstofur okkar þangað til nýlega að við keyptum þetta húsnæði hér í Skúlatúni. Enn- _________________PflLL SIGURJÓNSSON IVlflÐUR ÁRSINS fremur eigum við verkstæði og vélageymslu. Það er engin sérstök skýring á því að við leigðum svo lengi, það er allt i lagi að leigja ef menn telja það hagkvæmast.“ Er eitthvað eitt verkeftii sem þú getur nefnt sem uppá- haldsverk þitt? „Mér hefur nú hætt til að nefna fyrsta verkið sem ég tók að mér í Færeyjum fyrir um fjörutíu árum, fyrstu veggöngin þar, þótt það hljómi náttúrulega eins og ég sé genginn í barndóm. En ég hef haft afskaplega gaman af gerð virkjana og stórum verkefnum. Hins vegar eru öll verkefni okkar jafn mikilvæg. Þau litlu líka! Þegar stóru verki lýkur á hálendinu verður að vera að einhverju að hverfa í þéttbýli. Þess vegna er stefna okkar að vera alhliða verktakafyrirtæki, sem fæst við lítil sem stór verkefni um allt land; virkjanir sem jarðgangagerð, bygg- ingar sem viðgerðir á gömlum húsum - og allt þar á milli.“ Við blasa merk tímamót, nýtt árþúsund, árið 2000 er að renna upp. Hvernig metur þú horfúrnar í íslensku við- skipta- og atvinnulífi á næstu árum? „Ég fæ ekki annað séð en að með því dugnaðarfólki sem býr hér á landi sé bjart framundan - og ég tel að hagvaxtar- skeiði sé ekki að ljúka. Árið 1968 lenti efnahagslífið í miklum öldudal. Ýmsir spáðu því að það ástand yrði varanlegt, en það fór allt í gang aftur. í kringum 1990 lentum við í fremur löngu samdráttarskeiði, en efnahagskerfið tók aftur hressilega við sér, það hrökk í hraðvirkari gír. Mikill hagvöxtur síðustu árin hefur skilað sér til fyrirtækja og starfsfólks í stórauknum kaupmætti. Það verða alltaf einhverjar sveiflur, þannig hefur það verið. En sé rétt á málum haldið eru horfurnar góðar. Þjóðin hefur bæði menntun og metnað til að halda sínu striki!" S5 Útnefnt í tólfta sinn Dómnefiid Frjálsrar verslunar setn útnefndi Pál tnann ársins 1999 í atvinnulífinu. Frá vinstri: Gudtnundur Magnússon, prófessor í hagfrœði, Skúli Þorvaldsson, Síld og fiski, Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Fróða, Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, útgefanda Frjálsrar verslunar, Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar og Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda. FV-mynd: Geir Olafsson

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.